Vilja koma böndum á notkun ormalyfs gegn Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2021 13:30 Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að í ágúst hafi um 88 þúsund lyfseðlar verið veittir fyrir ivermectin á viku. Það sé tuttugu og fjórum sinnum fleiri lyfseðlar en eðlilegt teljist. Getty/Soumyabrata Roy Heilbrigðissérfræðingar og hópar heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum verja þessa dagana miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir notkun gamals ormalyfs gegn Covid-19. Varað er við því að notkun lyfsins geti valdið skaðlegum hliðarverkunum og lítið sé um sönnunargögn um að lyfið hjálpi raunverulega gegn veirunni. Embættismenn í bandaríkjunum hafa orðið varir við mikla aukningu í notkun lyfsins Ivermectin í sumar. Þar er um að ræða ódýrt lyf sem hefur verið til í áratugi og er notað gegn hringormum og öðrum sníkjudýrum í húsdýrum og jafnvel mönnum. Samhliða mikilli notkun hefur tilkynningum um að fólk hafi tekið of stóra skammta af lyfinu fjölgað einnig. Þá hafa borist fregnir af því að fólk hafi verið að kaupa sérstaka útgáfu lyfsins sem ætluð er gæludýrum í massavís í gæludýrabúðum. Sjá einnig: Vara við inntöku húðkrems gegn Covid-19 Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að í ágúst hafi um 88 þúsund lyfseðlar verið veittir fyrir ivermectin á viku. Það sé tuttugu og fjórum sinnum fleiri lyfseðlar en eðlilegt teljist. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur varað sérstaklega við notkun Ivermectin gegn Covid-19. Áhrifamiklir íhaldsmenn vestanhafs hafa ýtt undir notkun lyfsins. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa meðal annars hvatt fólk til að nota lyfið gegn kórónuveirunni. Bæði til að koma í veg fyrir smit og til að draga úr einkennum þeirra sem hafa smitast. Þessar ráðleggingar hafa verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og náð til milljóna Bandaríkjamanna sem vilja ekki láta bólusetja sig. Sjá einnig: Innflutningur á ivermectin tífaldast í Ástralíu og fleiri neita að svara um notkun þess Stærstu samtök heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna og lyfjafræðinga vöruðu við því að fólk fengi lyfseðla fyrir lyfinu. Alfarið óljóst væri hvort þau gerðu yfir höfuð gagn gegn kórónuveirunni. Hingað til hafa niðurstöður nokkurra rannsókna gefið í skyn að lyfið hjálpi gegn Covid-19. AP fréttaveitan segir þær þó takmarkaðar og útlit fyrir að gífurlega mikið magn af lyfinu þurfi svo það hjálpi. Mun meira en hollt teljist fyrir menn. Nokkrar umfangsmiklar rannsóknir eru yfirstandandi sem eiga að varpa betra ljósi á virkni ormalyfsins gegn Covid-19 á næstunni. Delta-afbrigði kórónuveirunnar herjar hún af miklum krafti á Bandaríkin og þá helst á óbólusetta. Í byrjun júlí voru rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn að deyja á degi hverjum vegna Covid-19. Sú tala er nú komin í um 1.500. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Embættismenn í bandaríkjunum hafa orðið varir við mikla aukningu í notkun lyfsins Ivermectin í sumar. Þar er um að ræða ódýrt lyf sem hefur verið til í áratugi og er notað gegn hringormum og öðrum sníkjudýrum í húsdýrum og jafnvel mönnum. Samhliða mikilli notkun hefur tilkynningum um að fólk hafi tekið of stóra skammta af lyfinu fjölgað einnig. Þá hafa borist fregnir af því að fólk hafi verið að kaupa sérstaka útgáfu lyfsins sem ætluð er gæludýrum í massavís í gæludýrabúðum. Sjá einnig: Vara við inntöku húðkrems gegn Covid-19 Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að í ágúst hafi um 88 þúsund lyfseðlar verið veittir fyrir ivermectin á viku. Það sé tuttugu og fjórum sinnum fleiri lyfseðlar en eðlilegt teljist. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur varað sérstaklega við notkun Ivermectin gegn Covid-19. Áhrifamiklir íhaldsmenn vestanhafs hafa ýtt undir notkun lyfsins. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa meðal annars hvatt fólk til að nota lyfið gegn kórónuveirunni. Bæði til að koma í veg fyrir smit og til að draga úr einkennum þeirra sem hafa smitast. Þessar ráðleggingar hafa verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og náð til milljóna Bandaríkjamanna sem vilja ekki láta bólusetja sig. Sjá einnig: Innflutningur á ivermectin tífaldast í Ástralíu og fleiri neita að svara um notkun þess Stærstu samtök heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna og lyfjafræðinga vöruðu við því að fólk fengi lyfseðla fyrir lyfinu. Alfarið óljóst væri hvort þau gerðu yfir höfuð gagn gegn kórónuveirunni. Hingað til hafa niðurstöður nokkurra rannsókna gefið í skyn að lyfið hjálpi gegn Covid-19. AP fréttaveitan segir þær þó takmarkaðar og útlit fyrir að gífurlega mikið magn af lyfinu þurfi svo það hjálpi. Mun meira en hollt teljist fyrir menn. Nokkrar umfangsmiklar rannsóknir eru yfirstandandi sem eiga að varpa betra ljósi á virkni ormalyfsins gegn Covid-19 á næstunni. Delta-afbrigði kórónuveirunnar herjar hún af miklum krafti á Bandaríkin og þá helst á óbólusetta. Í byrjun júlí voru rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn að deyja á degi hverjum vegna Covid-19. Sú tala er nú komin í um 1.500.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent