Arnar segir núverandi hóp með hreinan skjöld Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2021 16:01 Arnar Þór Viðarsson á æfingu landsliðsins í Laugardalnum í dag fyrir leikina við Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskaland. vísir/vilhelm „Ekkert lið í sögu knattspyrnunnar hefur verið sett undir svona pressu,“ segir Arnar Þór Viðarsson um íslenska karlalandsliðið sem hann stýrir gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. Leikirnir þrír sem fram undan eru í undankeppni HM fara fram í skugga ásakana um ofbeldisverk leikmanna sem spilað hafa fyrir landsliðið, og gagnrýni á viðbrögð KSÍ við þeim sem leitt hafa til afsagnar stjórnar sambandsins. Fráfarandi stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði frá því að landsliðsmaður hefði beitt sig kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Arnar var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að í landsliðshópnum núna væru allir með hreinan skjöld og svaraði því játandi. „Pressan á liðinu er gígantísk. En allir leikmennirnir sem eru hjá mér í dag eru með hreinan skjöld. Ég get ekki spáð fyrir framtíðinni en pressan er gígantísk og ég held að það geri sér ekki margir grein fyrir því hversu stór og mikil þessi pressa er,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um pressuna á landsliðið En hræðist hann það að það komi fram sögur um leikmenn sem eru í hópnum núna? „Það væri rosalega ósanngjarnt af mér gagnvart þeim, og það er líka dálítið ósanngjarnt að spyrja um þetta, því þannig er verið að gefa í skyn að það sé eitthvað,“ sagði Arnar. Stendur auðvitað með þolendum Arnar var óviss þegar hann var spurður hvort að landsliðið myndi klæðast sérstökum treyjum eða með einhverjum öðrum hætti senda frá sér skilaboð fyrir leikinn á fimmtudaginn, til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Hann kvaðst halda að það gæti reynst erfitt einfaldlega vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu og samninga við íþróttavöruframleiðandann Puma. Aðspurður hvort hann gæti þó sagt hér og nú að hann stæði með þolendum svaraði landsliðsþjálfarinn skýrt: „Auðvitað. Er einhver í landinu sem stendur ekki með þolendum? Þetta er augljóst.“ HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46 Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26 Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. 31. ágúst 2021 15:52 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira
Leikirnir þrír sem fram undan eru í undankeppni HM fara fram í skugga ásakana um ofbeldisverk leikmanna sem spilað hafa fyrir landsliðið, og gagnrýni á viðbrögð KSÍ við þeim sem leitt hafa til afsagnar stjórnar sambandsins. Fráfarandi stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði frá því að landsliðsmaður hefði beitt sig kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Arnar var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að í landsliðshópnum núna væru allir með hreinan skjöld og svaraði því játandi. „Pressan á liðinu er gígantísk. En allir leikmennirnir sem eru hjá mér í dag eru með hreinan skjöld. Ég get ekki spáð fyrir framtíðinni en pressan er gígantísk og ég held að það geri sér ekki margir grein fyrir því hversu stór og mikil þessi pressa er,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um pressuna á landsliðið En hræðist hann það að það komi fram sögur um leikmenn sem eru í hópnum núna? „Það væri rosalega ósanngjarnt af mér gagnvart þeim, og það er líka dálítið ósanngjarnt að spyrja um þetta, því þannig er verið að gefa í skyn að það sé eitthvað,“ sagði Arnar. Stendur auðvitað með þolendum Arnar var óviss þegar hann var spurður hvort að landsliðið myndi klæðast sérstökum treyjum eða með einhverjum öðrum hætti senda frá sér skilaboð fyrir leikinn á fimmtudaginn, til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Hann kvaðst halda að það gæti reynst erfitt einfaldlega vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu og samninga við íþróttavöruframleiðandann Puma. Aðspurður hvort hann gæti þó sagt hér og nú að hann stæði með þolendum svaraði landsliðsþjálfarinn skýrt: „Auðvitað. Er einhver í landinu sem stendur ekki með þolendum? Þetta er augljóst.“
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46 Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26 Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. 31. ágúst 2021 15:52 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira
Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46
Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26
Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. 31. ágúst 2021 15:52