Erlendir miðlar fjalla um mál KSÍ: „Skandall skekur Ísland“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2021 23:00 Mál KSÍ hefur vakið athygli víða. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa greint frá afsögn Guðna Bergssonar, fráfarandi formanns Knattspyrnusambands Íslands, sem og ofbeldisbroti landsliðsmannsins Kolbeins Sigþórssonar bæði í dag og í kvöld. Greint var frá því fyrr í dag að rúmenskir miðlar hefðu tekið málið fyrir en Rúmenía er einn andstæðinga karlalandsliðs Íslands í undankeppni HM 2022 í komandi landsliðsverkefni. Stjórn KSÍ ákvað að víkja vegna málsins í kvöld og boðaði til aukaþings sambandsins eftir fjórar vikur. Þau nýjustu tíðindi hafa líklega ekki enn náð út, ef litið er yfir erlenda fjölmiðla. Málið hefur hins vegar vakið mikla athygli utan landssteinanna og segja Berlingske Tidende frá Danmörku að „stór skandall skeki Ísland“ í upphafi fréttar miðilsins um málið. Þar er greint frá frásögn Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur á RÚV á föstudag og að Guðni hafi tekið fyrir að sambandinu hafi borist tilkynningar um kynferðisofbeldi deginum áður, á fimmtudag. Tónn KSÍ hafi breyst á sunnudag þar sem þolendur ofbeldis voru beðnir afsökunar og Guðni síðan sagt af sér vegna málsins. Í frétt danska miðilsins segir að ekki hafi verið gefið opinberlega út af sambandinu hver leikmaðurinn sem framdi brotið sé en að KSÍ hafi ákveðið að taka Kolbein Sigþórsson úr leikmannahópnum fyrir komandi leiki í gær. Fengu litlar upplýsingar frá upplýsingafulltrúa Expressen frá Svíþjóð tók málið upp í kvöld í kjölfar þess að sænska fótboltaliðið Gautaborg greindi frá því að leikmaður liðsins hefði brotið af sér árið 2017 og að málið væri til skoðunar hjá félaginu. Leikmaðurinn sem um ræðir er Kolbeinn Sigþórsson og Expressen greinir frá því að hann hafi verið tekinn úr íslenska landsliðshópnum að beiðni Knattspyrnusambandsins. Expressen hefur þá eftir Ómari Smárasyni, upplýsingafulltrúa KSÍ: Það var stjórn sambandsins sem ákvað að Kolbeinn væri ekki með landsliðinu. Það er erfitt fyrir mig að tjá mig frekar þar sem ég tala ekki fyrir hönd stjórnarinnar. Le président de la Fédération islandaise Gudni Bergsson a démissionné alors qu'un scandale a éclaté après la révélation d'une affaire d'agression sexuelle impliquant un joueur de la sélection. Le nom de Kolbeinn Sigthorsson est cité par les médias du pays https://t.co/i0nAmtVoJV pic.twitter.com/UmOGa2SHDa— L'ÉQUIPE (@lequipe) August 30, 2021 Franski miðillinn L'Equipé fjallar einnig um málið er greint er frá því að Guðni Bergsson hafi sagt af sér vegna skandals tengdan kynferðisbroti leikmanns íslenska landsliðsins. Þar er haft eftir íslenskum fjölmiðlum að sá leikmaður sé Kolbeinn Sigþórsson, og tekið fram að hann sé fyrrum leikmaður Nantes í Frakklandi. Á meðal annarra miðla sem fjalla um málið er maltneski miðillinn Times of Malta, Abuja City News frá Nígeríu, mexíkóski miðillinn Reforma, sportmiðillinn Sportowe Fakty frá Póllandi, ekvadorski fótboltamiðillinn Cancha og svo mætti lengi telja. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Stjórn KSÍ segir af sér Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. 30. ágúst 2021 21:58 Klara Bjartmarz ætlar að halda áfram Klara Bjartmarz hyggst halda áfram sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir að ný stjórn sambandsins tekur við. Stjórn KSÍ hefur tilkynnt að hún ætli að stíga til hliðar í kjölfar umfjöllunar um viðbrögð sambandsins við ásökunum um ofbeldi af hendi landsliðsmanna. 30. ágúst 2021 22:27 „Get ekki boðið mér og minni fjölskyldu uppá þann viðbjóð sem hefur verið sagt um okkur“ Ásgeir Ásgeirsson, einn stjórnarmanna KSÍ sem sagði af sér í kvöld, birti stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann kvaðst afar ósáttur við þá gagnrýni sem stjórnarfólk sambandsins hefur sætt síðustu daga. 30. ágúst 2021 22:41 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að rúmenskir miðlar hefðu tekið málið fyrir en Rúmenía er einn andstæðinga karlalandsliðs Íslands í undankeppni HM 2022 í komandi landsliðsverkefni. Stjórn KSÍ ákvað að víkja vegna málsins í kvöld og boðaði til aukaþings sambandsins eftir fjórar vikur. Þau nýjustu tíðindi hafa líklega ekki enn náð út, ef litið er yfir erlenda fjölmiðla. Málið hefur hins vegar vakið mikla athygli utan landssteinanna og segja Berlingske Tidende frá Danmörku að „stór skandall skeki Ísland“ í upphafi fréttar miðilsins um málið. Þar er greint frá frásögn Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur á RÚV á föstudag og að Guðni hafi tekið fyrir að sambandinu hafi borist tilkynningar um kynferðisofbeldi deginum áður, á fimmtudag. Tónn KSÍ hafi breyst á sunnudag þar sem þolendur ofbeldis voru beðnir afsökunar og Guðni síðan sagt af sér vegna málsins. Í frétt danska miðilsins segir að ekki hafi verið gefið opinberlega út af sambandinu hver leikmaðurinn sem framdi brotið sé en að KSÍ hafi ákveðið að taka Kolbein Sigþórsson úr leikmannahópnum fyrir komandi leiki í gær. Fengu litlar upplýsingar frá upplýsingafulltrúa Expressen frá Svíþjóð tók málið upp í kvöld í kjölfar þess að sænska fótboltaliðið Gautaborg greindi frá því að leikmaður liðsins hefði brotið af sér árið 2017 og að málið væri til skoðunar hjá félaginu. Leikmaðurinn sem um ræðir er Kolbeinn Sigþórsson og Expressen greinir frá því að hann hafi verið tekinn úr íslenska landsliðshópnum að beiðni Knattspyrnusambandsins. Expressen hefur þá eftir Ómari Smárasyni, upplýsingafulltrúa KSÍ: Það var stjórn sambandsins sem ákvað að Kolbeinn væri ekki með landsliðinu. Það er erfitt fyrir mig að tjá mig frekar þar sem ég tala ekki fyrir hönd stjórnarinnar. Le président de la Fédération islandaise Gudni Bergsson a démissionné alors qu'un scandale a éclaté après la révélation d'une affaire d'agression sexuelle impliquant un joueur de la sélection. Le nom de Kolbeinn Sigthorsson est cité par les médias du pays https://t.co/i0nAmtVoJV pic.twitter.com/UmOGa2SHDa— L'ÉQUIPE (@lequipe) August 30, 2021 Franski miðillinn L'Equipé fjallar einnig um málið er greint er frá því að Guðni Bergsson hafi sagt af sér vegna skandals tengdan kynferðisbroti leikmanns íslenska landsliðsins. Þar er haft eftir íslenskum fjölmiðlum að sá leikmaður sé Kolbeinn Sigþórsson, og tekið fram að hann sé fyrrum leikmaður Nantes í Frakklandi. Á meðal annarra miðla sem fjalla um málið er maltneski miðillinn Times of Malta, Abuja City News frá Nígeríu, mexíkóski miðillinn Reforma, sportmiðillinn Sportowe Fakty frá Póllandi, ekvadorski fótboltamiðillinn Cancha og svo mætti lengi telja.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Stjórn KSÍ segir af sér Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. 30. ágúst 2021 21:58 Klara Bjartmarz ætlar að halda áfram Klara Bjartmarz hyggst halda áfram sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir að ný stjórn sambandsins tekur við. Stjórn KSÍ hefur tilkynnt að hún ætli að stíga til hliðar í kjölfar umfjöllunar um viðbrögð sambandsins við ásökunum um ofbeldi af hendi landsliðsmanna. 30. ágúst 2021 22:27 „Get ekki boðið mér og minni fjölskyldu uppá þann viðbjóð sem hefur verið sagt um okkur“ Ásgeir Ásgeirsson, einn stjórnarmanna KSÍ sem sagði af sér í kvöld, birti stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann kvaðst afar ósáttur við þá gagnrýni sem stjórnarfólk sambandsins hefur sætt síðustu daga. 30. ágúst 2021 22:41 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Stjórn KSÍ segir af sér Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. 30. ágúst 2021 21:58
Klara Bjartmarz ætlar að halda áfram Klara Bjartmarz hyggst halda áfram sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir að ný stjórn sambandsins tekur við. Stjórn KSÍ hefur tilkynnt að hún ætli að stíga til hliðar í kjölfar umfjöllunar um viðbrögð sambandsins við ásökunum um ofbeldi af hendi landsliðsmanna. 30. ágúst 2021 22:27
„Get ekki boðið mér og minni fjölskyldu uppá þann viðbjóð sem hefur verið sagt um okkur“ Ásgeir Ásgeirsson, einn stjórnarmanna KSÍ sem sagði af sér í kvöld, birti stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann kvaðst afar ósáttur við þá gagnrýni sem stjórnarfólk sambandsins hefur sætt síðustu daga. 30. ágúst 2021 22:41