Lögmaður Kolbeins segir réttargæslumann Jóhönnu hafa lagt til 300 þúsund krónur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2021 09:03 Kolbeinn Sigþórsson í umspilsleiknum gegn Rúmeníu síðasta haust. VÍSIR/VILHELM Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar segir að réttargæslumaður Jóhönnu Helgu Jensdóttur hafi lagt til að Kolbeinn greiddi Jóhönnu 300 þúsund krónur í miskabætur. Vísar hann til tölvupósts frá réttargæslumanninum hvað þetta varðar. Á endanum greiddi Kolbeinn sex milljónir króna samanlagt til tveggja kvenna og Stígamóta þótt sú fjárhæð hafi ekki verið í neinu samræmi við atvik málsins að mati lögmannsins. Það var haustið 2017 sem tvær konur kærðu Kolbein til lögreglu og sökuðu hann um kynferðisbrot og líkamsárás á skemmtistaðnum b5 í Bankastræti. Málinu lauk með því að Kolbeinn greiddi þeim vorið 2018 1,5 milljón króna, hvorri fyrir sig, í miskabætur og þrjár milljónir króna til Stígamóta. Hafnaði því að hafa beitt ofbeldi Kolbeinn hafnar því þó að hafa beitt konurnar ofbeldi eða áreitt en segir hegðun sína ekki hafa verið til fyrirmyndar. Hann hafi beðið konurnar afsökunar á hegðun sinni og fallist á kröfu þeirra um miskabætur. Konurnar lýsa því að hafa verið með áverka eftir árásina og sýndi Jóhanna myndir af marblettum á handlegg í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Þá hefur fréttastofa upplýsingar um að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hafi ekki verið með sýnilega áverka en bólgur aftan á hálsi. Hún hefur lýst því að Kolbeinn hafi tekið hana hálstaki en Jóhanna hvernig Kolbeinn hafi gripið harkalega í hana og dregið þannig að hún hafi verið mjög hrædd. Almar Möller og Hörður Felix Harðarson, lögmenn hjá Mörkinni lögmannsstofu, gættu hagsmuna Kolbeins í málinu á sínum tíma. Lögmenn Kolbeins svara fyrir sig Hörður Felix skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann gagnrýndi þá ákvörðun stjórnar KSÍ að setja Kolbein úr hópnum í síðustu viku. Þá velti hann upp hvort eðlilegt væri að Kolbeinn stæði frammi fyrir því að missa lífsviðurværi sitt og vera útskúfaður úr samfélaginu vegna atviks sem átti sér stað fyrir fjórum árum og hann hefði gert upp og beðist afsökunar á. Almar segir í tilkynningu til fréttastofu ekki rétt að Jóhanna og Þórhildur Gyða hafi fengið boð frá lögmanni um að skrifa undir þagnarskyldusamning gegn greiðslu 300 þúsund króna. Bæði Almar og Hörður neita að hafa lagt nokkuð slíkt til. „Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 2. september sl. var viðtal við Jóhönnu Helgu Jensdóttur þar sem hún lýsti upplifun sinni af atviki sem varð haustið 2017 á milli hennar og Kolbeins Sigþórssonar á skemmtistaðnum B5. Í viðtalinu staðhæfði Jóhanna að hún og Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefðu fengið boð frá lögmanni um að skrifa undir þagnarskyldusamning gegn greiðslu á 300.000 krónum,“ segir Almar. Réttargæslumaður skoðaði dómafordæmi Almar segist hafa komið fram fyrir hönd Kolbeins í þessum samskiptum og átti meðal annars samskipti við réttargæslumann Jóhönnu Helgu. Þann 3. apríl 2018 hafi honum borist svo hljóðandi tölvupóstur frá réttargæslumanninum: „Hún sagðist mögulega vera tilbúin að falla frá kærunni gegn greiðslu miskabóta, bað mig að skoða það og heyra í þér. Ég kíkti á dómafordæmi og fyrir brot gegn 209./217. hafa miskabæturnar verið í kringum 300 þús kall. Að teknu tilliti til þess geri ég eftirfarandi tillögu: Miskabætur: 300.000,- Lögmannskostnaður: 109.120,- (útkall (54þús) + 2 tímar (17þús)) ALLS: 409.120 Er þetta eitthvað sem þið gætuð mögulega fallist á?“ Almar vísar til þessa tölvupósts og segir staðhæfinguna um að lögmaður Kolbeins hafi boðið 300 þúsund króna miskabótagreiðslu því ranga. Segist aldrei hafa boðið þagnarskyldusamning „Þetta gekk ekki eftir. Niðurstaðan varð sú að Kolbeinn greiddi samtals sex milljónir króna sem sáttargreiðslu þótt sú fjárhæð væri í engu samræmi við atvik málsins,“ segir Almar. Þórhildur Gyða taldi í samtali við fréttastofu á dögunum að Hörður Felix Harðarson hefði líklega verið sá lögmaður sem fyrst var í samskiptum við hana og boðið fé gegn þagnarskyldu. Það hafi verið hennar skilningur á þeim tíma að hann væri ekki aðeins að vinna að málinu fyrir hönd Kolbeins heldur líka sambandið enda hafi hann boðið henni á fund með stjórnarmeðlimum KSÍ. „Það var okkar upplifun að hann væri á vegum KSÍ,“ sagði Þórhildur. Hörður Felix hafnar þessu. „Konan sem steig fram, og hefur farið mikinn í fjölmiðlum, lýsti því svo að lögmaður á vegum KSÍ hafi haft samband við hana og boðað hana til fundar með meðlimum stjórnar KSÍ til að ganga frá „þagnarskyldusamningi“. Vakti þetta mikla athygli enda án nokkurs vafa fréttnæmt ef einhver á vegum sambandsins hefði gegnt þessu hlutverki. Síðar kom fram hjá umræddri konu að undirritaður hafi að líkindum verið sá lögmaður sem í hlut átti. Í þessari frásögn er hins vegar ekki eitt sannleikskorn. Undirritaður átti aldrei í samskiptum við konuna, var ekki að vinna fyrir KSÍ í þessu máli, boðaði ekki til fundar með stjórnarmanni KSÍ og bauð henni ekki á nokkrum tímapunkti „þagnarskyldusamning“,“ sagði Hörður Felix í grein sinni í gær. Jóhanna sagði í viðtalinu á Stöð 2 á fimmtudag að hún ætlaði ekki að tjá sig frekar um málið. Hún hefði sagt allt sem hún ætlaði að segja og stæði með því. Réttargæslumaður Jóhönnu miðar samkvæmt því sem fram kemur í tölvupóstinum við greinar 209 og 217 í almennum hegningarlögum við mat sitt á miskabótum fyrir Jóhönnu. Fyrri greinin snýr að því að særa blygðunarsemi en sú síðari að vægari tegundum líkamsárása. Fréttin hefur verið uppfærð. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Gautaborg setur Kolbein til hliðar Kolbeinn Sigþórsson kemur ekkert nálægt aðalliði Gautaborgar á meðan rannsókn á máli hans stendur yfir. 3. september 2021 11:22 Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. 2. september 2021 18:43 Harmar það að Kolbeinn saki hana um lygar Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist harma það að Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, saki hana um lygar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stuttu. 1. september 2021 16:55 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Á endanum greiddi Kolbeinn sex milljónir króna samanlagt til tveggja kvenna og Stígamóta þótt sú fjárhæð hafi ekki verið í neinu samræmi við atvik málsins að mati lögmannsins. Það var haustið 2017 sem tvær konur kærðu Kolbein til lögreglu og sökuðu hann um kynferðisbrot og líkamsárás á skemmtistaðnum b5 í Bankastræti. Málinu lauk með því að Kolbeinn greiddi þeim vorið 2018 1,5 milljón króna, hvorri fyrir sig, í miskabætur og þrjár milljónir króna til Stígamóta. Hafnaði því að hafa beitt ofbeldi Kolbeinn hafnar því þó að hafa beitt konurnar ofbeldi eða áreitt en segir hegðun sína ekki hafa verið til fyrirmyndar. Hann hafi beðið konurnar afsökunar á hegðun sinni og fallist á kröfu þeirra um miskabætur. Konurnar lýsa því að hafa verið með áverka eftir árásina og sýndi Jóhanna myndir af marblettum á handlegg í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Þá hefur fréttastofa upplýsingar um að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hafi ekki verið með sýnilega áverka en bólgur aftan á hálsi. Hún hefur lýst því að Kolbeinn hafi tekið hana hálstaki en Jóhanna hvernig Kolbeinn hafi gripið harkalega í hana og dregið þannig að hún hafi verið mjög hrædd. Almar Möller og Hörður Felix Harðarson, lögmenn hjá Mörkinni lögmannsstofu, gættu hagsmuna Kolbeins í málinu á sínum tíma. Lögmenn Kolbeins svara fyrir sig Hörður Felix skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann gagnrýndi þá ákvörðun stjórnar KSÍ að setja Kolbein úr hópnum í síðustu viku. Þá velti hann upp hvort eðlilegt væri að Kolbeinn stæði frammi fyrir því að missa lífsviðurværi sitt og vera útskúfaður úr samfélaginu vegna atviks sem átti sér stað fyrir fjórum árum og hann hefði gert upp og beðist afsökunar á. Almar segir í tilkynningu til fréttastofu ekki rétt að Jóhanna og Þórhildur Gyða hafi fengið boð frá lögmanni um að skrifa undir þagnarskyldusamning gegn greiðslu 300 þúsund króna. Bæði Almar og Hörður neita að hafa lagt nokkuð slíkt til. „Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 2. september sl. var viðtal við Jóhönnu Helgu Jensdóttur þar sem hún lýsti upplifun sinni af atviki sem varð haustið 2017 á milli hennar og Kolbeins Sigþórssonar á skemmtistaðnum B5. Í viðtalinu staðhæfði Jóhanna að hún og Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefðu fengið boð frá lögmanni um að skrifa undir þagnarskyldusamning gegn greiðslu á 300.000 krónum,“ segir Almar. Réttargæslumaður skoðaði dómafordæmi Almar segist hafa komið fram fyrir hönd Kolbeins í þessum samskiptum og átti meðal annars samskipti við réttargæslumann Jóhönnu Helgu. Þann 3. apríl 2018 hafi honum borist svo hljóðandi tölvupóstur frá réttargæslumanninum: „Hún sagðist mögulega vera tilbúin að falla frá kærunni gegn greiðslu miskabóta, bað mig að skoða það og heyra í þér. Ég kíkti á dómafordæmi og fyrir brot gegn 209./217. hafa miskabæturnar verið í kringum 300 þús kall. Að teknu tilliti til þess geri ég eftirfarandi tillögu: Miskabætur: 300.000,- Lögmannskostnaður: 109.120,- (útkall (54þús) + 2 tímar (17þús)) ALLS: 409.120 Er þetta eitthvað sem þið gætuð mögulega fallist á?“ Almar vísar til þessa tölvupósts og segir staðhæfinguna um að lögmaður Kolbeins hafi boðið 300 þúsund króna miskabótagreiðslu því ranga. Segist aldrei hafa boðið þagnarskyldusamning „Þetta gekk ekki eftir. Niðurstaðan varð sú að Kolbeinn greiddi samtals sex milljónir króna sem sáttargreiðslu þótt sú fjárhæð væri í engu samræmi við atvik málsins,“ segir Almar. Þórhildur Gyða taldi í samtali við fréttastofu á dögunum að Hörður Felix Harðarson hefði líklega verið sá lögmaður sem fyrst var í samskiptum við hana og boðið fé gegn þagnarskyldu. Það hafi verið hennar skilningur á þeim tíma að hann væri ekki aðeins að vinna að málinu fyrir hönd Kolbeins heldur líka sambandið enda hafi hann boðið henni á fund með stjórnarmeðlimum KSÍ. „Það var okkar upplifun að hann væri á vegum KSÍ,“ sagði Þórhildur. Hörður Felix hafnar þessu. „Konan sem steig fram, og hefur farið mikinn í fjölmiðlum, lýsti því svo að lögmaður á vegum KSÍ hafi haft samband við hana og boðað hana til fundar með meðlimum stjórnar KSÍ til að ganga frá „þagnarskyldusamningi“. Vakti þetta mikla athygli enda án nokkurs vafa fréttnæmt ef einhver á vegum sambandsins hefði gegnt þessu hlutverki. Síðar kom fram hjá umræddri konu að undirritaður hafi að líkindum verið sá lögmaður sem í hlut átti. Í þessari frásögn er hins vegar ekki eitt sannleikskorn. Undirritaður átti aldrei í samskiptum við konuna, var ekki að vinna fyrir KSÍ í þessu máli, boðaði ekki til fundar með stjórnarmanni KSÍ og bauð henni ekki á nokkrum tímapunkti „þagnarskyldusamning“,“ sagði Hörður Felix í grein sinni í gær. Jóhanna sagði í viðtalinu á Stöð 2 á fimmtudag að hún ætlaði ekki að tjá sig frekar um málið. Hún hefði sagt allt sem hún ætlaði að segja og stæði með því. Réttargæslumaður Jóhönnu miðar samkvæmt því sem fram kemur í tölvupóstinum við greinar 209 og 217 í almennum hegningarlögum við mat sitt á miskabótum fyrir Jóhönnu. Fyrri greinin snýr að því að særa blygðunarsemi en sú síðari að vægari tegundum líkamsárása. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Gautaborg setur Kolbein til hliðar Kolbeinn Sigþórsson kemur ekkert nálægt aðalliði Gautaborgar á meðan rannsókn á máli hans stendur yfir. 3. september 2021 11:22 Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. 2. september 2021 18:43 Harmar það að Kolbeinn saki hana um lygar Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist harma það að Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, saki hana um lygar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stuttu. 1. september 2021 16:55 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Gautaborg setur Kolbein til hliðar Kolbeinn Sigþórsson kemur ekkert nálægt aðalliði Gautaborgar á meðan rannsókn á máli hans stendur yfir. 3. september 2021 11:22
Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. 2. september 2021 18:43
Harmar það að Kolbeinn saki hana um lygar Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist harma það að Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, saki hana um lygar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stuttu. 1. september 2021 16:55