Tólfan stendur með þolendum: Ætlar að sitja og þegja fram að 12. mínútu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2021 09:45 Tólfan í öllu sínu veldi. vísir/vilhelm Tólfan, stuðningssveit íslensku fótboltalandsliðanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem allt ofbeldi er fordæmt. Tólfan lýsir yfir stuðningi við þolendur og mun sýna hann á táknrænan hátt á næstu þremur leikjum karlalandsliðsins. Fram að 12. mínútu á leikjunum þremur mun Tólfan sitja og hafa hljótt. Tólfan hvetur meðlimi sína til að bera bönd Bleika fílsins og vera með Fokk ofbeldi húfur. Þá lét Tólfan útbúa borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Yfirskrift yfirlýsingar Tólfunnar er nýtt upphaf. Þar ítrekar Tólfan stuðning sinn við þolendur, hetjur okkar tíma eins og það er orðað, og segir að fótboltaheimurinn hafi orðið miðpunktur umræðunnar um kynbundið ofbeldi vegna hegðunar leikmanna karlalandsliðsins og óviðunandi viðbragða KSÍ við henni. Tólfan minnir á að lykilsetning hennar sé „Ekki vera fáviti“ og að ofbeldi sé fávitaskapur, í öllum sínum myndum. Að lokum skorar Tólfan á íslensku þjóðina að mæta á leikina sem framundan eru og styðja við liðið. Yfirlýsing Tólfunnar Nýtt upphaf Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil umræða hefur skapast í kringum karlalandsliðið í fótbolta. Umræðan er hluti af stærra máli þar sem öflugt fólk- hetjur okkar tíma- þolendur ofbeldis- gerir þá einföldu og sanngjörnu kröfu að skapað verði samfélag án ofbeldis. Þöggun, meðvirkni og leyndarhyggja skulu þar með heyra sögunni til. Í raun er einfaldlega krafist heilbrigðara og fallegra samfélags. Krafist er byltingar. Knattspyrnuheimurinn hefur, vegna hegðunar leikmanna liðsins og óviðunandi viðbragða knattspyrnuyfirvalda, orðið miðpunktur þessarar byltingar. Eðlilega. Stuðningsmannafélagið Tólfan vill koma því skýrt á framfæri að, lykilsetning félagsins hefur alltaf verið: 'Ekki vera fáviti'. Ofbeldi er fávitaskapur- í öllum sínum myndum. Tólfan fordæmir allt ofbeldi og vill á sama tíma koma á framfæri þakklæti til þeirra einstaklinga sem fram hafa komið og sýnt gríðarlegan kjark með því að segja sínar sögur. Það eru þið, með ykkar vinnu sem skapið grunn að heilbrigðara og fallegra samfélagi. Takk. Við stöndum með þolendum. --- Framundan eru þrír mikilvægir leikir hjá landsliðinu. Stuðningsmannafélagið Tólfan hefur ávallt reynt að styðja íslensku landsliðin af öllu hjarta, með jákvæðum hætti, og hefur það vakið athygli utan landsteinanna. Það verður að viðurkennast að erfitt hefur reynst að finna jákvæðnina í öldurótinu en hefur Tólfan ákveðið að: Fram að 12.mínútu leiksins mun Tólfan sitja og engir söngvar koma frá stúkunni, þeir sem kjósa og eiga, bera bönd Bleika Fílsins og vera með F O húfur á komandi leikjum og hvetjum við þá sem eiga slíkt að koma með á leikinn. Einnig var ákveðið að skella í einn borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Einnig munum við taka samtalið við KSÍ og koma okkar skoðunum á framfæri við þau. Vonar Tólfan að með þessu verði skapaður grunnur að nýju upphafi, nýju jákvæðara samfélagi. Með því skorar Tólfan á þjóðina alla að mæta á völlinn og styðja við liðið. Áfram Ísland! Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni HM 2022 annað kvöld. Á sunnudaginn mætir íslenska liðið því norður-makedónska og eftir viku er komið að leik gegn Þjóðverjum. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Fram að 12. mínútu á leikjunum þremur mun Tólfan sitja og hafa hljótt. Tólfan hvetur meðlimi sína til að bera bönd Bleika fílsins og vera með Fokk ofbeldi húfur. Þá lét Tólfan útbúa borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Yfirskrift yfirlýsingar Tólfunnar er nýtt upphaf. Þar ítrekar Tólfan stuðning sinn við þolendur, hetjur okkar tíma eins og það er orðað, og segir að fótboltaheimurinn hafi orðið miðpunktur umræðunnar um kynbundið ofbeldi vegna hegðunar leikmanna karlalandsliðsins og óviðunandi viðbragða KSÍ við henni. Tólfan minnir á að lykilsetning hennar sé „Ekki vera fáviti“ og að ofbeldi sé fávitaskapur, í öllum sínum myndum. Að lokum skorar Tólfan á íslensku þjóðina að mæta á leikina sem framundan eru og styðja við liðið. Yfirlýsing Tólfunnar Nýtt upphaf Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil umræða hefur skapast í kringum karlalandsliðið í fótbolta. Umræðan er hluti af stærra máli þar sem öflugt fólk- hetjur okkar tíma- þolendur ofbeldis- gerir þá einföldu og sanngjörnu kröfu að skapað verði samfélag án ofbeldis. Þöggun, meðvirkni og leyndarhyggja skulu þar með heyra sögunni til. Í raun er einfaldlega krafist heilbrigðara og fallegra samfélags. Krafist er byltingar. Knattspyrnuheimurinn hefur, vegna hegðunar leikmanna liðsins og óviðunandi viðbragða knattspyrnuyfirvalda, orðið miðpunktur þessarar byltingar. Eðlilega. Stuðningsmannafélagið Tólfan vill koma því skýrt á framfæri að, lykilsetning félagsins hefur alltaf verið: 'Ekki vera fáviti'. Ofbeldi er fávitaskapur- í öllum sínum myndum. Tólfan fordæmir allt ofbeldi og vill á sama tíma koma á framfæri þakklæti til þeirra einstaklinga sem fram hafa komið og sýnt gríðarlegan kjark með því að segja sínar sögur. Það eru þið, með ykkar vinnu sem skapið grunn að heilbrigðara og fallegra samfélagi. Takk. Við stöndum með þolendum. --- Framundan eru þrír mikilvægir leikir hjá landsliðinu. Stuðningsmannafélagið Tólfan hefur ávallt reynt að styðja íslensku landsliðin af öllu hjarta, með jákvæðum hætti, og hefur það vakið athygli utan landsteinanna. Það verður að viðurkennast að erfitt hefur reynst að finna jákvæðnina í öldurótinu en hefur Tólfan ákveðið að: Fram að 12.mínútu leiksins mun Tólfan sitja og engir söngvar koma frá stúkunni, þeir sem kjósa og eiga, bera bönd Bleika Fílsins og vera með F O húfur á komandi leikjum og hvetjum við þá sem eiga slíkt að koma með á leikinn. Einnig var ákveðið að skella í einn borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Einnig munum við taka samtalið við KSÍ og koma okkar skoðunum á framfæri við þau. Vonar Tólfan að með þessu verði skapaður grunnur að nýju upphafi, nýju jákvæðara samfélagi. Með því skorar Tólfan á þjóðina alla að mæta á völlinn og styðja við liðið. Áfram Ísland! Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni HM 2022 annað kvöld. Á sunnudaginn mætir íslenska liðið því norður-makedónska og eftir viku er komið að leik gegn Þjóðverjum. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.
Nýtt upphaf Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil umræða hefur skapast í kringum karlalandsliðið í fótbolta. Umræðan er hluti af stærra máli þar sem öflugt fólk- hetjur okkar tíma- þolendur ofbeldis- gerir þá einföldu og sanngjörnu kröfu að skapað verði samfélag án ofbeldis. Þöggun, meðvirkni og leyndarhyggja skulu þar með heyra sögunni til. Í raun er einfaldlega krafist heilbrigðara og fallegra samfélags. Krafist er byltingar. Knattspyrnuheimurinn hefur, vegna hegðunar leikmanna liðsins og óviðunandi viðbragða knattspyrnuyfirvalda, orðið miðpunktur þessarar byltingar. Eðlilega. Stuðningsmannafélagið Tólfan vill koma því skýrt á framfæri að, lykilsetning félagsins hefur alltaf verið: 'Ekki vera fáviti'. Ofbeldi er fávitaskapur- í öllum sínum myndum. Tólfan fordæmir allt ofbeldi og vill á sama tíma koma á framfæri þakklæti til þeirra einstaklinga sem fram hafa komið og sýnt gríðarlegan kjark með því að segja sínar sögur. Það eru þið, með ykkar vinnu sem skapið grunn að heilbrigðara og fallegra samfélagi. Takk. Við stöndum með þolendum. --- Framundan eru þrír mikilvægir leikir hjá landsliðinu. Stuðningsmannafélagið Tólfan hefur ávallt reynt að styðja íslensku landsliðin af öllu hjarta, með jákvæðum hætti, og hefur það vakið athygli utan landsteinanna. Það verður að viðurkennast að erfitt hefur reynst að finna jákvæðnina í öldurótinu en hefur Tólfan ákveðið að: Fram að 12.mínútu leiksins mun Tólfan sitja og engir söngvar koma frá stúkunni, þeir sem kjósa og eiga, bera bönd Bleika Fílsins og vera með F O húfur á komandi leikjum og hvetjum við þá sem eiga slíkt að koma með á leikinn. Einnig var ákveðið að skella í einn borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Einnig munum við taka samtalið við KSÍ og koma okkar skoðunum á framfæri við þau. Vonar Tólfan að með þessu verði skapaður grunnur að nýju upphafi, nýju jákvæðara samfélagi. Með því skorar Tólfan á þjóðina alla að mæta á völlinn og styðja við liðið. Áfram Ísland!
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira