Ferðalag Spánverja skilar 80 þúsund kílóum banana í matargjafir Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 23:00 Pedri aðstoðaði við flutning á banönum frá Kanaríeyjum til fjölskylduhjálpar í Barcelona í dag. Bananarnir fara þangað fyrir hans tilstilli. Mundo Deportivo/Comma Mikið ferðalag spænska karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumótinu sem fram fór víðsvegar um álfuna í sumar kemur fjölskylduhjálp á Spáni að góðum notum. Það er fyrir tilstilli Pedri, leikmanns Barcelona, sem gríðarlegt magn banana berst í matargjafir. Hinn 18 ára gamli Pedri var lykilmaður í spænska landsliðinu sem fór alla leið í undanúrslit á EM í sumar. Pedri hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en hann kom til Barcelona frá Las Palmas á Kanaríeyjum síðasta sumar. Hann spilaði alls 52 leiki í öllum keppnum með þeim spænsku og fór beint í byrjunarlið Spánar fyrir Evrópumótið, auk þess að spila með Spáni á Ólympíuleikunum þar sem liðið hlaut silfur. Ljóst var að Spánverjar myndu ferðast umtalsvert um Evrópu ef þeir færu langt á EM, enda fór Evrópumótið fram um alla álfuna. Pedri samdi við bananaframleiðandann ASPROCAN, sem er ræktar banana á hans heimahögum í Kanarí, um að þúsund kíló af banönum yrðu lögð til matarhjálpar á Spáni fyrir hvern kílómetra sem spænska landsliðið myndi ferðast. Spánn ferðaðist ekkert í riðlakeppninni þar sem liðið lék alla sína leiki á heimavelli. Liðið vann svo Króatíu í Kaupmannahöfn í 16-liða úrslitum, Sviss í Pétursborg í 8-liða úrslitum og féll svo úr leik fyrir Evrópumeisturum Ítala á Wembley í Lundúnum í undanúrslitum. Alls fór liðið því 776,5 kílómetra sem mun skila 80 þúsund kílóum af banönum til matarhjálpar á Spáni. Pedri setti met með fjölda leikja sem hann spilaði á síðustu leiktíð er hann tók þátt í 73 leikjum í öllum keppnum með landi og félagi. Athygli vakti að hann mætti beint til æfinga hjá Barcelona eftir Ólympíuleikana. Barcelona komst að samkomulagi við spænska knattspyrnusambandið að strákurinn ungi yrði ekki valinn í landsliðsglugganum sem er að klárast og fengi Pedri því tveggja vikna sumarfrí í þeim glugga. Spænski miðillinn Mundo Deportivo greinir frá því að Pedri nýti fríið vel til að koma gjöf sinni áleiðis. Hann var við sjálfboðaliðastörf hjá fjölskylduhjálp í Barcelona í dag. Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Sjá meira
Hinn 18 ára gamli Pedri var lykilmaður í spænska landsliðinu sem fór alla leið í undanúrslit á EM í sumar. Pedri hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en hann kom til Barcelona frá Las Palmas á Kanaríeyjum síðasta sumar. Hann spilaði alls 52 leiki í öllum keppnum með þeim spænsku og fór beint í byrjunarlið Spánar fyrir Evrópumótið, auk þess að spila með Spáni á Ólympíuleikunum þar sem liðið hlaut silfur. Ljóst var að Spánverjar myndu ferðast umtalsvert um Evrópu ef þeir færu langt á EM, enda fór Evrópumótið fram um alla álfuna. Pedri samdi við bananaframleiðandann ASPROCAN, sem er ræktar banana á hans heimahögum í Kanarí, um að þúsund kíló af banönum yrðu lögð til matarhjálpar á Spáni fyrir hvern kílómetra sem spænska landsliðið myndi ferðast. Spánn ferðaðist ekkert í riðlakeppninni þar sem liðið lék alla sína leiki á heimavelli. Liðið vann svo Króatíu í Kaupmannahöfn í 16-liða úrslitum, Sviss í Pétursborg í 8-liða úrslitum og féll svo úr leik fyrir Evrópumeisturum Ítala á Wembley í Lundúnum í undanúrslitum. Alls fór liðið því 776,5 kílómetra sem mun skila 80 þúsund kílóum af banönum til matarhjálpar á Spáni. Pedri setti met með fjölda leikja sem hann spilaði á síðustu leiktíð er hann tók þátt í 73 leikjum í öllum keppnum með landi og félagi. Athygli vakti að hann mætti beint til æfinga hjá Barcelona eftir Ólympíuleikana. Barcelona komst að samkomulagi við spænska knattspyrnusambandið að strákurinn ungi yrði ekki valinn í landsliðsglugganum sem er að klárast og fengi Pedri því tveggja vikna sumarfrí í þeim glugga. Spænski miðillinn Mundo Deportivo greinir frá því að Pedri nýti fríið vel til að koma gjöf sinni áleiðis. Hann var við sjálfboðaliðastörf hjá fjölskylduhjálp í Barcelona í dag.
Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Sjá meira