Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF sem tók á móti OB þar sem Aron Elís Þrándarsson var á sínum stað á miðjunni.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli og er AGF enn án sigurs eftir sjö umferðir.
Jón Dagur lék 70 mínútur í fremstu víglínu AGF og Aroni Elís var skipt af velli á 78.mínútu, í stöðunni 2-1 fyrir AGF.
Andri Fannar Baldursson gekk nýverið í raðir danska stórliðsins FCK, að láni frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Bologna.
Andri lék sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja lið í dag þegar hann kom inn af varamannabekknum á 70.mínútu í 0-4 sigri á Vejle en staðan var 0-3 fyrir FCK þegar Andra var skipt inná.
Kristófer Ingi Kristinsson var í byrjunarliði SonderjyskE sem gerði 2-2 jafntefli við Viborg. Lék Kristófer fyrstu 65 mínútur leiksins en staðan var 1-2 fyrir Viborg þegar Kristófer var skipt af velli.