Leikmenn kallaðir nauðgarar á göngu fyrir leik Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2021 19:26 Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins hafi verið kallaðir „nauðgarar“ á gönguferð sinni í morgun í aðdraganda leiksins við Norður-Makedóníu. Slíkt sé erfitt að þola fyrir unga leikmenn og hafi haft áhrif á spennustig þeirra í leiknum. Sögur af meintum ofbeldisverkum landsliðsmanna, sem ekki eru í íslenska landsliðshópnum nú, hafa varpað skugga á íslenska karlalandsliðið í fótbolta í kringum leikina þrjá sem liðið spilar nú í undankeppni HM. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í kvöld, eftir 2-0 tap gegn Rúmeníu á fimmtudag, en törninni lýkur með leik við Þýskaland á miðvikudaginn. Íslenska liðið átti mjög slakan leik í kvöld, vel fram í seinni hálfleik. Arnar segir að spennustig varamanna sem komu inn á hafi verið rétt stillt en það sama virðist ekki hafa gilt um þá sem hófu leikinn, og að mati Arnars var göngutúrinn fyrr í dag meðal þess sem hafði áhrif á það: „Við erum ekki búnir að gleyma þessum fyrstu 64 mínútum, þær voru erfiðar fyrir alla,“ sagði Arnar eftir að hafa talað vel um lokakafla Íslands í leiknum. „Það var ekki tempó, menn ekki að fylla í svæði, ekki að spila vel fram á við og ekki að finna samherja. Hluti af því er ákveðið spennustig, við Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] tökum það á okkur,“ sagði Arnar. „Til að setja hlutina í samhengi varðandi spennustig… Eitt dæmi um hversu erfitt þetta er; að tengja og finna orkuna og þorið og finna stuðninginn og í raun búa til stuðninginn fyrir liðið: Íslenska karlalandsliðið er í göngutúr á leikdegi á heimavelli í Reykjavík og þeir þurfa að sitja undir því að kallað sé á þá: „Nauðgarar! Nauðgarar!“ Ungir drengir og fjölskyldumenn. Þetta er erfitt fyrir marga þessara stráka,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ekki misskilja mig, ég er ekki að henda þessari frammistöðu á þetta. Eina sem ég er að segja, er að við verðum sem samfélag að byrja að taka á þessum málum. Við erum ekki að vinna þetta saman, við erum að öskra á hvert annað,“ sagði Arnar og ítrekaði að sér þættu þeir 18-19 ára drengir sem nú eru að stíga fyrstu skref í landsliðinu ættu ekki að þurfa að þola svona köll. Arnar vildi ekki ræða málið frekar né frá hverjum köllin hefðu komið. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Norður-Makedónía 2-2 | Vöknuðu til lífsins og Andri bjargaði stigi Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. 5. september 2021 17:48 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira
Sögur af meintum ofbeldisverkum landsliðsmanna, sem ekki eru í íslenska landsliðshópnum nú, hafa varpað skugga á íslenska karlalandsliðið í fótbolta í kringum leikina þrjá sem liðið spilar nú í undankeppni HM. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í kvöld, eftir 2-0 tap gegn Rúmeníu á fimmtudag, en törninni lýkur með leik við Þýskaland á miðvikudaginn. Íslenska liðið átti mjög slakan leik í kvöld, vel fram í seinni hálfleik. Arnar segir að spennustig varamanna sem komu inn á hafi verið rétt stillt en það sama virðist ekki hafa gilt um þá sem hófu leikinn, og að mati Arnars var göngutúrinn fyrr í dag meðal þess sem hafði áhrif á það: „Við erum ekki búnir að gleyma þessum fyrstu 64 mínútum, þær voru erfiðar fyrir alla,“ sagði Arnar eftir að hafa talað vel um lokakafla Íslands í leiknum. „Það var ekki tempó, menn ekki að fylla í svæði, ekki að spila vel fram á við og ekki að finna samherja. Hluti af því er ákveðið spennustig, við Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] tökum það á okkur,“ sagði Arnar. „Til að setja hlutina í samhengi varðandi spennustig… Eitt dæmi um hversu erfitt þetta er; að tengja og finna orkuna og þorið og finna stuðninginn og í raun búa til stuðninginn fyrir liðið: Íslenska karlalandsliðið er í göngutúr á leikdegi á heimavelli í Reykjavík og þeir þurfa að sitja undir því að kallað sé á þá: „Nauðgarar! Nauðgarar!“ Ungir drengir og fjölskyldumenn. Þetta er erfitt fyrir marga þessara stráka,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ekki misskilja mig, ég er ekki að henda þessari frammistöðu á þetta. Eina sem ég er að segja, er að við verðum sem samfélag að byrja að taka á þessum málum. Við erum ekki að vinna þetta saman, við erum að öskra á hvert annað,“ sagði Arnar og ítrekaði að sér þættu þeir 18-19 ára drengir sem nú eru að stíga fyrstu skref í landsliðinu ættu ekki að þurfa að þola svona köll. Arnar vildi ekki ræða málið frekar né frá hverjum köllin hefðu komið.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Norður-Makedónía 2-2 | Vöknuðu til lífsins og Andri bjargaði stigi Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. 5. september 2021 17:48 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Norður-Makedónía 2-2 | Vöknuðu til lífsins og Andri bjargaði stigi Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. 5. september 2021 17:48