Samtök stærstu knattspyrnufélaga landsins vilja að hluteigandi axli ábyrgð Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2021 23:00 Knattspyrnusamband Íslands hefur verið gagnrýnt fyrir viðbrögð sín í kynferðisafbrotamálum. ÍTF Stjórn Íslensks toppfótbolta (ÍTF), hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum á Íslandi, segir að hluteigendur í máli KSÍ og ónefnds landsliðsmanns sem gengist hefur við kynferðisbroti eigi að axla ábyrgð. Þetta kemur fram í tölvupósti samtakanna til formanna knattspyrnufélaga sem RÚV hefur undir höndum. Þar segir að stjórn ÍTF hafi fundað um málið í allan dag og verið sé „að afla upplýsinga um málefni stjórnar KSÍ.“ Mikið gengur á innan knattspyrnuhreyfingarinnar eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að leikmaður karlalandsliðsins hafi brotið á henni inn á skemmtistað árið 2017. Þórhildur lagði fram kæru en málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn játaði brot sín og greiddi henni miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þagnarskyldusamning gegn peningagreiðslu. Þórhildur ákvað að greina frá málinu eftir að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fullyrti í Kastljósi að sambandinu hefði aldrei borist formleg kvörtun vegna kynferðisofbeldis af hendi landsliðsmanns. Guðni sagði degi síðar að hann hefði misminnt. Lítið viljað tjá sig Sannkallaður maraþonfundur var hjá stjórn KSÍ um ofbeldismál innan sambandsins í dag sem stóð með hléum frá hádegi fram til kvölds. Verður fundarhöldum haldið áfram klukkan tíu í fyrramálið. Í kjölfarið hyggst stjórn Íslensks toppfótbolta boða til fundar um hádegisbil á morgun til að fara yfir stöðu mála. Á næstu dögum er svo reiknað með því að stjórnin funda með formönnum knattspyrnufélaga þar sem þetta verði rætt enn frekar. „Það er skoðun stjórnar ÍTF að hluteigendur að málinu eigi að axla ábyrgð,“ segir í stuttri orðsendingu samtakanna til formanna knattspyrnufélaga sem vísað er til í frétt RÚV. Ekki er farið nánar út í það hvort verið sé að kalla eftir breytingum á stjórnendateymi KSÍ. „ÍTF mun ekki tjá sig, nema almennt þar til eftir fund formanna,“ segir enn fremur í póstinum en Vísir hefur árangurslaust leitast við að fá viðbrögð frá formanni ÍTF og öðrum stjórnarmeðlimum í kvöld. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla í dag en hann sagði að von væri á yfirlýsingu frá stjórn KSÍ í kvöld eða á morgun. Kalla eftir afsögn stjórnarinnar Þórhildur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún vissi til þess að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi. Bæði hún og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, hafa kallað eftir afsögn stjórnarmanna KSÍ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem liðsmenn karlalandsliðsins eru sakaðir um ofbeldisbrot og telur Þórhildur mögulegt að fleiri konur eigi eftir að stíga fram í kjölfarið. Þær séu líklega alltof margar sem hafi orðið fyrir barðinu á ákveðnum leikmönnum landsliðsins. Horfa má á viðtal við Þórhildi í spilaranum hér fyrir neðan. KSÍ MeToo Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn hafi verið sakaðir um ofbeldi Kona, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi. Hún kallar eftir afsögn stjórnarmanna KSÍ. 28. ágúst 2021 20:00 KSÍ hefur lokið maraþonfundi án niðurstöðu og heldur áfram á morgun Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur fundað frá hádegi í dag og verður fundarhöldum framhaldið á morgun um ofbeldismál innan sambandsins. 28. ágúst 2021 19:58 Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna. 28. ágúst 2021 15:39 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti samtakanna til formanna knattspyrnufélaga sem RÚV hefur undir höndum. Þar segir að stjórn ÍTF hafi fundað um málið í allan dag og verið sé „að afla upplýsinga um málefni stjórnar KSÍ.“ Mikið gengur á innan knattspyrnuhreyfingarinnar eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að leikmaður karlalandsliðsins hafi brotið á henni inn á skemmtistað árið 2017. Þórhildur lagði fram kæru en málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn játaði brot sín og greiddi henni miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þagnarskyldusamning gegn peningagreiðslu. Þórhildur ákvað að greina frá málinu eftir að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fullyrti í Kastljósi að sambandinu hefði aldrei borist formleg kvörtun vegna kynferðisofbeldis af hendi landsliðsmanns. Guðni sagði degi síðar að hann hefði misminnt. Lítið viljað tjá sig Sannkallaður maraþonfundur var hjá stjórn KSÍ um ofbeldismál innan sambandsins í dag sem stóð með hléum frá hádegi fram til kvölds. Verður fundarhöldum haldið áfram klukkan tíu í fyrramálið. Í kjölfarið hyggst stjórn Íslensks toppfótbolta boða til fundar um hádegisbil á morgun til að fara yfir stöðu mála. Á næstu dögum er svo reiknað með því að stjórnin funda með formönnum knattspyrnufélaga þar sem þetta verði rætt enn frekar. „Það er skoðun stjórnar ÍTF að hluteigendur að málinu eigi að axla ábyrgð,“ segir í stuttri orðsendingu samtakanna til formanna knattspyrnufélaga sem vísað er til í frétt RÚV. Ekki er farið nánar út í það hvort verið sé að kalla eftir breytingum á stjórnendateymi KSÍ. „ÍTF mun ekki tjá sig, nema almennt þar til eftir fund formanna,“ segir enn fremur í póstinum en Vísir hefur árangurslaust leitast við að fá viðbrögð frá formanni ÍTF og öðrum stjórnarmeðlimum í kvöld. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla í dag en hann sagði að von væri á yfirlýsingu frá stjórn KSÍ í kvöld eða á morgun. Kalla eftir afsögn stjórnarinnar Þórhildur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún vissi til þess að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi. Bæði hún og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, hafa kallað eftir afsögn stjórnarmanna KSÍ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem liðsmenn karlalandsliðsins eru sakaðir um ofbeldisbrot og telur Þórhildur mögulegt að fleiri konur eigi eftir að stíga fram í kjölfarið. Þær séu líklega alltof margar sem hafi orðið fyrir barðinu á ákveðnum leikmönnum landsliðsins. Horfa má á viðtal við Þórhildi í spilaranum hér fyrir neðan.
KSÍ MeToo Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn hafi verið sakaðir um ofbeldi Kona, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi. Hún kallar eftir afsögn stjórnarmanna KSÍ. 28. ágúst 2021 20:00 KSÍ hefur lokið maraþonfundi án niðurstöðu og heldur áfram á morgun Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur fundað frá hádegi í dag og verður fundarhöldum framhaldið á morgun um ofbeldismál innan sambandsins. 28. ágúst 2021 19:58 Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna. 28. ágúst 2021 15:39 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Sjá meira
Segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn hafi verið sakaðir um ofbeldi Kona, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi. Hún kallar eftir afsögn stjórnarmanna KSÍ. 28. ágúst 2021 20:00
KSÍ hefur lokið maraþonfundi án niðurstöðu og heldur áfram á morgun Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur fundað frá hádegi í dag og verður fundarhöldum framhaldið á morgun um ofbeldismál innan sambandsins. 28. ágúst 2021 19:58
Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna. 28. ágúst 2021 15:39