„Bitnar aðallega á leikmönnunum“ Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2021 14:46 Jürgen Klopp er með þrjá Brasilíumenn í sínum hópi. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp, Pep Guardiola og Thomas Tuchel eru meðal þeirra sem harma þá stöðu sem upp er komin í enska boltanum varðandi brasilísku leikmennina sem bannað hefur verið að spila um helgina. Enn standa yfir viðræður til að leysa úr stöðunni. Eins og fram hefur komið fór brasilíska knattspyrnusambandið fram á það við FIFA að leikmennirnir yrðu settir í fimm daga bann vegna þess að félagsliðin þeirra bönnuðu þeim að ferðast frá Englandi til Suður-Ameríku í leiki í undankeppni HM. Bannið snertir Alisson, Fabinho og Roberto Firmino (Liverpool), Ederson og Gabriel Jesus (Manchester City), Raphinha (Leeds United), Fred (Manchester United) og Thiago Silva (Chelsea). Félagslið þeirra bönnuðu þeim að fara til Suður-Ameríku vegna þess að við komuna heim til Englands hefðu þeir þurft að fara í tíu daga sóttkví samkvæmt Covid-reglum breskra stjórnvalda, komandi frá löndum á „rauðum lista“. „Félögin vildu leyfa þeim að fara en það var ekki gerlegt“ Klopp og hans lið verður hvað verst fyrir barðinu á banninu, verði því ekki aflétt, en Liverpool mætir Leeds á útivelli á sunnudaginn. „Bobby [Firmino] getur ekki spilað vegna meiðsla frá síðasta leik. En þetta er mjög snúin staða fyrir félögin og leikmennina sérstaklega. Við skulum ekki gleyma því að leikmennirnir vildu spila þessa landsleiki. Félögin vildu leyfa þeim að fara en það var bara ekki gerlegt,“ sagði Klopp og vísaði í ákvörðun breskra stjórnvalda. „Þetta bitnar aðallega á leikmönnunum því þeir fá ekki að spila. Það er það sem þeir elska að gera. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Klopp og bætti við: „Það geysar heimsfaraldur. Stundum finnst manni það ekki vera en svo erum við minnt á það. Knattspyrnumenn hafa fengið undanþágur sem hafa ekki leitt til neinnar smitdreifingar vegna alls þess sem við þurfum að gera í hverri viku. Þetta er ólíkt því sem er annars staðar í samfélaginu. Við förum í smitpróf þrisvar í viku.“ Thomas Tuchel þarf líklega að spjara sín án Thiago Silva.Getty/Harriet Lander „Skil ekkert í stöðunni né hvað við getum gert“ „Ég skil ekkert í þessu. Þetta er óskiljanlegt, sama hvernig maður lítur á þetta. Meikar þetta sens fyrir Brasilíu? Nei. Meikar þetta sens fyrir okkur? Nei,“ sagði Tuchel, stjóri Chelsea, spurður út í væntanlega fjarveru Thiago Silva í leiknum við Aston Villa á morgun. „Ef að við hefðum sent hann í landsleikina hefði hann þurft að vera í tíu daga á hótelherbergi án þess að mega æfa. Ég veit ekki hvort nokkur sér eitthvað gott við þetta,“ sagði Tuchel. Pep Guardiola botnar ekkert í stöðunni.Getty/Matt McNulty Guardiola, stjóri Manchester City, tók í sama streng en hann gæti þurft að spjara sig án Jesus og Ederson. „Vonandi geta þeir spilað. Við bíðum og sjáum hvort það verða einhverjar fréttir á morgun en það verður að koma í ljós. Ég skil ekkert í stöðunni né hvað við getum gert,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Enn standa yfir viðræður til að leysa úr stöðunni. Eins og fram hefur komið fór brasilíska knattspyrnusambandið fram á það við FIFA að leikmennirnir yrðu settir í fimm daga bann vegna þess að félagsliðin þeirra bönnuðu þeim að ferðast frá Englandi til Suður-Ameríku í leiki í undankeppni HM. Bannið snertir Alisson, Fabinho og Roberto Firmino (Liverpool), Ederson og Gabriel Jesus (Manchester City), Raphinha (Leeds United), Fred (Manchester United) og Thiago Silva (Chelsea). Félagslið þeirra bönnuðu þeim að fara til Suður-Ameríku vegna þess að við komuna heim til Englands hefðu þeir þurft að fara í tíu daga sóttkví samkvæmt Covid-reglum breskra stjórnvalda, komandi frá löndum á „rauðum lista“. „Félögin vildu leyfa þeim að fara en það var ekki gerlegt“ Klopp og hans lið verður hvað verst fyrir barðinu á banninu, verði því ekki aflétt, en Liverpool mætir Leeds á útivelli á sunnudaginn. „Bobby [Firmino] getur ekki spilað vegna meiðsla frá síðasta leik. En þetta er mjög snúin staða fyrir félögin og leikmennina sérstaklega. Við skulum ekki gleyma því að leikmennirnir vildu spila þessa landsleiki. Félögin vildu leyfa þeim að fara en það var bara ekki gerlegt,“ sagði Klopp og vísaði í ákvörðun breskra stjórnvalda. „Þetta bitnar aðallega á leikmönnunum því þeir fá ekki að spila. Það er það sem þeir elska að gera. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Klopp og bætti við: „Það geysar heimsfaraldur. Stundum finnst manni það ekki vera en svo erum við minnt á það. Knattspyrnumenn hafa fengið undanþágur sem hafa ekki leitt til neinnar smitdreifingar vegna alls þess sem við þurfum að gera í hverri viku. Þetta er ólíkt því sem er annars staðar í samfélaginu. Við förum í smitpróf þrisvar í viku.“ Thomas Tuchel þarf líklega að spjara sín án Thiago Silva.Getty/Harriet Lander „Skil ekkert í stöðunni né hvað við getum gert“ „Ég skil ekkert í þessu. Þetta er óskiljanlegt, sama hvernig maður lítur á þetta. Meikar þetta sens fyrir Brasilíu? Nei. Meikar þetta sens fyrir okkur? Nei,“ sagði Tuchel, stjóri Chelsea, spurður út í væntanlega fjarveru Thiago Silva í leiknum við Aston Villa á morgun. „Ef að við hefðum sent hann í landsleikina hefði hann þurft að vera í tíu daga á hótelherbergi án þess að mega æfa. Ég veit ekki hvort nokkur sér eitthvað gott við þetta,“ sagði Tuchel. Pep Guardiola botnar ekkert í stöðunni.Getty/Matt McNulty Guardiola, stjóri Manchester City, tók í sama streng en hann gæti þurft að spjara sig án Jesus og Ederson. „Vonandi geta þeir spilað. Við bíðum og sjáum hvort það verða einhverjar fréttir á morgun en það verður að koma í ljós. Ég skil ekkert í stöðunni né hvað við getum gert,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira