Torres, Falcao, Konchesky og Djemba-Djemba meðal verstu kaupa í sögu úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2021 17:00 Fernando Torres náði sér aldrei á strik hjá Chelsea. Mynd/AP Það styttist í að félagaskiptaglugginn á Englandi, og víðar um Evrópu, loki. Eftir það þurfa knattspyrnulið álfunnar að sætta sig við þá leikmenn sem eru á launaskrá þeirra. Four Four Two tók saman tíu verstu félagaskipti á gluggadegi frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar. Þar eru nokkur kunnugleg nöfn sem gerðu það gott áður en ákveðið var að söðla um á lokadegi félagaskiptagluggans. 10. sæti: Eric Djemba-Djemba Maðurinn sem var svo góður að þeir nefndu hann tvisvar að sögn stuðningsfólks Manchester United. Djemba-Djemba var ekki alveg nægilega góður fyrir Man United en það var eitthvað kómískt við veru hans hjá félaginu og því var hann alltaf í miklum metum. Á gluggadeginum í janúar 2005 var hann seldur til Aston Villa. Félagaskipti sem mörkuðu upphaf endaloka David O‘Leary með liðið. 9. sæti: Benni McCarthy Einn af fjölmörgum framherjum sem West Ham United hefur sótt á undanförnum árum. Líkt og svo margir gat McCarthy ekkert í treyju Hamranna. Á endanum borgaði félagið leikmanninum svo hægt væri að rifta samningi hans. 8. sæti: Andre Santos Brasilískur bakvörður sem gekk í raðir Arsenal árið 2011. Átti að vera næsti Roberto Carlos eða Dani Alves. Hann komst aldrei nálægt því. Sturtaði ferlinum hjá Arsenal endanlega í klósettið þegar hann bað Robin van Persie, fyrrum leikmann Arsenal, um að skipta um treyju við sig í hálfleik er liðið tapaði gegn Manchester United. 7. sæti: Paul Konchesky Ein af mörgum ömurlegum kaupum Liverpool undir stjórn Roy Hodgson. Það átti að kaupa enskt og fara áfram á gömlu góðu hörkunni. Það virkaði engan veginn. Maðurinn sem valdi að krúnuraka sig er ekki einu kaup Liverpool frá þessum tíma sem rata á listann. Paul Konchesky í leik með Liverpool.Nordic Photos/Getty Images 6. sæti: Xisco Spánverjinn Xisco kom til Newcastle United frá Deportivo La Coruna árið 2008. Fann sig aldrei í kuldanum á Norður-Englandi. 5. sæti: Afonso Alves Brasilískur framherji sem raðaði inn mörkum fyrir Heerenveen í Hollandi. Var keyptur til Middlesrough en gat ekki hitt hafið þó hann stæði á ströndinni. Falcao fagnar einu af fáum mörkum sínum fyrir Manchester United.vísir/getty 4. sæti: Radamel Falcao Kom til Manchester United þegar Louis van Gaal var að þjálfa. Leit vel út á pappír en Falcao var að koma til baka eftir að hafa slitið krossband á náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar. 3. sæti: Chris Samba Harry Redknapp sótti Samba í janúar 2013 til að bjarga QPR frá falli. Það gekk ekki. Samba var seldur til sama liðs og hann kom frá eftir aðeins tíu leiki. 2. sæti: Andy Carroll Þessi hárprúði framehrji átti að leysa Fernando Torres af hólmi á Anfield fyrir áratug síðan. Liverpool borgaði litlar 35 milljónir punda fyrir leikmann sem fann sig aldrei og hefur ekkert getað síðan. Andy Carroll, fagnar hér marki Daniel Agger ásamt félögum sínunm.Mynd/Nordic Photos/Getty 1. sæti: Fernando Torres Maðurinn sem Carroll átti að leysa af hólmi fór til Chelsea fyrir 51.5 milljónir punda. Þar gat hann bókstaflega ekki neitt. Ein verstu kaup í sögu deildarinnar og verstu kaup í sögu gluggadaga. Enski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Þar eru nokkur kunnugleg nöfn sem gerðu það gott áður en ákveðið var að söðla um á lokadegi félagaskiptagluggans. 10. sæti: Eric Djemba-Djemba Maðurinn sem var svo góður að þeir nefndu hann tvisvar að sögn stuðningsfólks Manchester United. Djemba-Djemba var ekki alveg nægilega góður fyrir Man United en það var eitthvað kómískt við veru hans hjá félaginu og því var hann alltaf í miklum metum. Á gluggadeginum í janúar 2005 var hann seldur til Aston Villa. Félagaskipti sem mörkuðu upphaf endaloka David O‘Leary með liðið. 9. sæti: Benni McCarthy Einn af fjölmörgum framherjum sem West Ham United hefur sótt á undanförnum árum. Líkt og svo margir gat McCarthy ekkert í treyju Hamranna. Á endanum borgaði félagið leikmanninum svo hægt væri að rifta samningi hans. 8. sæti: Andre Santos Brasilískur bakvörður sem gekk í raðir Arsenal árið 2011. Átti að vera næsti Roberto Carlos eða Dani Alves. Hann komst aldrei nálægt því. Sturtaði ferlinum hjá Arsenal endanlega í klósettið þegar hann bað Robin van Persie, fyrrum leikmann Arsenal, um að skipta um treyju við sig í hálfleik er liðið tapaði gegn Manchester United. 7. sæti: Paul Konchesky Ein af mörgum ömurlegum kaupum Liverpool undir stjórn Roy Hodgson. Það átti að kaupa enskt og fara áfram á gömlu góðu hörkunni. Það virkaði engan veginn. Maðurinn sem valdi að krúnuraka sig er ekki einu kaup Liverpool frá þessum tíma sem rata á listann. Paul Konchesky í leik með Liverpool.Nordic Photos/Getty Images 6. sæti: Xisco Spánverjinn Xisco kom til Newcastle United frá Deportivo La Coruna árið 2008. Fann sig aldrei í kuldanum á Norður-Englandi. 5. sæti: Afonso Alves Brasilískur framherji sem raðaði inn mörkum fyrir Heerenveen í Hollandi. Var keyptur til Middlesrough en gat ekki hitt hafið þó hann stæði á ströndinni. Falcao fagnar einu af fáum mörkum sínum fyrir Manchester United.vísir/getty 4. sæti: Radamel Falcao Kom til Manchester United þegar Louis van Gaal var að þjálfa. Leit vel út á pappír en Falcao var að koma til baka eftir að hafa slitið krossband á náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar. 3. sæti: Chris Samba Harry Redknapp sótti Samba í janúar 2013 til að bjarga QPR frá falli. Það gekk ekki. Samba var seldur til sama liðs og hann kom frá eftir aðeins tíu leiki. 2. sæti: Andy Carroll Þessi hárprúði framehrji átti að leysa Fernando Torres af hólmi á Anfield fyrir áratug síðan. Liverpool borgaði litlar 35 milljónir punda fyrir leikmann sem fann sig aldrei og hefur ekkert getað síðan. Andy Carroll, fagnar hér marki Daniel Agger ásamt félögum sínunm.Mynd/Nordic Photos/Getty 1. sæti: Fernando Torres Maðurinn sem Carroll átti að leysa af hólmi fór til Chelsea fyrir 51.5 milljónir punda. Þar gat hann bókstaflega ekki neitt. Ein verstu kaup í sögu deildarinnar og verstu kaup í sögu gluggadaga.
Enski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira