Þúsundir flýja fellibylinn Idu sem eflist hratt Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2021 09:25 Margir íbúar Lúisíana ákváðu að hlusta á yfirvöld og yfirgefa heimili sín áður en Ida gengur á land í kvöld. AP/The New Orleans Advocate Tugir þúsunda manna hafa flúið heimili sín í Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna áður en fellibylurinn Ida gengur þar á land síðar í dag. Ida hefur safnað styrk hratt og telst nú fjórða stigs fellibylur. Spáð er lífshættulegum sjávarflóðum og allt að 58 m/s þegar Ida gengur á land í kvöld að staðartíma. Útlit er fyrir að bylurinn verði enn öflugri en Katrína sem olli gríðarlegum hörmungum í Nýju Orleans árið 2005. Yfirvöld í Nýju Orleans skipuðu sumum íbúum að yfirgefa heimili sín og hvöttu aðra til þess að gera það að eigin hvötum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að umferðarteppa hafi verið á hraðbrautum vegna þess fjölda fólks sem varð við fyrirmælunum í gær. #Ida is now a very dangerous Category 4 Hurricane, with maximum sustained winds of 140 mph (220 km/h).Life-threatening storm surge, potentially catastrophic wind damage, and flooding will impact Louisiana and other parts of US Gulf coast later Sunday, says @NHC_Atlantic pic.twitter.com/iPFlH5U3JU— World Meteorological Organization (@WMO) August 29, 2021 John Bel Edwars, ríkisstjóri Lúisíana, varar við því að fellibylurinn gæti orðið sá versti sem gengur yfir ríkið í 150 ár. Hann sagði þó að íbúar ríkisins væru þrautseigir og harðir af sér og gætu staðið storminn af sér. Yfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að finna húsaskjól á hótelum fyrir þá sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín svo hýsa þurfi færri í fjöldahjálparstöðvum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið aðstoð alríkisstjórnarinnar við Lúisíana og Mississippi sem fær einnig að kenna á Idu, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður byrgir fyrir glugga í verslun í franska hverfinu í Nýju Orleans áður en Ida hefur innreið sína.AP/Eric Gay Hætta á að sjór flæði yfir borgina Ida virðist ætla að ganga á land sama dag og Katrína gerði fyrir sextán árum. Yfirvöld vonast til þess að flóðgarðar sem voru reistir eftir hörmungarnar sem kostuðu hátt í tvö þúsund manns lífið verji Nýju Orleans fyrir versta eyðingarmætti Idu. Veðurþjónusta Bandaríkjanna (NWS) varar þó við því að sjór gæti aftur flætt inn í borgina ef sjávarflóðin af völdum Idu hitta á stórflóð. Þá er spáð allt að fimmtíu sentímetra úrkomu sums staðar. „Vinsamlegast skiljið það að sá möguleiki er fyrir hendi að aðstæður verði óbærilegar meðfram ströndinni í einhvern tíma og svæði í kringum Nýju Orleans og Baton Rouge gætu verið án rafmagns í nokkrar vikur,“ sagði í viðvörun í gær. Búið er að rýma fleiri en áttatíu olíuborpalla á Mexíkóflóa vegna fellibyljarins og búið er að stöðva helming allrar olíu- og gasframleiðslunnar þar. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Tengdar fréttir Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. 28. ágúst 2021 08:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Spáð er lífshættulegum sjávarflóðum og allt að 58 m/s þegar Ida gengur á land í kvöld að staðartíma. Útlit er fyrir að bylurinn verði enn öflugri en Katrína sem olli gríðarlegum hörmungum í Nýju Orleans árið 2005. Yfirvöld í Nýju Orleans skipuðu sumum íbúum að yfirgefa heimili sín og hvöttu aðra til þess að gera það að eigin hvötum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að umferðarteppa hafi verið á hraðbrautum vegna þess fjölda fólks sem varð við fyrirmælunum í gær. #Ida is now a very dangerous Category 4 Hurricane, with maximum sustained winds of 140 mph (220 km/h).Life-threatening storm surge, potentially catastrophic wind damage, and flooding will impact Louisiana and other parts of US Gulf coast later Sunday, says @NHC_Atlantic pic.twitter.com/iPFlH5U3JU— World Meteorological Organization (@WMO) August 29, 2021 John Bel Edwars, ríkisstjóri Lúisíana, varar við því að fellibylurinn gæti orðið sá versti sem gengur yfir ríkið í 150 ár. Hann sagði þó að íbúar ríkisins væru þrautseigir og harðir af sér og gætu staðið storminn af sér. Yfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að finna húsaskjól á hótelum fyrir þá sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín svo hýsa þurfi færri í fjöldahjálparstöðvum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið aðstoð alríkisstjórnarinnar við Lúisíana og Mississippi sem fær einnig að kenna á Idu, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður byrgir fyrir glugga í verslun í franska hverfinu í Nýju Orleans áður en Ida hefur innreið sína.AP/Eric Gay Hætta á að sjór flæði yfir borgina Ida virðist ætla að ganga á land sama dag og Katrína gerði fyrir sextán árum. Yfirvöld vonast til þess að flóðgarðar sem voru reistir eftir hörmungarnar sem kostuðu hátt í tvö þúsund manns lífið verji Nýju Orleans fyrir versta eyðingarmætti Idu. Veðurþjónusta Bandaríkjanna (NWS) varar þó við því að sjór gæti aftur flætt inn í borgina ef sjávarflóðin af völdum Idu hitta á stórflóð. Þá er spáð allt að fimmtíu sentímetra úrkomu sums staðar. „Vinsamlegast skiljið það að sá möguleiki er fyrir hendi að aðstæður verði óbærilegar meðfram ströndinni í einhvern tíma og svæði í kringum Nýju Orleans og Baton Rouge gætu verið án rafmagns í nokkrar vikur,“ sagði í viðvörun í gær. Búið er að rýma fleiri en áttatíu olíuborpalla á Mexíkóflóa vegna fellibyljarins og búið er að stöðva helming allrar olíu- og gasframleiðslunnar þar.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Tengdar fréttir Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. 28. ágúst 2021 08:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. 28. ágúst 2021 08:45