Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2021 19:53 Vilhjálmur Kári Haraldsson fagnar með Selmu Sól Magnúsdóttur eftir leikinn gegn Osijek. vísir/hulda margrét Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. „Þetta var flott, við vorum vel gíraðar og baráttan góð. Mér fannst við pínu stressaðar með boltann í fyrri hálfleik en það er hluti þess að spila svona stóran leik þar sem svona mikið er undir. En í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Helenu Ólafsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leikinn á Kópavogsvelli. Gríðarlega mikið var undir í leiknum í dag, ekki bara sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar heldur einnig háar fjárhæðir. „Þetta er stór leikur og mikið í kringum þetta. En þetta var virkilega flottur sigur hjá stelpunum. Við erum með betra lið, maður sá það, en þarf að klára þetta. Þær eru með nokkra góða leikmenn en þær náðu sér ekki á strik í dag og spiluðu betur í heimaleiknum,“ sagði Vilhjálmur. „Við einbeittum okkur svolítið að því að stoppa ákveðna leikmenn og það gekk mjög vel. Þær opnuðu okkur ekki oft og fengu ekki mörg góð færi.“ Hann segist hafa fengið stuðning víða að úr Breiðabliks, meðal annars frá þjálfurum karlaliðs félagsins. „Við unnum þetta saman. Við fengum Pál Einarsson inn, Úlli [Úlfar Hinriksson] hefur verið í þessu og Óli [Ólafur Pétursson]. Við fengum meira að segja aðstoð frá Óskari [Hrafni Þorvaldssyni] og Halldóri [Árnasyni]. Við reyndum að nýta alla í kringum okkur,“ sagði Vilhjálmur. Með sigrinum í dag framlengdu Blikar tímabilið um þrjá mánuði. Vilhjálmur hefur þó áhyggjur af því hversu þunnur hópur Breiðabliks er en til marks um það voru aðeins þrír leikmenn á bekknum í dag. „Það er ekki annað hægt en að lítast vel á þette. En við erum með ansi rýran hóp sem er áhyggjuefni. Við vorum að vonast til að geta fengið þessa leikmenn sem fóru út í einhverja leiki en fyrstu svörin eru að það gangi ekki upp,“ sagði Vilhjálmur að lokum. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
„Þetta var flott, við vorum vel gíraðar og baráttan góð. Mér fannst við pínu stressaðar með boltann í fyrri hálfleik en það er hluti þess að spila svona stóran leik þar sem svona mikið er undir. En í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Helenu Ólafsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leikinn á Kópavogsvelli. Gríðarlega mikið var undir í leiknum í dag, ekki bara sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar heldur einnig háar fjárhæðir. „Þetta er stór leikur og mikið í kringum þetta. En þetta var virkilega flottur sigur hjá stelpunum. Við erum með betra lið, maður sá það, en þarf að klára þetta. Þær eru með nokkra góða leikmenn en þær náðu sér ekki á strik í dag og spiluðu betur í heimaleiknum,“ sagði Vilhjálmur. „Við einbeittum okkur svolítið að því að stoppa ákveðna leikmenn og það gekk mjög vel. Þær opnuðu okkur ekki oft og fengu ekki mörg góð færi.“ Hann segist hafa fengið stuðning víða að úr Breiðabliks, meðal annars frá þjálfurum karlaliðs félagsins. „Við unnum þetta saman. Við fengum Pál Einarsson inn, Úlli [Úlfar Hinriksson] hefur verið í þessu og Óli [Ólafur Pétursson]. Við fengum meira að segja aðstoð frá Óskari [Hrafni Þorvaldssyni] og Halldóri [Árnasyni]. Við reyndum að nýta alla í kringum okkur,“ sagði Vilhjálmur. Með sigrinum í dag framlengdu Blikar tímabilið um þrjá mánuði. Vilhjálmur hefur þó áhyggjur af því hversu þunnur hópur Breiðabliks er en til marks um það voru aðeins þrír leikmenn á bekknum í dag. „Það er ekki annað hægt en að lítast vel á þette. En við erum með ansi rýran hóp sem er áhyggjuefni. Við vorum að vonast til að geta fengið þessa leikmenn sem fóru út í einhverja leiki en fyrstu svörin eru að það gangi ekki upp,“ sagði Vilhjálmur að lokum.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47
Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00