Tíu í sóttkví í stað heillar unglingadeildar Snorri Másson skrifar 31. ágúst 2021 12:02 Úr safni. Krakkar í Réttarholtsskóla í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Yfirstandandi Covid-bylgja er í hægri rénun á þessari stundu, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Slakari kröfur um sóttkví eru að taka gildi í skólum landsins og mun færri eru sendir í sóttkví eftir hvert smit. Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti fyrir skemmstu að sóttkvíarreglum í skólum yrði breytt og þessa dagana eru skólar landsins að innleiða breytingarnar. Þær hafa í för með sér að nú er greint skýrt á milli mikillar nándar og lítillar nándar. Þeir sem teljast hafa verið í mikilli nánd við hinn smitaða, í minna en tveggja metra fjarlægð í meira en 15 mínútur, þurfa enn að fara í sóttkví, en aðrir þurfa að fara í smitgát. Þá þarf maður að fara varlega, maður má enn mæta í skóla eða vinnu, en á að fara í hraðpróf á fyrsta og fjórða degi eftir útsetningu. Ekki stórkostleg áhætta Nýtt fyrirkomulag gerbreytir stöðunni. Nú heyrast sögur af því að smitaður grunnskólanemi sendir kannski bara tíu í sóttkví við greiningu, á meðan þess voru dæmi í fyrri bylgjum að einn smitaður í áttunda bekk sendi mörg hundruð manna unglingadeild alla í sóttkví á einu bretti. „Vonandi með þessu geta krakkar stundað skólann meira og fólk stundað sína vinnu frekar en að stórir hópar verði teknir alveg úr umferð eins og hefur verið,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis, í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hafa sóttvarnayfirvöld, sem voru hikandi við að breyta reglunum, áhyggjur af því hvaða afleiðingar þær geta haft? Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis.Vísir/Arnar „Já auðvitað, en við værum ekki að setja þetta á ef við teldum að þetta væri einhver stórkostleg áhætta. Við höldum að þetta geti gengið með góðu eftirliti og umgjörð, en svo kemur auðvitað bara í ljós hvernig þetta fer,“ segir Guðrún. Minnst 80 greindust smitaðir í gær en þrátt fyrir háar tölur er litið svo á að bylgjan sé í rénun. Á Landspítala eru ellefu inniliggjandi og hefur fækkað um þrjá, þótt einn hafi bæst við á gjörgæslu. Þar eru nú tveir. „Það virðist vera. Það hafa verið færri smit undanfarna daga. Það eru alltaf aðeins færri smit um helgar, en við höfum samt séð það aðeins fyrir helgina og aftur núna, að þetta er svona hægt í rénun,“ segir Guðrún Aspelund, sem telur þó enn ótímabært að ræða frekari tilslakanir á samkomutakmörkunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Að minnsta kosti 80 greindust smitaðir af veirunni í gær Síðasta sólarhringinn greindust 80 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 43 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 37 var utan sóttkvíar. 31. ágúst 2021 10:59 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti fyrir skemmstu að sóttkvíarreglum í skólum yrði breytt og þessa dagana eru skólar landsins að innleiða breytingarnar. Þær hafa í för með sér að nú er greint skýrt á milli mikillar nándar og lítillar nándar. Þeir sem teljast hafa verið í mikilli nánd við hinn smitaða, í minna en tveggja metra fjarlægð í meira en 15 mínútur, þurfa enn að fara í sóttkví, en aðrir þurfa að fara í smitgát. Þá þarf maður að fara varlega, maður má enn mæta í skóla eða vinnu, en á að fara í hraðpróf á fyrsta og fjórða degi eftir útsetningu. Ekki stórkostleg áhætta Nýtt fyrirkomulag gerbreytir stöðunni. Nú heyrast sögur af því að smitaður grunnskólanemi sendir kannski bara tíu í sóttkví við greiningu, á meðan þess voru dæmi í fyrri bylgjum að einn smitaður í áttunda bekk sendi mörg hundruð manna unglingadeild alla í sóttkví á einu bretti. „Vonandi með þessu geta krakkar stundað skólann meira og fólk stundað sína vinnu frekar en að stórir hópar verði teknir alveg úr umferð eins og hefur verið,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis, í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hafa sóttvarnayfirvöld, sem voru hikandi við að breyta reglunum, áhyggjur af því hvaða afleiðingar þær geta haft? Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis.Vísir/Arnar „Já auðvitað, en við værum ekki að setja þetta á ef við teldum að þetta væri einhver stórkostleg áhætta. Við höldum að þetta geti gengið með góðu eftirliti og umgjörð, en svo kemur auðvitað bara í ljós hvernig þetta fer,“ segir Guðrún. Minnst 80 greindust smitaðir í gær en þrátt fyrir háar tölur er litið svo á að bylgjan sé í rénun. Á Landspítala eru ellefu inniliggjandi og hefur fækkað um þrjá, þótt einn hafi bæst við á gjörgæslu. Þar eru nú tveir. „Það virðist vera. Það hafa verið færri smit undanfarna daga. Það eru alltaf aðeins færri smit um helgar, en við höfum samt séð það aðeins fyrir helgina og aftur núna, að þetta er svona hægt í rénun,“ segir Guðrún Aspelund, sem telur þó enn ótímabært að ræða frekari tilslakanir á samkomutakmörkunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Að minnsta kosti 80 greindust smitaðir af veirunni í gær Síðasta sólarhringinn greindust 80 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 43 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 37 var utan sóttkvíar. 31. ágúst 2021 10:59 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Að minnsta kosti 80 greindust smitaðir af veirunni í gær Síðasta sólarhringinn greindust 80 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 43 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 37 var utan sóttkvíar. 31. ágúst 2021 10:59
Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40