„Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“ Atli Arason skrifar 29. ágúst 2021 22:30 Höskuldur Gunnlaugsson og félagar hans í Breiðabliki eru á toppi Pepsi Max-deildarinnar. vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt. Davíð Örn Atlason, leikmaður Breiðabliks, á þá fyrirgjöf af vinstri vængnum sem fer af varnarmanni Fylkis og þaðan upp í loftið. Höskuldur er fyrstur að átta sig á aðstæðum og þrumar boltanum viðstöðulaust í fjær hornið. „Þetta var eitthvað spontant fyrstu viðbrögð. Ég ætlaði að snerta boltann fyrst en svo lá hann bara svona helvíti vel og þá rifjar maður upp gamlar volley æfingar með Gumma Ben þar sem hann niðurlægði mann með því með því að sýna sig sjálfur. Þannig ég þakka Gumma fyrir þetta,“ svarði Höskuldur, aðspurður út í seinna markið sitt. Höskuldur var ánægður með frammistöðu alla leikmanna og öllum sem koma að liðinu í kvöld. Hann þakkar nálguninni og andlega hlutanum fyrir sigurinn í kvöld. „Frábær frammistaða hjá öllum, alveg frá aftasta manni til þess fremsta.“ „Nálguninn okkar [skilar sigrinum], að sýna enga værukærð. Að æfa vel og hugsa vel um okkur milli leikja. Við erum nýkomnir úr hrinu gegn KA sem var svona toppbarátta. Það hefði verið auðvelt og skiljanlegt ef menn ætluðu ósjálfrátt að taka þessu léttara núna. Við vissum samt að Fylkir er hörku lið og þeir eru að berjast fyrir lífinu sínu. Við viljum halda standardinum okkar háum og mér fannst við gera það í dag.“ Undir lok fyrri hálfleiks var flösku kastað í áttina af Höskuldi úr stúkunni. Flaskan fór reyndar ekki í Höskuld og hann vissi raunverulega ekki að einhverju hafi verið kastað í hans átt þegar leitast var eftir svörum frá honum eftir leik. „Ég fékk bara að heyra af því. Hittu þeir þig var ég spurður, hverjir? Þá var mér sagt að einhverju hefði verið kastað. Þetta er bara gaman, þar sem þetta fór ekki í mig.“ Næsta verkefni Breiðabliks er stórleikur gegn Val á Kópavogsvelli. Höskuldur hvetur alla til að mæta á völlinn fyrir þann leik. „Það væri gaman ef það mæta hátt í 2.000 manns sem ég held að megi mæta með þessum hraðprófum og mynda alvöru stemningu eins og var í dag. Frábærir stuðningsmenn hjá báðum liðum,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Davíð Örn Atlason, leikmaður Breiðabliks, á þá fyrirgjöf af vinstri vængnum sem fer af varnarmanni Fylkis og þaðan upp í loftið. Höskuldur er fyrstur að átta sig á aðstæðum og þrumar boltanum viðstöðulaust í fjær hornið. „Þetta var eitthvað spontant fyrstu viðbrögð. Ég ætlaði að snerta boltann fyrst en svo lá hann bara svona helvíti vel og þá rifjar maður upp gamlar volley æfingar með Gumma Ben þar sem hann niðurlægði mann með því með því að sýna sig sjálfur. Þannig ég þakka Gumma fyrir þetta,“ svarði Höskuldur, aðspurður út í seinna markið sitt. Höskuldur var ánægður með frammistöðu alla leikmanna og öllum sem koma að liðinu í kvöld. Hann þakkar nálguninni og andlega hlutanum fyrir sigurinn í kvöld. „Frábær frammistaða hjá öllum, alveg frá aftasta manni til þess fremsta.“ „Nálguninn okkar [skilar sigrinum], að sýna enga værukærð. Að æfa vel og hugsa vel um okkur milli leikja. Við erum nýkomnir úr hrinu gegn KA sem var svona toppbarátta. Það hefði verið auðvelt og skiljanlegt ef menn ætluðu ósjálfrátt að taka þessu léttara núna. Við vissum samt að Fylkir er hörku lið og þeir eru að berjast fyrir lífinu sínu. Við viljum halda standardinum okkar háum og mér fannst við gera það í dag.“ Undir lok fyrri hálfleiks var flösku kastað í áttina af Höskuldi úr stúkunni. Flaskan fór reyndar ekki í Höskuld og hann vissi raunverulega ekki að einhverju hafi verið kastað í hans átt þegar leitast var eftir svörum frá honum eftir leik. „Ég fékk bara að heyra af því. Hittu þeir þig var ég spurður, hverjir? Þá var mér sagt að einhverju hefði verið kastað. Þetta er bara gaman, þar sem þetta fór ekki í mig.“ Næsta verkefni Breiðabliks er stórleikur gegn Val á Kópavogsvelli. Höskuldur hvetur alla til að mæta á völlinn fyrir þann leik. „Það væri gaman ef það mæta hátt í 2.000 manns sem ég held að megi mæta með þessum hraðprófum og mynda alvöru stemningu eins og var í dag. Frábærir stuðningsmenn hjá báðum liðum,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti