Frikki Dór syngur brot úr nýju óútgefnu lagi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 11:31 Friðrik Dór Jónsson, Frikki Dór, á um fimmtíu lög í bankanum. VInsælustu lögin eru flutt í sýningunni Hlið við hlið. Stöð 2 Hlið við hlið, söngleikur byggður á lögum Friðriks Dórs Jónssonar er kominn svið í Gamla bíói og er þegar byrjaður að gera allt tryllt. Ísland í dag kíkti á æfingu hjá hópnum og hitti meðal annars leikstjórann, leikhópinn og Frikka Dór sjálfan. „Ég byrjaði í leikhúsinu að sýna í sýningum þar svona tíu eða ellefu ára, ég fór þar inn í gegnum dansinn og svo var ekki aftur snúið,“ segir Höskuldur Þór Jónsson leikstjóri sýningarinnar. Hann er aðeins 23 ára gamall en á að baki mikla reynslu úr leikhúsinu. Höskuldur er hæfileikaríkur dansari og hefur meðal annars tekið þátt í Mamma Mia, Billie Elliot, Galdrakarlinum í Oz svo dæmi séu nefnd. Í Verslunarskólanum tók hann líka þátt í mörgum sýningum skólans, meðal annars með mörgum úr hópnum sem stendur að sýningunni Hlið við hlið. Höskuldur Þór hefur verið í leikhúsinu frá tíu ára aldri og verður spennandi að fylgjast með honum næstu árin.Stöð 2 Skipti sér ekkert af lagavalinu Handritið skrifuðu Höskuldur Þór og Berglind Alda Ástþórsdóttir. Höskuldur fékk hugmyndina að verkefninu á tónleikum Frikka Dórs sem fóru fram í Eldborgarsal í Hörpu árið 2017. Í kringum fimmtán lög frá tónlistarmanninum má heyra í sýningunni. „Við leikum okkur alveg með að syngja lítinn bút úr sumum þannig að þetta er svolítið lifandi,“ útskýrir Höskuldur. Hans uppáhalds lag eftir Frikka Dór er Í síðasta skipti, en í klippunni hér fyrir neðan má heyra hinn hæfileikaríka Inga Þór Þórhallsson syngja brot úr laginu. „Hann fékk algjörlega að ráða þessu, og þau krakkarnir og mér finnst þau hafa valið vel,“ segir Frikki Dór um lögin í sýningunni. „Hlið við hlið, sem er einmitt titillagið, það á alltaf stóran sess hjá mér,“ segir hann um sitt eigið uppáhald. Sindri Sindrason fékk Frikka Dór til þess að taka smá tóndæmi úr nýrri tónlist. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá innslagið í heild en brot úr nýja laginu má heyra á mínútu 07:45. Magnaður söngvari og lagahöfundur Með aðalhlutverk í sýningunni Hlið við hlið fara þau Ingi Þór Þórhallsson, Jón Svavar Jósefsson, Kolbeinn Sveinsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Helgi Valur Gunnarsson, Agla Bríet Bárudóttir og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli. „Maður getur raulað með Frikkalögum en núna þegar maður er berskjaldaður, stendur uppi á sviði og á að fara að syngja þetta, þá áttar maður sig á því að Friðrik Dór er kengimagnaður söngvari og guð minn almáttugur lagahöfundur. Þannig að maður þurfti að slá sig svolítið utan undir og átta sig á því.“ Sjálfur fékk hann að bæta laginu Segir ekki neitt í sýninguna en lagið Ekki stinga mig af er líka í miklu uppáhaldi. Sköpunarkraftur og sköpunargleði Hlið við hlið fjallar um borgarstrákinn Dag sem fær sumarvinnu á sveitahóteli þar sem allt er eins og það hefur verið í áraraðir. Króli fer með hlutverk Dags í sýningunni. En koma hans á hótelið virðist þrýsta á tengslin innan hótelsins að þolmörkum - skyndilega er sem öll fjölskyldutengsl og sambönd hanga á bláþræði. Sýningin Hlið við hlið er annað verkefni sjálfstæðs sviðslistahóps sem setti upp sýninguna Ðe Lónlí Blú Bojs árið 2019 í Bæjarbíói í Hafnarfirði en uppselt var á allar tuttugu sýningarnar. „Þegar ungt fólk með sköpunarkraft og sköpunargleði kemur saman þá er það alltaf skemmtilegt,“ segir Frikki Dór að lokum. Ísland í dag innslagið má heyra í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Leikhús Tónlist Ísland í dag Tengdar fréttir Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31 Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Sjá meira
„Ég byrjaði í leikhúsinu að sýna í sýningum þar svona tíu eða ellefu ára, ég fór þar inn í gegnum dansinn og svo var ekki aftur snúið,“ segir Höskuldur Þór Jónsson leikstjóri sýningarinnar. Hann er aðeins 23 ára gamall en á að baki mikla reynslu úr leikhúsinu. Höskuldur er hæfileikaríkur dansari og hefur meðal annars tekið þátt í Mamma Mia, Billie Elliot, Galdrakarlinum í Oz svo dæmi séu nefnd. Í Verslunarskólanum tók hann líka þátt í mörgum sýningum skólans, meðal annars með mörgum úr hópnum sem stendur að sýningunni Hlið við hlið. Höskuldur Þór hefur verið í leikhúsinu frá tíu ára aldri og verður spennandi að fylgjast með honum næstu árin.Stöð 2 Skipti sér ekkert af lagavalinu Handritið skrifuðu Höskuldur Þór og Berglind Alda Ástþórsdóttir. Höskuldur fékk hugmyndina að verkefninu á tónleikum Frikka Dórs sem fóru fram í Eldborgarsal í Hörpu árið 2017. Í kringum fimmtán lög frá tónlistarmanninum má heyra í sýningunni. „Við leikum okkur alveg með að syngja lítinn bút úr sumum þannig að þetta er svolítið lifandi,“ útskýrir Höskuldur. Hans uppáhalds lag eftir Frikka Dór er Í síðasta skipti, en í klippunni hér fyrir neðan má heyra hinn hæfileikaríka Inga Þór Þórhallsson syngja brot úr laginu. „Hann fékk algjörlega að ráða þessu, og þau krakkarnir og mér finnst þau hafa valið vel,“ segir Frikki Dór um lögin í sýningunni. „Hlið við hlið, sem er einmitt titillagið, það á alltaf stóran sess hjá mér,“ segir hann um sitt eigið uppáhald. Sindri Sindrason fékk Frikka Dór til þess að taka smá tóndæmi úr nýrri tónlist. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá innslagið í heild en brot úr nýja laginu má heyra á mínútu 07:45. Magnaður söngvari og lagahöfundur Með aðalhlutverk í sýningunni Hlið við hlið fara þau Ingi Þór Þórhallsson, Jón Svavar Jósefsson, Kolbeinn Sveinsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Helgi Valur Gunnarsson, Agla Bríet Bárudóttir og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli. „Maður getur raulað með Frikkalögum en núna þegar maður er berskjaldaður, stendur uppi á sviði og á að fara að syngja þetta, þá áttar maður sig á því að Friðrik Dór er kengimagnaður söngvari og guð minn almáttugur lagahöfundur. Þannig að maður þurfti að slá sig svolítið utan undir og átta sig á því.“ Sjálfur fékk hann að bæta laginu Segir ekki neitt í sýninguna en lagið Ekki stinga mig af er líka í miklu uppáhaldi. Sköpunarkraftur og sköpunargleði Hlið við hlið fjallar um borgarstrákinn Dag sem fær sumarvinnu á sveitahóteli þar sem allt er eins og það hefur verið í áraraðir. Króli fer með hlutverk Dags í sýningunni. En koma hans á hótelið virðist þrýsta á tengslin innan hótelsins að þolmörkum - skyndilega er sem öll fjölskyldutengsl og sambönd hanga á bláþræði. Sýningin Hlið við hlið er annað verkefni sjálfstæðs sviðslistahóps sem setti upp sýninguna Ðe Lónlí Blú Bojs árið 2019 í Bæjarbíói í Hafnarfirði en uppselt var á allar tuttugu sýningarnar. „Þegar ungt fólk með sköpunarkraft og sköpunargleði kemur saman þá er það alltaf skemmtilegt,“ segir Frikki Dór að lokum. Ísland í dag innslagið má heyra í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Leikhús Tónlist Ísland í dag Tengdar fréttir Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31 Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Sjá meira
Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31