Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2021 19:21 Svandís Svavarsdóttir segir stöðuna á Landspítala góða og tilefni til að skoða afléttingar aðgerða. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. Ríkisstjórnin ræddi meðal annars um framhald sóttvarnaaðgerða á fundi sínum í dag. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur gætt nokkurrar óþreyju varðandi afnám sóttvarnatakmarkana og í síðustu viku tók samgönguráðherra undir með ráðherrum Sjálfstæðisflokks í þeim efnum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir sóttvarnamálin alla tíð hafa verið afgreidd með samtali í ríkisstjórn. Heilbrigðisráðherra láti ekki undan þrýstingi.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins þó ekki hafa þrýst á heilbigðisráðherra. „Við höfum alltaf talað skýrt og hún líka. Það samtal hefur heilt yfir gengið ágætlega. Ég held að heilbrigðisráðherra láti almennt ekkert mikið undan þrýstingi frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Þetta hefur verið samtal í gegnum alla þessa mánuði,“ segir Þórdís Kolbrún. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsláráðherra tekur í sama streng. Hún vonar að takmörkunum verði létt áður en núgildandi reglur falla úr gildi hinn 17. september. Dómsmálaráðherra segir tíma til kominn að landsmenn lifi með kórónuveirunni en haldi áfram að verja viðkvæma hópa.Vísir/Vilhelm „Ég bind vonir við það miðað við stöðuna á Landspítalanum. Hún er ansi góð og það sýnir sig auðvitað hvað bólusetningarnar eru að virka vel hér á landi,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi. Og það var að heyra á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að það sé einmitt staðan. „Þetta gengur vel. Þetta lítur mjög vel út, þróun faraldursins, og þessi bylgja er á öruggri niðurleið.“ Yngra fólk en áður sé að smitast og þar með væri álagið á Landspítalann minna en verið hefði. „Ég held að það liggi alveg fyrir að forsendurnar eru fyrir hendi til að ráðast í tilslakanir. Ég hef ekki enn fengið minnisblað frá Þórólfi en ég á von á því á næstu dögum og þá sjáum við hver verða næstu skref. Þannig að ég held að við séum alveg augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verði partur af okkar daglega lífi,“ segir Svandís. Þó þurfi að passa að fara ekki eins bratt af stað og um mánaðamótin júní-júlí þegar allt var opnað. Var ríkisstjórnin kannski of borubrött í sumar þegar létt var á aðgerðum? „Jú, við vorum það. Við vorum mjög hress en við höfðum líka ástæðu til. Við höfðum í raun allar forsendur til að aflétta. Eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að Delta afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Ríkisstjórnin ræddi meðal annars um framhald sóttvarnaaðgerða á fundi sínum í dag. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur gætt nokkurrar óþreyju varðandi afnám sóttvarnatakmarkana og í síðustu viku tók samgönguráðherra undir með ráðherrum Sjálfstæðisflokks í þeim efnum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir sóttvarnamálin alla tíð hafa verið afgreidd með samtali í ríkisstjórn. Heilbrigðisráðherra láti ekki undan þrýstingi.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins þó ekki hafa þrýst á heilbigðisráðherra. „Við höfum alltaf talað skýrt og hún líka. Það samtal hefur heilt yfir gengið ágætlega. Ég held að heilbrigðisráðherra láti almennt ekkert mikið undan þrýstingi frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Þetta hefur verið samtal í gegnum alla þessa mánuði,“ segir Þórdís Kolbrún. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsláráðherra tekur í sama streng. Hún vonar að takmörkunum verði létt áður en núgildandi reglur falla úr gildi hinn 17. september. Dómsmálaráðherra segir tíma til kominn að landsmenn lifi með kórónuveirunni en haldi áfram að verja viðkvæma hópa.Vísir/Vilhelm „Ég bind vonir við það miðað við stöðuna á Landspítalanum. Hún er ansi góð og það sýnir sig auðvitað hvað bólusetningarnar eru að virka vel hér á landi,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi. Og það var að heyra á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að það sé einmitt staðan. „Þetta gengur vel. Þetta lítur mjög vel út, þróun faraldursins, og þessi bylgja er á öruggri niðurleið.“ Yngra fólk en áður sé að smitast og þar með væri álagið á Landspítalann minna en verið hefði. „Ég held að það liggi alveg fyrir að forsendurnar eru fyrir hendi til að ráðast í tilslakanir. Ég hef ekki enn fengið minnisblað frá Þórólfi en ég á von á því á næstu dögum og þá sjáum við hver verða næstu skref. Þannig að ég held að við séum alveg augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verði partur af okkar daglega lífi,“ segir Svandís. Þó þurfi að passa að fara ekki eins bratt af stað og um mánaðamótin júní-júlí þegar allt var opnað. Var ríkisstjórnin kannski of borubrött í sumar þegar létt var á aðgerðum? „Jú, við vorum það. Við vorum mjög hress en við höfðum líka ástæðu til. Við höfðum í raun allar forsendur til að aflétta. Eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að Delta afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira