Búið ykkur undir grænar bólur Gísli Rafn Ólafsson skrifar 8. september 2021 12:00 Kjósendur þurfa að búa sig undir eitt. Næsta mánuðinn verður svo oft minnst á „græna innviði“ að þeir fá sjálfir grænar bólur. En hvað eru grænir innviðir? Einhvers konar innra starf í Framsóknarflokknum? Grænir innviðir eru tiltölulega nýtt hugtak og hefur því enga eina viðurkennda skilgreiningu sem hægt er að styðjast við. Grænir innviðir fela þó í sér lausnir á vandamálum sem varða umhverfi, samfélag og efnahag. Á tímum loftslagsbreytinga eru grænir innviðir nefnilega lykillinn að lausnum sem taka tillit til allra þessara þátta. Markmið með uppbyggingu slíkra innviða er að byggja upp sjálfbært samfélag um allt land og - „um allt land“ er lykilatriði. Á Íslandi býr fjárfesting í grænum innviðum til tækifæri fyrir sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik. Í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapa störf á eigin forsendum. Aukin tækni- og alþjóðavæðing hefur líka gert það að verkum að staðsetning starfa skiptir sífellt minna máli og sú þróun mun bara halda áfram. Grænir innviðir mega ekki stangast á við þróunina heldur þurfa þeir að halda í við hana. Þú átt að geta starfað í Kísildalnum en búið á Kópaskeri. Fjölbreytt störf í heilnæmu umhverfi Fyrsta skrefið er að ljúka ljósleiðaravæðingu allra byggðakjarna landsins og tryggja örugg fjarskipti á ferð um landið. Sú uppbygging er forsenda þess að sveitarfélög í dreifbýli nái að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem vilja búa í rólegu umhverfi, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspilltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem þú getur sinnt fjölbreyttum störfum, þökk sé góðum innviðum. En ljósleiðarinn er ekki eini græni innviðurinn sem þarf að fjárfesta í. Tryggt aðgengi að þriggja fasa umhverfisvænni raforku, óháð veðurfari og staðsetningu er einnig lykill að bæði atvinnu- og búsetuöryggi. Fjárfesta þarf í öruggara dreifikerfi sem ekki tekur marga daga eða vikur að laga eftir vetrarhörkur. Með auknum öfgum í veðurfari megum við alveg búast við tíðari stormum og innviðirnir okkar þurfa að vera undir það búnir. Við þurfum einnig að fjárfesta í skilvirkum og umhverfisvænum samgöngum með öflugri og fullfjármagnaðri samgönguáætlun þar sem almenningssamgöngur og virkir ferðamátar eru skilgreindar sem hluti af grunnneti samgangna. Sem hluti af þeirri fjárfestingu þarf að styðja við bindingu og föngun gróðurhúsalofttegunda og stórátak í orkuskiptum, sér í lagi í fiskiskipaflotanum og vöruflutningum. Að lokum þarf að fjárfesta í umhverfisvænni uppfærslu í frárennslis-, endurvinnslu- og sorpmálum um allt land í samvinnu við sveitarfélögin. Án þeirrar fjárfestingar munum við ansi fljótt missa stimpilinn „hreinasta land í heimi“ - og sá stimpill verður verðmætari með hverju árinu. Tilvalinn tímapunktur En það er auðvelt að tala um fjárfestingar í grænum innviðum, en stjórnmálamönnum virðist erfiðara að finna fjármagn til þessara mikilvægu aðgerða. Þar er mikilvægt að hafa í huga að fjárfestingar ríkisstjórna í grænum innviðum njóta einstaklega góðra viðskiptakjara um þessar mundir, þegar vaxtastig er mjög lágt og aðgengi að fjármunum til uppbyggingar eftir heimsfaraldur er á hverju strái. Að sama skapi helst þessi uppbygging í hendur við aðrar aðgerðir í loftslagsmálum. Það þarf að innleiða efnahagslega hvata, jákvæða og neikvæða, sem ýta undir grænvæðinguna. Færa ábyrgðina þangað sem hún á heima: Láta raunverulega mengunarvalda borga og nýta þá fjármuni síðan til að byggja upp græna innviði fyrir fólk um allt land. Ef okkur er raunverulega annt um að skapa land tækifæranna og að vera ábyrg í loftslagsmálum þá er þetta algjörlega borðleggjandi fjárfesting, sem mun skila sér margfalt til baka. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé ekki aðeins borðleggjandi mál heldur nauðsynlegt, við verðum að ráðast í þessar framkvæmdir á einhverjum tímapunkti - og rétti tímapunkturinn er einmitt núna! Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Sjá meira
Kjósendur þurfa að búa sig undir eitt. Næsta mánuðinn verður svo oft minnst á „græna innviði“ að þeir fá sjálfir grænar bólur. En hvað eru grænir innviðir? Einhvers konar innra starf í Framsóknarflokknum? Grænir innviðir eru tiltölulega nýtt hugtak og hefur því enga eina viðurkennda skilgreiningu sem hægt er að styðjast við. Grænir innviðir fela þó í sér lausnir á vandamálum sem varða umhverfi, samfélag og efnahag. Á tímum loftslagsbreytinga eru grænir innviðir nefnilega lykillinn að lausnum sem taka tillit til allra þessara þátta. Markmið með uppbyggingu slíkra innviða er að byggja upp sjálfbært samfélag um allt land og - „um allt land“ er lykilatriði. Á Íslandi býr fjárfesting í grænum innviðum til tækifæri fyrir sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik. Í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapa störf á eigin forsendum. Aukin tækni- og alþjóðavæðing hefur líka gert það að verkum að staðsetning starfa skiptir sífellt minna máli og sú þróun mun bara halda áfram. Grænir innviðir mega ekki stangast á við þróunina heldur þurfa þeir að halda í við hana. Þú átt að geta starfað í Kísildalnum en búið á Kópaskeri. Fjölbreytt störf í heilnæmu umhverfi Fyrsta skrefið er að ljúka ljósleiðaravæðingu allra byggðakjarna landsins og tryggja örugg fjarskipti á ferð um landið. Sú uppbygging er forsenda þess að sveitarfélög í dreifbýli nái að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem vilja búa í rólegu umhverfi, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspilltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem þú getur sinnt fjölbreyttum störfum, þökk sé góðum innviðum. En ljósleiðarinn er ekki eini græni innviðurinn sem þarf að fjárfesta í. Tryggt aðgengi að þriggja fasa umhverfisvænni raforku, óháð veðurfari og staðsetningu er einnig lykill að bæði atvinnu- og búsetuöryggi. Fjárfesta þarf í öruggara dreifikerfi sem ekki tekur marga daga eða vikur að laga eftir vetrarhörkur. Með auknum öfgum í veðurfari megum við alveg búast við tíðari stormum og innviðirnir okkar þurfa að vera undir það búnir. Við þurfum einnig að fjárfesta í skilvirkum og umhverfisvænum samgöngum með öflugri og fullfjármagnaðri samgönguáætlun þar sem almenningssamgöngur og virkir ferðamátar eru skilgreindar sem hluti af grunnneti samgangna. Sem hluti af þeirri fjárfestingu þarf að styðja við bindingu og föngun gróðurhúsalofttegunda og stórátak í orkuskiptum, sér í lagi í fiskiskipaflotanum og vöruflutningum. Að lokum þarf að fjárfesta í umhverfisvænni uppfærslu í frárennslis-, endurvinnslu- og sorpmálum um allt land í samvinnu við sveitarfélögin. Án þeirrar fjárfestingar munum við ansi fljótt missa stimpilinn „hreinasta land í heimi“ - og sá stimpill verður verðmætari með hverju árinu. Tilvalinn tímapunktur En það er auðvelt að tala um fjárfestingar í grænum innviðum, en stjórnmálamönnum virðist erfiðara að finna fjármagn til þessara mikilvægu aðgerða. Þar er mikilvægt að hafa í huga að fjárfestingar ríkisstjórna í grænum innviðum njóta einstaklega góðra viðskiptakjara um þessar mundir, þegar vaxtastig er mjög lágt og aðgengi að fjármunum til uppbyggingar eftir heimsfaraldur er á hverju strái. Að sama skapi helst þessi uppbygging í hendur við aðrar aðgerðir í loftslagsmálum. Það þarf að innleiða efnahagslega hvata, jákvæða og neikvæða, sem ýta undir grænvæðinguna. Færa ábyrgðina þangað sem hún á heima: Láta raunverulega mengunarvalda borga og nýta þá fjármuni síðan til að byggja upp græna innviði fyrir fólk um allt land. Ef okkur er raunverulega annt um að skapa land tækifæranna og að vera ábyrg í loftslagsmálum þá er þetta algjörlega borðleggjandi fjárfesting, sem mun skila sér margfalt til baka. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé ekki aðeins borðleggjandi mál heldur nauðsynlegt, við verðum að ráðast í þessar framkvæmdir á einhverjum tímapunkti - og rétti tímapunkturinn er einmitt núna! Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun