Óljóst hvernig fólk í sóttkví og einangrun fær að kjósa Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2021 16:18 Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Ekki er búið að útfæra hvernig fólki í sóttkví og einangrun verður gert kleift að kjósa í komandi alþingiskosningum. Til stendur að sérstök Covid-kosning hefjist fimm dögum fyrir kjördag sem fer fram 25. september. „Þetta liggur ekki alveg fyrir og allir sýslumenn eru að vinna í þessu með dómsmálaráðuneytinu. Þetta er bara allt á fullri ferð,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Von er á reglugerð á næstu dögum sem útlistar hvernig sá hluti kosningarinnar fer fram. Annars vegar um er að ræða sérstaka kosningu fyrir fólk í sóttkví og hins vegar svokallaða Covid-kosningu fyrir einstaklinga með staðfesta sýkingu. Líklega með svipuðu sniði og í fyrra Venju samkvæmt geta þeir sem eru fastir heima sótt um að fá að kjósa í heimahúsi en áhersla verður lögð á að fólk í einangrun greiði atkvæði með öðrum hætti. „Við munum reyna að hafa það þannig að það verði sem minnst um heimakosningu en það verði útbúin aðstaða fyrir þá sem eru í sóttkví og einangrun að kjósa,“ segir Sigríður. Verður fyrirkomulagið líklega með svipuðu sniði og í forsetakosningunum í fyrra þegar fólk gat greitt atkvæði á bílaplani við skrifstofur sýslumanns án þess að fara út úr bifreiðum sínum. Sigríður segir að þó sé enn verið að vinna að útfærslu aðstöðunnar og það komi til með að skýrast þegar reglugerðin verði birt. Þó sé ólíklegt að fólk í sóttkví og einangrun þurfi að sækja sérstaklega um að fá að kjósa úr bifreið sinni. „Það er verið að vinna að reglugerðinni og reyna að hnýta alla lausa enda. Ég á fastlega von á því að þeirri vinnu verði lokið í lok þessarar viku eða byrjun næstu,“ segir Sigríður. Fleiri kosið utan kjörfundar en áður Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir hjá sýslumannsembættum frá 13. ágúst og hafa nú fleiri kosið utan kjörfundar en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar árið 2017. 23. ágúst voru svo opnir kjörstaðir í Smáralind og Kringlunni sem eru opnir frá 10 til 22 alla daga. Sigríður segir að ákveðið hafi verið að lengja opnunartímann þetta árið í ljósi faraldursins og reyna að dreifa álaginu. Það hafi tekist vel og engar biðraðir myndast við kjörstaðina. Þó finni starfsmenn fyrir aukningu eftir því sem nær dregur kjördegi. Framboðsfrestur rennur út í hádeginu á morgun og eftir yfirferð landskjörstjórnar liggur endanlega fyrir hverjir eru í framboði. Sigríður reiknar með því að kjörsókn aukist enn frekar í kjölfarið. Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. 18. ágúst 2021 12:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
„Þetta liggur ekki alveg fyrir og allir sýslumenn eru að vinna í þessu með dómsmálaráðuneytinu. Þetta er bara allt á fullri ferð,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Von er á reglugerð á næstu dögum sem útlistar hvernig sá hluti kosningarinnar fer fram. Annars vegar um er að ræða sérstaka kosningu fyrir fólk í sóttkví og hins vegar svokallaða Covid-kosningu fyrir einstaklinga með staðfesta sýkingu. Líklega með svipuðu sniði og í fyrra Venju samkvæmt geta þeir sem eru fastir heima sótt um að fá að kjósa í heimahúsi en áhersla verður lögð á að fólk í einangrun greiði atkvæði með öðrum hætti. „Við munum reyna að hafa það þannig að það verði sem minnst um heimakosningu en það verði útbúin aðstaða fyrir þá sem eru í sóttkví og einangrun að kjósa,“ segir Sigríður. Verður fyrirkomulagið líklega með svipuðu sniði og í forsetakosningunum í fyrra þegar fólk gat greitt atkvæði á bílaplani við skrifstofur sýslumanns án þess að fara út úr bifreiðum sínum. Sigríður segir að þó sé enn verið að vinna að útfærslu aðstöðunnar og það komi til með að skýrast þegar reglugerðin verði birt. Þó sé ólíklegt að fólk í sóttkví og einangrun þurfi að sækja sérstaklega um að fá að kjósa úr bifreið sinni. „Það er verið að vinna að reglugerðinni og reyna að hnýta alla lausa enda. Ég á fastlega von á því að þeirri vinnu verði lokið í lok þessarar viku eða byrjun næstu,“ segir Sigríður. Fleiri kosið utan kjörfundar en áður Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir hjá sýslumannsembættum frá 13. ágúst og hafa nú fleiri kosið utan kjörfundar en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar árið 2017. 23. ágúst voru svo opnir kjörstaðir í Smáralind og Kringlunni sem eru opnir frá 10 til 22 alla daga. Sigríður segir að ákveðið hafi verið að lengja opnunartímann þetta árið í ljósi faraldursins og reyna að dreifa álaginu. Það hafi tekist vel og engar biðraðir myndast við kjörstaðina. Þó finni starfsmenn fyrir aukningu eftir því sem nær dregur kjördegi. Framboðsfrestur rennur út í hádeginu á morgun og eftir yfirferð landskjörstjórnar liggur endanlega fyrir hverjir eru í framboði. Sigríður reiknar með því að kjörsókn aukist enn frekar í kjölfarið.
Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. 18. ágúst 2021 12:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. 18. ágúst 2021 12:42