West Ham og Everton á toppnum | Dramatík í Newcastle Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 16:06 Everton hefur farið vel af stað á leiktíðinni. Charlotte Wilson/Offside/Offside via Getty Images Fimm leikir fóru fram um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton byrjar vel undir stjórn Spánverjans Rafaels Benítez en liðið er jafnt West Ham United að stigum á toppi deildarinnar eftir að Hömrunum mistókst að vinna sinn þriðja leik í röð. West Ham hefur verið á miklu skriði í upphafi móts en liðið vann 4-2 sigur á Newcastle og 4-1 á Leicester City fyrir leik dagsins. Spánverjinn Pablo Fornals kom West Ham í forystu á 39. mínútu eftir stoðsendingu Michails Antonio. 1-0 stóð í hléi en Conor Gallagher jafnaði fyrir Crystal Palace á 58. mínútu. Tíu mínútum síðar, á 68. mínútu, kom Antonio West Ham í forystu á ný en Gallagher jafnaði öðru sinni aðeins tveimur mínútum síðar. 50 - Michail Antonio is the first player to hit 50 top-flight league goals for West Ham since Tony Cottee reached that landmark in the 1985-86 campaign. Legendary. pic.twitter.com/Mq1T67vaem— OptaJoe (@OptaJoe) August 28, 2021 Þar við sat og 2-2 jafntefli úrslit leiksins. Crystal Palace leitar síns fyrsta sigurs en er með tvö stig eftir þrjá leiki. West Ham er með sjö stig á toppi deildarinnar, fyrir ofan Everton vegna betri markatölu. Everton fór að hlið West Ham á toppnum með 2-0 útisigri á Brighton á Amex-vellinum á suðurströnd Englands. Demarai Gray skoraði fyrra mark liðsins eftir laglegan sprett í fyrri hálfleiknum og Dominic Calvert-Lewin tryggði 2-0 sigurinn úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Það gerði hann í óþökk liðsfélaga síns Richarlison sem var æfur yfir því að fá ekki að taka spyrnuna. Í Birmingham gerðu Aston Villa og Brentford 1-1 jafntefli. Ivan Toney skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni er hann kom Brentford yfir á sjöundu mínútu leiksins en Argentínumaðurinn Emiliano Buendía jafnaði fyrir Aston Villa á 13. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið eftir skiptin frá Norwich í sumar. Brentford hefur enn ekki tapað leik og er með fimm stig en Aston Villa er með fjögur. Niðurbrotnir Newcastle-menn og Norwich enn stigalaust Mikil dramatík var í norðurhluta landsins þar sem Newcastle United tók á móti Southampton. Callum Wilson kom Newcastle yfir en Norðmaðurinn Mohamed Elyounoussi jafnaði fyrir gestina stundarfjórðungi fyrir leikslok. Frakkinn Allan Saint-Maximin virtist vera að tryggja Newcastle sigur með marki í uppbótartíma en undir lok hans dæmdi Paul Tierney, dómari leiksins, vítaspyrnu vegna tæklingar Jamals Lascelles á Adam Armstrong eftir endurskoðun brotsins á myndbandsskjá. James Ward-Prowse steig á punktinn og skoraði til að tryggja Southampton stig. Newcastle fékk þar sitt fyrsta stig í deildinni en Southampton er með tvö stig. 11 - Jamie Vardy has ended of a run of 11 away Premier League appearances without a goal, netting on the road in the top-flight for the first time since December 20th last season v Tottenham. Holiday. pic.twitter.com/pXrDhyBRgp— OptaJoe (@OptaJoe) August 28, 2021 Nýliðar Norwich eru enn án stiga í deildinni eftir 2-1 tap fyrir Leicester City á heimavelli. Jamie Vardy kom Leicester yfir snemma leiks með sínu fyrsta marki á útivelli í átta mánuði en Finninn Teemu Pukki jafnaði af vítapunktinum seint í fyrri hálfleik. Vardy lagði þá upp fyrir Marc Albrighton á 76. mínútu. Kenny McLean jafnaði fyrir Norwich skömmu síðar en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Enski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
West Ham hefur verið á miklu skriði í upphafi móts en liðið vann 4-2 sigur á Newcastle og 4-1 á Leicester City fyrir leik dagsins. Spánverjinn Pablo Fornals kom West Ham í forystu á 39. mínútu eftir stoðsendingu Michails Antonio. 1-0 stóð í hléi en Conor Gallagher jafnaði fyrir Crystal Palace á 58. mínútu. Tíu mínútum síðar, á 68. mínútu, kom Antonio West Ham í forystu á ný en Gallagher jafnaði öðru sinni aðeins tveimur mínútum síðar. 50 - Michail Antonio is the first player to hit 50 top-flight league goals for West Ham since Tony Cottee reached that landmark in the 1985-86 campaign. Legendary. pic.twitter.com/Mq1T67vaem— OptaJoe (@OptaJoe) August 28, 2021 Þar við sat og 2-2 jafntefli úrslit leiksins. Crystal Palace leitar síns fyrsta sigurs en er með tvö stig eftir þrjá leiki. West Ham er með sjö stig á toppi deildarinnar, fyrir ofan Everton vegna betri markatölu. Everton fór að hlið West Ham á toppnum með 2-0 útisigri á Brighton á Amex-vellinum á suðurströnd Englands. Demarai Gray skoraði fyrra mark liðsins eftir laglegan sprett í fyrri hálfleiknum og Dominic Calvert-Lewin tryggði 2-0 sigurinn úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Það gerði hann í óþökk liðsfélaga síns Richarlison sem var æfur yfir því að fá ekki að taka spyrnuna. Í Birmingham gerðu Aston Villa og Brentford 1-1 jafntefli. Ivan Toney skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni er hann kom Brentford yfir á sjöundu mínútu leiksins en Argentínumaðurinn Emiliano Buendía jafnaði fyrir Aston Villa á 13. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið eftir skiptin frá Norwich í sumar. Brentford hefur enn ekki tapað leik og er með fimm stig en Aston Villa er með fjögur. Niðurbrotnir Newcastle-menn og Norwich enn stigalaust Mikil dramatík var í norðurhluta landsins þar sem Newcastle United tók á móti Southampton. Callum Wilson kom Newcastle yfir en Norðmaðurinn Mohamed Elyounoussi jafnaði fyrir gestina stundarfjórðungi fyrir leikslok. Frakkinn Allan Saint-Maximin virtist vera að tryggja Newcastle sigur með marki í uppbótartíma en undir lok hans dæmdi Paul Tierney, dómari leiksins, vítaspyrnu vegna tæklingar Jamals Lascelles á Adam Armstrong eftir endurskoðun brotsins á myndbandsskjá. James Ward-Prowse steig á punktinn og skoraði til að tryggja Southampton stig. Newcastle fékk þar sitt fyrsta stig í deildinni en Southampton er með tvö stig. 11 - Jamie Vardy has ended of a run of 11 away Premier League appearances without a goal, netting on the road in the top-flight for the first time since December 20th last season v Tottenham. Holiday. pic.twitter.com/pXrDhyBRgp— OptaJoe (@OptaJoe) August 28, 2021 Nýliðar Norwich eru enn án stiga í deildinni eftir 2-1 tap fyrir Leicester City á heimavelli. Jamie Vardy kom Leicester yfir snemma leiks með sínu fyrsta marki á útivelli í átta mánuði en Finninn Teemu Pukki jafnaði af vítapunktinum seint í fyrri hálfleik. Vardy lagði þá upp fyrir Marc Albrighton á 76. mínútu. Kenny McLean jafnaði fyrir Norwich skömmu síðar en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara.
Enski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira