Þykir leitt að hafa gleymt sér á hárgreiðslustofunni Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2021 11:55 Áslaug Arna birti mynd af sér í klippingu, án grímu, og uppskar gagnrýni vegna grímuleysis. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa gleymt sér þegar hún fór í klippingu á mánudag án þess að bera sóttvarnagrímu. Hún birti mynd af sér í klippingunni á Story á Instagram en slíkar myndir hverfa eftir sólarhring. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Áslaug Arna að henni þyki leiðinlegt að hafa gleymt sér með þessum hætti og það væri ekki til fyrirmyndar. „Ég sat þarna með kaffibolla í klippingu hjá vinkonu minni sem ég á oft grímulaus samskipti við,“ segir Áslaug Arna. Hér má sjá gagnrýni annars hársnyrtis sem spurði hvort reglur um grímuskyldu giltu ekki um alla. Vinkona hennar sé bæði búin að fá Covid 19 og bólusetningu. En vinkonan er einnig grímulaus á umræddri mynd sem greinilega er tekin á hársnyrtistofu. Áslaug Arna segist ekki hafa gert kröfu um að hún bæri grímu vegna þess að hún væri bólusett og búin að fá covid 19. Annar hársnyrtir birti myndina af Áslaugu Örnu og gagnrýnir dómsmálaráðherra og spyr hvort aðrar reglur gildi fyrir ráðherra. Á Covid.is segir um grímuskyldu: Andlitsgrímur skal nota þar sem ekki er unnt að tryggja 1 metra nálægðarmörk svo sem í heilbrigðisþjónustu, verslunum, söfnum, innanlandsflugi og ferjum, almenningssamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum, í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi. Andlitsgríma skal hylja nef og munn. Víst er að margur hársnyrtirinn er orðinn þreyttur á að bera grímu daginn út og inn. Meðal þeirra er Egill Einarsson sem skilur ekkert í því að þurfa að vera með grímu allan daginn en fara svo eftir vinnu á barinn, í Bónus og ræktina þar sem enginn þurfi að vera með grímu. Hvaða leikrit er þetta? spyr Egill á Twitter. Ég stend allan daginn með grímu i andlitinu fer svo eftir vinnu á barinn grímulaus ásamt 200 öðrum i litlu rými, fer grímulaus i Bónus og ræktina.Nei ég er ekki skurðlæknir. Ég er hársnyrtir. Hvaða leikrit er þetta?— Egill Einarsson (@einarsson_egill) September 3, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira
Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Áslaug Arna að henni þyki leiðinlegt að hafa gleymt sér með þessum hætti og það væri ekki til fyrirmyndar. „Ég sat þarna með kaffibolla í klippingu hjá vinkonu minni sem ég á oft grímulaus samskipti við,“ segir Áslaug Arna. Hér má sjá gagnrýni annars hársnyrtis sem spurði hvort reglur um grímuskyldu giltu ekki um alla. Vinkona hennar sé bæði búin að fá Covid 19 og bólusetningu. En vinkonan er einnig grímulaus á umræddri mynd sem greinilega er tekin á hársnyrtistofu. Áslaug Arna segist ekki hafa gert kröfu um að hún bæri grímu vegna þess að hún væri bólusett og búin að fá covid 19. Annar hársnyrtir birti myndina af Áslaugu Örnu og gagnrýnir dómsmálaráðherra og spyr hvort aðrar reglur gildi fyrir ráðherra. Á Covid.is segir um grímuskyldu: Andlitsgrímur skal nota þar sem ekki er unnt að tryggja 1 metra nálægðarmörk svo sem í heilbrigðisþjónustu, verslunum, söfnum, innanlandsflugi og ferjum, almenningssamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum, í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi. Andlitsgríma skal hylja nef og munn. Víst er að margur hársnyrtirinn er orðinn þreyttur á að bera grímu daginn út og inn. Meðal þeirra er Egill Einarsson sem skilur ekkert í því að þurfa að vera með grímu allan daginn en fara svo eftir vinnu á barinn, í Bónus og ræktina þar sem enginn þurfi að vera með grímu. Hvaða leikrit er þetta? spyr Egill á Twitter. Ég stend allan daginn með grímu i andlitinu fer svo eftir vinnu á barinn grímulaus ásamt 200 öðrum i litlu rými, fer grímulaus i Bónus og ræktina.Nei ég er ekki skurðlæknir. Ég er hársnyrtir. Hvaða leikrit er þetta?— Egill Einarsson (@einarsson_egill) September 3, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira