Trúlofaðist æskuástinni og stakk svo af til Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. ágúst 2021 07:00 Dani Rhodes hefur komið sterk inn í lið Þróttar. stöð 2 Bandaríska knattspyrnukonan Dani Rhodes hefur slegið í gegn með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Hún hefur skorað þrjú mörk í fimm deildarleikjum og eitt mark í einum bikarleik, en hún segist aldrei gleyma vikunni þegar hún ákvað að koma til Íslands. „Það var í raun sama dag og ég hætti hjá liðinu sem ég æfði með í Bandaríkjunum. Umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og sagði að það væri lið á Íslandi sem vantaði framherja, einhver hefði meiðst og þau vildu fá bandarískan framherja,“ sagði Dani Rhodes í samtali við Henry Birgi á Stöð 2. Dani er uppalin í Wisconsin en hún lék með Chicago Red Stars áður en hún ákvað að koma til Íslands. Hún segist hafa verið að leita að tækifæri til að spila í Evrópu. „Þetta var sama dag og ég var að leita að tækifæri og mig langaði að spila einhversstaðar í Evrópu. Það gekk upp og þetta var tveggja og hálfs mánaðar samningur. Það var nógu stuttur samningur til að ég væri til í tuskið,“ sagði Dani. Dani skorar fyrir Þrótt gegn Þór/KA.vísir/hulda margrét „Þetta kom á síðustu stundu og ég kom fimm dögum eftir ákvörðunina. Ég var spennt fyrir þessu og ég þekkti nokkrar stelpur sem spila í deildinni og höfðu gaman af svo ég ákvað að grípa tækifærið.“ Dani segist einnig vera opin fyrir því að koma aftur á næsta ári og spila á Íslandi. „Já, ég myndi tvímælalaust taka það til athugunar. Ég er ekki lokuð fyrir neinu og ég vil halda áfram að spila fótbolta. Hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar þá er ég opin fyrir því.“ Aðeins nokkrum dögum áður en Dani kom til Íslands trúlofaðist hún æskuástinni sinni. Unnusti hennar heiti T.J. Watt og spilar með Pittsburgh Steelers í NFL deildinni í amerískum fótbolta. Dani segist varla hafa séð sinn heittelskaða síðan hún trúlofaðist honum. Dani trúlofaðist T.J. Watt skömmu áður en hún fór til Íslands.getty/Ian Johnson „Þetta var villt vika, alger klikkun. Ég trúlofaðist fjórum dögum áður en ég kom hingað og ég skrifaði undir samninginn tveim dögum þar áður svo það var brjálað að gera þessa viku. Ég hef ekki enn getað fagnað þessu því ég byrjaði strax að pakka niður og kom svo til Íslands,“ sagði Dani. „Ég verð bara að fagna þegar ég kem aftur heim. En þetta var æðisleg vika því ég skrifaði ndir samninginn, trúlofaðist og kom svo hingað. Þetta hefur verið æðislegt, mjög spennandi og ég er spennt að fara heim og fagna með fjölskyldunni eftir smá tíma.“ Viðtalið við Dani Rhodes má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík NFL Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli.“ Sport Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Fleiri fréttir Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Sjá meira
„Það var í raun sama dag og ég hætti hjá liðinu sem ég æfði með í Bandaríkjunum. Umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og sagði að það væri lið á Íslandi sem vantaði framherja, einhver hefði meiðst og þau vildu fá bandarískan framherja,“ sagði Dani Rhodes í samtali við Henry Birgi á Stöð 2. Dani er uppalin í Wisconsin en hún lék með Chicago Red Stars áður en hún ákvað að koma til Íslands. Hún segist hafa verið að leita að tækifæri til að spila í Evrópu. „Þetta var sama dag og ég var að leita að tækifæri og mig langaði að spila einhversstaðar í Evrópu. Það gekk upp og þetta var tveggja og hálfs mánaðar samningur. Það var nógu stuttur samningur til að ég væri til í tuskið,“ sagði Dani. Dani skorar fyrir Þrótt gegn Þór/KA.vísir/hulda margrét „Þetta kom á síðustu stundu og ég kom fimm dögum eftir ákvörðunina. Ég var spennt fyrir þessu og ég þekkti nokkrar stelpur sem spila í deildinni og höfðu gaman af svo ég ákvað að grípa tækifærið.“ Dani segist einnig vera opin fyrir því að koma aftur á næsta ári og spila á Íslandi. „Já, ég myndi tvímælalaust taka það til athugunar. Ég er ekki lokuð fyrir neinu og ég vil halda áfram að spila fótbolta. Hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar þá er ég opin fyrir því.“ Aðeins nokkrum dögum áður en Dani kom til Íslands trúlofaðist hún æskuástinni sinni. Unnusti hennar heiti T.J. Watt og spilar með Pittsburgh Steelers í NFL deildinni í amerískum fótbolta. Dani segist varla hafa séð sinn heittelskaða síðan hún trúlofaðist honum. Dani trúlofaðist T.J. Watt skömmu áður en hún fór til Íslands.getty/Ian Johnson „Þetta var villt vika, alger klikkun. Ég trúlofaðist fjórum dögum áður en ég kom hingað og ég skrifaði undir samninginn tveim dögum þar áður svo það var brjálað að gera þessa viku. Ég hef ekki enn getað fagnað þessu því ég byrjaði strax að pakka niður og kom svo til Íslands,“ sagði Dani. „Ég verð bara að fagna þegar ég kem aftur heim. En þetta var æðisleg vika því ég skrifaði ndir samninginn, trúlofaðist og kom svo hingað. Þetta hefur verið æðislegt, mjög spennandi og ég er spennt að fara heim og fagna með fjölskyldunni eftir smá tíma.“ Viðtalið við Dani Rhodes má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík NFL Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli.“ Sport Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Fleiri fréttir Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Sjá meira