Dómsmálaráðherra vill ráðast í tilslakanir á samkomutakmörkunum Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 3. september 2021 21:26 Áslaug Arna vill ráðast í tilslakanir. Vísir/Arnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vill ráðast í tilslakanir á samkomutakmörkunum í næstu viku. Hún vill koma lífinu í eðlilegt horf til lengri tíma. Aðeins 43 greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru 63 prósent í sóttkví. Hlutfall greindra í sóttkví fer síhækkandi - og fjöldi covid-veikra á sjúkrahúsi er kominn niður í tíu. Enginn er á gjörgæslu, í fyrsta sinn um nokkra hríð. Þetta telur Áslaug Arna vera ástæðu til tilslakana á samkomutakmörkunum strax í næstu viku en núgildandi aðgerðir gilda til 17. september. „Ég er auðvitað ekki einráð en ég held að það þurfi að endurskoða stöðuna núna í takti við að koma okkur í eðlilegra líf til lengri tíma“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra segist meðal annars hafa áhyggjur af hagsmunum ungs fólks, enda séu takmarkanirnar að koma niður á félagslífi þeirra. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ segir hún. Vill afnema grímuskyldu Áslaug segist vonast til þess að grímunotkun verði valfrjáls en grímuskylda er enn á, til dæmis, hárgreiðslustofum, sem sumir hárskerar hafa kvartað sárað undan, á meðan matvöruverslanir hafa margar aflétt skyldunni. Ég stend allan daginn með grímu i andlitinu fer svo eftir vinnu á barinn grímulaus ásamt 200 öðrum i litlu rými, fer grímulaus i Bónus og ræktina.Nei ég er ekki skurðlæknir. Ég er hársnyrtir. Hvaða leikrit er þetta?— Egill Einarsson (@einarsson_egill) September 3, 2021 „Ég bind vonir við að við komumst á þann stað að fólk geti fengið frelsi hér til að taka eigin ákvarðanir um hvort það noti grímur og hvernig það hagi lífi sínu í samskiptum við fólk sem er kannski viðkvæmara fyrir þessum veikindum en aðrir,“ segir Áslaug. Forsætisráðherra segir engar tillögur um tilslakanir liggja fyrir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að þeim fækki sem greinast með kórónuveirusmit og þakkar skynsömum ákvörðunum árangurinn. „Við erum að sjá sem betur fer að þeim fækkar sem er að greinast með smit, sem segir mér það að við höfum tekið skynsamlegar ákvarðanir með því að vera með þessar tiltölulega mildu ráðstafanir. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að meta stöðuna, það hefur ekki verið ræddar neinar sérstakar tillögur um tilslakanir að þessu sinni, en við munum að sjálfsögðu taka stöðuna eftir því sem þessu vindur fram,“ segir Katrín. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra útilokaði ekki í samtali við fréttastofu í dag að reglum yrði breytt fyrr en fyrirhugað var, en sagði ekkert minnisblað komið á sitt borð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Sjá meira
Aðeins 43 greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru 63 prósent í sóttkví. Hlutfall greindra í sóttkví fer síhækkandi - og fjöldi covid-veikra á sjúkrahúsi er kominn niður í tíu. Enginn er á gjörgæslu, í fyrsta sinn um nokkra hríð. Þetta telur Áslaug Arna vera ástæðu til tilslakana á samkomutakmörkunum strax í næstu viku en núgildandi aðgerðir gilda til 17. september. „Ég er auðvitað ekki einráð en ég held að það þurfi að endurskoða stöðuna núna í takti við að koma okkur í eðlilegra líf til lengri tíma“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra segist meðal annars hafa áhyggjur af hagsmunum ungs fólks, enda séu takmarkanirnar að koma niður á félagslífi þeirra. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ segir hún. Vill afnema grímuskyldu Áslaug segist vonast til þess að grímunotkun verði valfrjáls en grímuskylda er enn á, til dæmis, hárgreiðslustofum, sem sumir hárskerar hafa kvartað sárað undan, á meðan matvöruverslanir hafa margar aflétt skyldunni. Ég stend allan daginn með grímu i andlitinu fer svo eftir vinnu á barinn grímulaus ásamt 200 öðrum i litlu rými, fer grímulaus i Bónus og ræktina.Nei ég er ekki skurðlæknir. Ég er hársnyrtir. Hvaða leikrit er þetta?— Egill Einarsson (@einarsson_egill) September 3, 2021 „Ég bind vonir við að við komumst á þann stað að fólk geti fengið frelsi hér til að taka eigin ákvarðanir um hvort það noti grímur og hvernig það hagi lífi sínu í samskiptum við fólk sem er kannski viðkvæmara fyrir þessum veikindum en aðrir,“ segir Áslaug. Forsætisráðherra segir engar tillögur um tilslakanir liggja fyrir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að þeim fækki sem greinast með kórónuveirusmit og þakkar skynsömum ákvörðunum árangurinn. „Við erum að sjá sem betur fer að þeim fækkar sem er að greinast með smit, sem segir mér það að við höfum tekið skynsamlegar ákvarðanir með því að vera með þessar tiltölulega mildu ráðstafanir. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að meta stöðuna, það hefur ekki verið ræddar neinar sérstakar tillögur um tilslakanir að þessu sinni, en við munum að sjálfsögðu taka stöðuna eftir því sem þessu vindur fram,“ segir Katrín. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra útilokaði ekki í samtali við fréttastofu í dag að reglum yrði breytt fyrr en fyrirhugað var, en sagði ekkert minnisblað komið á sitt borð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Sjá meira