Ferðalag Spánverja skilar 80 þúsund kílóum banana í matargjafir Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 23:00 Pedri aðstoðaði við flutning á banönum frá Kanaríeyjum til fjölskylduhjálpar í Barcelona í dag. Bananarnir fara þangað fyrir hans tilstilli. Mundo Deportivo/Comma Mikið ferðalag spænska karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumótinu sem fram fór víðsvegar um álfuna í sumar kemur fjölskylduhjálp á Spáni að góðum notum. Það er fyrir tilstilli Pedri, leikmanns Barcelona, sem gríðarlegt magn banana berst í matargjafir. Hinn 18 ára gamli Pedri var lykilmaður í spænska landsliðinu sem fór alla leið í undanúrslit á EM í sumar. Pedri hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en hann kom til Barcelona frá Las Palmas á Kanaríeyjum síðasta sumar. Hann spilaði alls 52 leiki í öllum keppnum með þeim spænsku og fór beint í byrjunarlið Spánar fyrir Evrópumótið, auk þess að spila með Spáni á Ólympíuleikunum þar sem liðið hlaut silfur. Ljóst var að Spánverjar myndu ferðast umtalsvert um Evrópu ef þeir færu langt á EM, enda fór Evrópumótið fram um alla álfuna. Pedri samdi við bananaframleiðandann ASPROCAN, sem er ræktar banana á hans heimahögum í Kanarí, um að þúsund kíló af banönum yrðu lögð til matarhjálpar á Spáni fyrir hvern kílómetra sem spænska landsliðið myndi ferðast. Spánn ferðaðist ekkert í riðlakeppninni þar sem liðið lék alla sína leiki á heimavelli. Liðið vann svo Króatíu í Kaupmannahöfn í 16-liða úrslitum, Sviss í Pétursborg í 8-liða úrslitum og féll svo úr leik fyrir Evrópumeisturum Ítala á Wembley í Lundúnum í undanúrslitum. Alls fór liðið því 776,5 kílómetra sem mun skila 80 þúsund kílóum af banönum til matarhjálpar á Spáni. Pedri setti met með fjölda leikja sem hann spilaði á síðustu leiktíð er hann tók þátt í 73 leikjum í öllum keppnum með landi og félagi. Athygli vakti að hann mætti beint til æfinga hjá Barcelona eftir Ólympíuleikana. Barcelona komst að samkomulagi við spænska knattspyrnusambandið að strákurinn ungi yrði ekki valinn í landsliðsglugganum sem er að klárast og fengi Pedri því tveggja vikna sumarfrí í þeim glugga. Spænski miðillinn Mundo Deportivo greinir frá því að Pedri nýti fríið vel til að koma gjöf sinni áleiðis. Hann var við sjálfboðaliðastörf hjá fjölskylduhjálp í Barcelona í dag. Spænski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Hinn 18 ára gamli Pedri var lykilmaður í spænska landsliðinu sem fór alla leið í undanúrslit á EM í sumar. Pedri hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en hann kom til Barcelona frá Las Palmas á Kanaríeyjum síðasta sumar. Hann spilaði alls 52 leiki í öllum keppnum með þeim spænsku og fór beint í byrjunarlið Spánar fyrir Evrópumótið, auk þess að spila með Spáni á Ólympíuleikunum þar sem liðið hlaut silfur. Ljóst var að Spánverjar myndu ferðast umtalsvert um Evrópu ef þeir færu langt á EM, enda fór Evrópumótið fram um alla álfuna. Pedri samdi við bananaframleiðandann ASPROCAN, sem er ræktar banana á hans heimahögum í Kanarí, um að þúsund kíló af banönum yrðu lögð til matarhjálpar á Spáni fyrir hvern kílómetra sem spænska landsliðið myndi ferðast. Spánn ferðaðist ekkert í riðlakeppninni þar sem liðið lék alla sína leiki á heimavelli. Liðið vann svo Króatíu í Kaupmannahöfn í 16-liða úrslitum, Sviss í Pétursborg í 8-liða úrslitum og féll svo úr leik fyrir Evrópumeisturum Ítala á Wembley í Lundúnum í undanúrslitum. Alls fór liðið því 776,5 kílómetra sem mun skila 80 þúsund kílóum af banönum til matarhjálpar á Spáni. Pedri setti met með fjölda leikja sem hann spilaði á síðustu leiktíð er hann tók þátt í 73 leikjum í öllum keppnum með landi og félagi. Athygli vakti að hann mætti beint til æfinga hjá Barcelona eftir Ólympíuleikana. Barcelona komst að samkomulagi við spænska knattspyrnusambandið að strákurinn ungi yrði ekki valinn í landsliðsglugganum sem er að klárast og fengi Pedri því tveggja vikna sumarfrí í þeim glugga. Spænski miðillinn Mundo Deportivo greinir frá því að Pedri nýti fríið vel til að koma gjöf sinni áleiðis. Hann var við sjálfboðaliðastörf hjá fjölskylduhjálp í Barcelona í dag.
Spænski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira