Fullyrða að Ronaldo sé launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 16:02 Ronaldo á EM í sumar. Alex Livesey/Getty Images Það er meira an aðeins nostalgía eða sú þrá að koma Manchester United aftur í hóp bestu liða Evrópu sem dró Cristiano Ronaldo „heim“ til Manchester, heim á Old Trafford. Portúgalinn fær einnig ágætlega borgað fyrir að spila með félaginu. Síðustu dagar hafa verið einkar áhugaverðir þegar horft er til Manchester-borgar í Englandi. Ofurstjarnan Cristiano Ronaldo virtist um stund vera á leið frá Juventus til Manchester City en ákvað svo að skrifa undir hjá sínu gamla félagi, Manchester United. Stuðningsfólk Man United virtist vart vita hvert það ætlaði er fréttirnar bárust enda Ronaldo enn goðsögn hjá félaginu. Hann var aðalmaðurinn bakvið það að liðið vann Meistaradeild Evrópu árið 2008 og komst í úrslit ári síðar. Ronaldo er nú snúinn aftur á Old Trafford en ástæðurnar eru margar. Hann er vissulega aðdáandi félagsins, langar að koma því aftur á toppinn en hann fær einnig ágætlega vel borgað fyrir þjónustu sína. Raunar er það svoleiðis að Ronaldo er launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt heimildum Telegraph Sport. Talið er að hinn 36 ára gamli Ronaldo fái meira en 560 þúsund pund á viku fyrir að spila með Manchester United. Það er upphæðin sem Alexis Sanchez fékk á sínum tíma hjá félaginu. Forráðamenn Man Utd vonast þó til að Ronaldo standi sig betur en Sanchez sem stóð engan veginn undir væntingum. Raphaël Varane, samherji Ronaldo hjá Man Utd, var um stutta stund launahæstur með 400 þúsund pund á viku en Ronaldo hefur skotið honum ref fyrir rass. Hvorugur þeirra er þó nálægt Lionel Messi í launum en hann fær slétta milljón punda á viku fyrir að spila með París Saint-Germain. Cristiano Ronaldo has completed his medical as new Manchester United player in Portugal. The contract has been signed. Deal until June 2023. Visa process started. #MUFCHis salary could change depending on the many add-ons included in the contract with Man Utd. #Ronaldo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2021 Ronaldo skrifaði undir tveggja ára samning við Manchester United með möguleika á ári til viðbótar að því loknu. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort hann sé peninganna virði. Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið einkar áhugaverðir þegar horft er til Manchester-borgar í Englandi. Ofurstjarnan Cristiano Ronaldo virtist um stund vera á leið frá Juventus til Manchester City en ákvað svo að skrifa undir hjá sínu gamla félagi, Manchester United. Stuðningsfólk Man United virtist vart vita hvert það ætlaði er fréttirnar bárust enda Ronaldo enn goðsögn hjá félaginu. Hann var aðalmaðurinn bakvið það að liðið vann Meistaradeild Evrópu árið 2008 og komst í úrslit ári síðar. Ronaldo er nú snúinn aftur á Old Trafford en ástæðurnar eru margar. Hann er vissulega aðdáandi félagsins, langar að koma því aftur á toppinn en hann fær einnig ágætlega vel borgað fyrir þjónustu sína. Raunar er það svoleiðis að Ronaldo er launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt heimildum Telegraph Sport. Talið er að hinn 36 ára gamli Ronaldo fái meira en 560 þúsund pund á viku fyrir að spila með Manchester United. Það er upphæðin sem Alexis Sanchez fékk á sínum tíma hjá félaginu. Forráðamenn Man Utd vonast þó til að Ronaldo standi sig betur en Sanchez sem stóð engan veginn undir væntingum. Raphaël Varane, samherji Ronaldo hjá Man Utd, var um stutta stund launahæstur með 400 þúsund pund á viku en Ronaldo hefur skotið honum ref fyrir rass. Hvorugur þeirra er þó nálægt Lionel Messi í launum en hann fær slétta milljón punda á viku fyrir að spila með París Saint-Germain. Cristiano Ronaldo has completed his medical as new Manchester United player in Portugal. The contract has been signed. Deal until June 2023. Visa process started. #MUFCHis salary could change depending on the many add-ons included in the contract with Man Utd. #Ronaldo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2021 Ronaldo skrifaði undir tveggja ára samning við Manchester United með möguleika á ári til viðbótar að því loknu. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort hann sé peninganna virði.
Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira