Ungir iðkendur í áfalli og segist skynja viðhorfsbreytingu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2021 10:00 Daði Rafnsson segist skynja vilja til að breyta menningunni innan fótboltans. hk Erfitt hefur reynst að vinna gegn eitraðri menningu sem er rótgróin innan íþrótta karla. Umræða síðustu daga mun þó vonandi flýta fyrir breytingu þar á. Þetta segir Daði Rafnsson, fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, yfirmaður knattspyrnuþróunnar í HK og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Daði skrifaði grein á Kjarnann á dögunum sem ber heitið „Mikki mús má bíta“. Þar fjallar hann um eitraða menningu innan íþrótta í kjölfar frétta um ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta. Daði segir að menning innan íþrótta, sem einkennist oftar en ekki af kvenfyrirlitningu, byrgi þeim sem þar starfi sýn. „Ætli það sé ekki þannig að menningin sé svo sterk í ákveðna átt að þú áttar þig ekki á því; ert samdauna henni. Menningin í fótboltanum getur verið svo innilokuð og útilokandi að fólkið sem hefur völdin áttar sig ekki á því. Það vinnur eflaust allt eftir bestu heilindum en hefur kannski ekki séð hvað þessi mál hafa mikil áhrif,“ sagði Daði í samtali við Vísi. „Þessi eitraða strákamenning verður svolítið til í kringum boltann og það er svo erfitt að vinna gegn henni. Hún gegnumsýrir allt og er alls staðar, þannig að fólk sér ekki þegar hlutir eru ekki í lagi. Lengi vel var þráast við að borga konum jafn mikið fyrir landsleiki og körlum. Konur eru settar á lægri skör og eiginlega allir sem samsvarast ekki ímyndinni.“ Illa undirbúnir fyrir raunverulega heiminn En hvað erum við að gera rangt þegar kemur að uppeldi fótboltamanna, það er að segja því hvernig þeir haga sér utan vallar? „Þetta einskorðast ekki við fótboltann en þetta er vandamál hjá strákum. Við undirbúum þá kannski svolítið illa fyrir raunverulega heiminn. Það er eins og þeir eigi að sigla í gegnum hlutina án þess að leggja á sig á meðan konurnar eiga að vera ábyrgðarfullar og leggja hart að sér og kannski fá þær þá framgang en strákarnir telja sig eiga hann skilið,“ sagði Daði. Að hans sögn hefur hópþrýstingur mikil áhrif á þá eitruðu menningu sem hefur grasserað í íþróttum karla. „Það sem er áhugavert er að þegar þú nærð strákum og ungum mönnum einn á einn vita þeir nákvæmlega upp á hár hvað er satt, gott og rétt en þegar þeir eru komnir saman í hóp ýfist einhver slæm menning upp,“ sagði Daði. Mikill vilji hjá félögunum Þrátt fyrir allt trúir hann því að það horfi til betri vegar í þessum málum. „Ég held þetta sé að batna. Ég upplifi mikinn vilja hjá félögunum sem ég hef unnið hjá undanfarin ár. Menn eru alveg meðvitaðir um vandann og vilja breyta,“ sagði Daði. En skynjar hann breytingu á viðhorfi hjá yngri iðkendum? „Það eimir enn að þessu hjá strákum og unglingum og þá er spurning hverjar fyrirmyndirnar eru, hvernig haga þær sér? Kannski hefur komið í ljós að menn telja sig geta allt og mega allt. Auðvitað eru ekkert allir strákar svona og mér finnst hafa orðið vitundarvakning í þessum málum en íþróttasamfélagið þarf að pæla mikið í því hvað fór úrskeiðis,“ sagði Daði sem telur að umræða síðustu daga muni hafa áhrif til lengri tíma litið. „Ég held að muni breyta mörgu þótt við sjáum það kannski ekki strax,“ sagði Daði. Hann skynjar viðhorfsbreytingu hjá ungum körlum. „Ég hef rætt við þónokkuð marga stráka sem ég hef þjálfað undanfarna daga og þeir eru í jafn miklu áfalli yfir þessu og aðrir og vilja læra.“ Getum ekki kennt erlendum akademíum um Margir íslenskir fótboltamenn hafa farið erlendis ungir að árum. Daði segir ekki hægt að kenna erlendum félögum um að kenna strákunum okkar vonda siði. „Ég held að við getum ekki skellt skuldinni á erlendar akademíur því það eru mýmörg ofbeldismál sem hafa komið upp hjá íslenskum félögum. Erlendar akademíur eru alveg meðvitaðar um þennan vanda og reyna að gera ýmislegt eins og íslensku félögin,“ sagði Daði. Umræða síðustu daga og vikna hefur snert við mörgum, kannski ekki síst ungum fótboltaiðkendum sem hafa séð hetjurnar sínar falla af stalli sínum. Daði segir að ræða verði við fótboltakrakka um þessi mál. „Það er nauðsynlegt að gera það og samtalið þarf að vera bæði hjá félögunum og heima fyrir. Þjálfararnir verða að gæta að því hvernig þeir ramma hlutina inn og við þurfum að vera atorkusamari í að laga þá,“ sagði Daði að lokum. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Íþróttir barna Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Sjá meira
Daði skrifaði grein á Kjarnann á dögunum sem ber heitið „Mikki mús má bíta“. Þar fjallar hann um eitraða menningu innan íþrótta í kjölfar frétta um ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta. Daði segir að menning innan íþrótta, sem einkennist oftar en ekki af kvenfyrirlitningu, byrgi þeim sem þar starfi sýn. „Ætli það sé ekki þannig að menningin sé svo sterk í ákveðna átt að þú áttar þig ekki á því; ert samdauna henni. Menningin í fótboltanum getur verið svo innilokuð og útilokandi að fólkið sem hefur völdin áttar sig ekki á því. Það vinnur eflaust allt eftir bestu heilindum en hefur kannski ekki séð hvað þessi mál hafa mikil áhrif,“ sagði Daði í samtali við Vísi. „Þessi eitraða strákamenning verður svolítið til í kringum boltann og það er svo erfitt að vinna gegn henni. Hún gegnumsýrir allt og er alls staðar, þannig að fólk sér ekki þegar hlutir eru ekki í lagi. Lengi vel var þráast við að borga konum jafn mikið fyrir landsleiki og körlum. Konur eru settar á lægri skör og eiginlega allir sem samsvarast ekki ímyndinni.“ Illa undirbúnir fyrir raunverulega heiminn En hvað erum við að gera rangt þegar kemur að uppeldi fótboltamanna, það er að segja því hvernig þeir haga sér utan vallar? „Þetta einskorðast ekki við fótboltann en þetta er vandamál hjá strákum. Við undirbúum þá kannski svolítið illa fyrir raunverulega heiminn. Það er eins og þeir eigi að sigla í gegnum hlutina án þess að leggja á sig á meðan konurnar eiga að vera ábyrgðarfullar og leggja hart að sér og kannski fá þær þá framgang en strákarnir telja sig eiga hann skilið,“ sagði Daði. Að hans sögn hefur hópþrýstingur mikil áhrif á þá eitruðu menningu sem hefur grasserað í íþróttum karla. „Það sem er áhugavert er að þegar þú nærð strákum og ungum mönnum einn á einn vita þeir nákvæmlega upp á hár hvað er satt, gott og rétt en þegar þeir eru komnir saman í hóp ýfist einhver slæm menning upp,“ sagði Daði. Mikill vilji hjá félögunum Þrátt fyrir allt trúir hann því að það horfi til betri vegar í þessum málum. „Ég held þetta sé að batna. Ég upplifi mikinn vilja hjá félögunum sem ég hef unnið hjá undanfarin ár. Menn eru alveg meðvitaðir um vandann og vilja breyta,“ sagði Daði. En skynjar hann breytingu á viðhorfi hjá yngri iðkendum? „Það eimir enn að þessu hjá strákum og unglingum og þá er spurning hverjar fyrirmyndirnar eru, hvernig haga þær sér? Kannski hefur komið í ljós að menn telja sig geta allt og mega allt. Auðvitað eru ekkert allir strákar svona og mér finnst hafa orðið vitundarvakning í þessum málum en íþróttasamfélagið þarf að pæla mikið í því hvað fór úrskeiðis,“ sagði Daði sem telur að umræða síðustu daga muni hafa áhrif til lengri tíma litið. „Ég held að muni breyta mörgu þótt við sjáum það kannski ekki strax,“ sagði Daði. Hann skynjar viðhorfsbreytingu hjá ungum körlum. „Ég hef rætt við þónokkuð marga stráka sem ég hef þjálfað undanfarna daga og þeir eru í jafn miklu áfalli yfir þessu og aðrir og vilja læra.“ Getum ekki kennt erlendum akademíum um Margir íslenskir fótboltamenn hafa farið erlendis ungir að árum. Daði segir ekki hægt að kenna erlendum félögum um að kenna strákunum okkar vonda siði. „Ég held að við getum ekki skellt skuldinni á erlendar akademíur því það eru mýmörg ofbeldismál sem hafa komið upp hjá íslenskum félögum. Erlendar akademíur eru alveg meðvitaðar um þennan vanda og reyna að gera ýmislegt eins og íslensku félögin,“ sagði Daði. Umræða síðustu daga og vikna hefur snert við mörgum, kannski ekki síst ungum fótboltaiðkendum sem hafa séð hetjurnar sínar falla af stalli sínum. Daði segir að ræða verði við fótboltakrakka um þessi mál. „Það er nauðsynlegt að gera það og samtalið þarf að vera bæði hjá félögunum og heima fyrir. Þjálfararnir verða að gæta að því hvernig þeir ramma hlutina inn og við þurfum að vera atorkusamari í að laga þá,“ sagði Daði að lokum.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Íþróttir barna Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Sjá meira