AIK segir KSÍ ekki hafa látið sig vita af brotum Kolbeins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2021 14:27 Kolbeinn Sigþórsson lék með AIK á árunum 2019-20. getty/Michael Campanella Sænska úrvalsdeildarfélagið AIK segist ekki hafa fengið upplýsingar frá KSÍ um ofbeldisbrot Kolbeins Sigþórssonar þegar það samdi við leikmanninn fyrir rúmum tveimur árum. Kolbeinn braut gegn Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur haustið 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi miskabætur. Þórhildur Gyða sagði sögu sína í kvöldfréttum RÚV á fimmtudaginn vegna ummæla Guðna Bergssonar, þáverandi formanns KSÍ, um að ekkert kynferðisofbeldismál hefði komið inn á borð KSÍ með formlegum hætti. Í samtali við Aftonbladet segir Henrik Jurelius, íþróttastjóri AIK, að fréttirnar um ofbeldisbrot Kolbeins hafi komið sér í opna skjöldu. RÚV fjallar um málið. „Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur hjá AIK, bæði fyrir mig og forvera minn í starfi, Björn Wesström. Við ræddum við KSÍ og fyrrverandi félög hans en fengum engar upplýsingar um þetta,“ sagði Jurelius. Kolbeinn skrifaði undir samning við AIK í mars 2019. Á tveimur tímabilum hjá félaginu lék hann 44 leiki og skoraði fjögur mörk. Kolbeinn samdi við Gautaborg í lok janúar á þessu ári. Í gær sendi félagið frá sér yfirlýsingu vegna brota Kolbeins. Þar er hegðun hans fordæmd. Gautaborg ræður nú ráðum sínum en svo gæti farið að félagið rifti samningi sínum við Kolbein. „Við erum að ræða þetta mál innanhúss,“ sagði Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, í viðtali við sænska miðilinn Fotbollskanalen. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein út úr íslenska landsliðshópnum á sunnudaginn. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig einnig út úr hópnum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Kolbeinn var einnig tekinn út úr landsliðinu í mars 2018 eftir að faðir Þórhildar Gyðu sendi Guðna og fleira starfsfólki KSÍ tölvupóst þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með að Kolbeinn væri í landsliðshópnum. Íslenska liðið var þá í Bandaríkjunum til að spila vináttulandsleiki í aðdraganda HM í Rússlandi. Kolbeinn var sendur heim en meiðsli voru sögð vera ástæða þess. Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Bein útsending: Arnar Þór situr fyrir svörum Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, situr fyrir svörum. 31. ágúst 2021 14:32 Myndasyrpa: Æft í skugga atburða síðustu daga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í annað sinn á Laugardalsvelli í dag fyrir leikina sem framundan eru í undankeppni HM 2022. 31. ágúst 2021 13:47 Íhuga að rifta samningi Kolbeins Gautaborg, lið Kolbeins Sigþórssonar í Svíþjóð, vill ekki tjá sig um framtíð leikmannsins hjá félaginu að svo stöddu. Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, segir stjórn þess nú vera ræða sín á milli hvað skuli gera í málinu. 31. ágúst 2021 13:30 Garðar með ákall til fótboltastráka: „Þýðir ekki bara að snyrta toppinn af trénu“ Markaskorarinn Garðar Gunnlaugsson segir að meira þurfi til en nýja stjórn hjá KSÍ til að uppræta eitraða menningu fótboltans. Hann biðlar til fótboltastráka að beita sér í baráttunni fyrir heilbrigðara umhverfi innan fótboltans þar sem kvenfyrirlitning og mismunum gagnvart minnihlutahópum heyri sögunni til. 31. ágúst 2021 10:00 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira
Kolbeinn braut gegn Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur haustið 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi miskabætur. Þórhildur Gyða sagði sögu sína í kvöldfréttum RÚV á fimmtudaginn vegna ummæla Guðna Bergssonar, þáverandi formanns KSÍ, um að ekkert kynferðisofbeldismál hefði komið inn á borð KSÍ með formlegum hætti. Í samtali við Aftonbladet segir Henrik Jurelius, íþróttastjóri AIK, að fréttirnar um ofbeldisbrot Kolbeins hafi komið sér í opna skjöldu. RÚV fjallar um málið. „Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur hjá AIK, bæði fyrir mig og forvera minn í starfi, Björn Wesström. Við ræddum við KSÍ og fyrrverandi félög hans en fengum engar upplýsingar um þetta,“ sagði Jurelius. Kolbeinn skrifaði undir samning við AIK í mars 2019. Á tveimur tímabilum hjá félaginu lék hann 44 leiki og skoraði fjögur mörk. Kolbeinn samdi við Gautaborg í lok janúar á þessu ári. Í gær sendi félagið frá sér yfirlýsingu vegna brota Kolbeins. Þar er hegðun hans fordæmd. Gautaborg ræður nú ráðum sínum en svo gæti farið að félagið rifti samningi sínum við Kolbein. „Við erum að ræða þetta mál innanhúss,“ sagði Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, í viðtali við sænska miðilinn Fotbollskanalen. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein út úr íslenska landsliðshópnum á sunnudaginn. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig einnig út úr hópnum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Kolbeinn var einnig tekinn út úr landsliðinu í mars 2018 eftir að faðir Þórhildar Gyðu sendi Guðna og fleira starfsfólki KSÍ tölvupóst þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með að Kolbeinn væri í landsliðshópnum. Íslenska liðið var þá í Bandaríkjunum til að spila vináttulandsleiki í aðdraganda HM í Rússlandi. Kolbeinn var sendur heim en meiðsli voru sögð vera ástæða þess.
Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Bein útsending: Arnar Þór situr fyrir svörum Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, situr fyrir svörum. 31. ágúst 2021 14:32 Myndasyrpa: Æft í skugga atburða síðustu daga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í annað sinn á Laugardalsvelli í dag fyrir leikina sem framundan eru í undankeppni HM 2022. 31. ágúst 2021 13:47 Íhuga að rifta samningi Kolbeins Gautaborg, lið Kolbeins Sigþórssonar í Svíþjóð, vill ekki tjá sig um framtíð leikmannsins hjá félaginu að svo stöddu. Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, segir stjórn þess nú vera ræða sín á milli hvað skuli gera í málinu. 31. ágúst 2021 13:30 Garðar með ákall til fótboltastráka: „Þýðir ekki bara að snyrta toppinn af trénu“ Markaskorarinn Garðar Gunnlaugsson segir að meira þurfi til en nýja stjórn hjá KSÍ til að uppræta eitraða menningu fótboltans. Hann biðlar til fótboltastráka að beita sér í baráttunni fyrir heilbrigðara umhverfi innan fótboltans þar sem kvenfyrirlitning og mismunum gagnvart minnihlutahópum heyri sögunni til. 31. ágúst 2021 10:00 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira
Bein útsending: Arnar Þór situr fyrir svörum Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, situr fyrir svörum. 31. ágúst 2021 14:32
Myndasyrpa: Æft í skugga atburða síðustu daga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í annað sinn á Laugardalsvelli í dag fyrir leikina sem framundan eru í undankeppni HM 2022. 31. ágúst 2021 13:47
Íhuga að rifta samningi Kolbeins Gautaborg, lið Kolbeins Sigþórssonar í Svíþjóð, vill ekki tjá sig um framtíð leikmannsins hjá félaginu að svo stöddu. Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, segir stjórn þess nú vera ræða sín á milli hvað skuli gera í málinu. 31. ágúst 2021 13:30
Garðar með ákall til fótboltastráka: „Þýðir ekki bara að snyrta toppinn af trénu“ Markaskorarinn Garðar Gunnlaugsson segir að meira þurfi til en nýja stjórn hjá KSÍ til að uppræta eitraða menningu fótboltans. Hann biðlar til fótboltastráka að beita sér í baráttunni fyrir heilbrigðara umhverfi innan fótboltans þar sem kvenfyrirlitning og mismunum gagnvart minnihlutahópum heyri sögunni til. 31. ágúst 2021 10:00
Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32