West Ham og Everton á toppnum | Dramatík í Newcastle Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 16:06 Everton hefur farið vel af stað á leiktíðinni. Charlotte Wilson/Offside/Offside via Getty Images Fimm leikir fóru fram um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton byrjar vel undir stjórn Spánverjans Rafaels Benítez en liðið er jafnt West Ham United að stigum á toppi deildarinnar eftir að Hömrunum mistókst að vinna sinn þriðja leik í röð. West Ham hefur verið á miklu skriði í upphafi móts en liðið vann 4-2 sigur á Newcastle og 4-1 á Leicester City fyrir leik dagsins. Spánverjinn Pablo Fornals kom West Ham í forystu á 39. mínútu eftir stoðsendingu Michails Antonio. 1-0 stóð í hléi en Conor Gallagher jafnaði fyrir Crystal Palace á 58. mínútu. Tíu mínútum síðar, á 68. mínútu, kom Antonio West Ham í forystu á ný en Gallagher jafnaði öðru sinni aðeins tveimur mínútum síðar. 50 - Michail Antonio is the first player to hit 50 top-flight league goals for West Ham since Tony Cottee reached that landmark in the 1985-86 campaign. Legendary. pic.twitter.com/Mq1T67vaem— OptaJoe (@OptaJoe) August 28, 2021 Þar við sat og 2-2 jafntefli úrslit leiksins. Crystal Palace leitar síns fyrsta sigurs en er með tvö stig eftir þrjá leiki. West Ham er með sjö stig á toppi deildarinnar, fyrir ofan Everton vegna betri markatölu. Everton fór að hlið West Ham á toppnum með 2-0 útisigri á Brighton á Amex-vellinum á suðurströnd Englands. Demarai Gray skoraði fyrra mark liðsins eftir laglegan sprett í fyrri hálfleiknum og Dominic Calvert-Lewin tryggði 2-0 sigurinn úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Það gerði hann í óþökk liðsfélaga síns Richarlison sem var æfur yfir því að fá ekki að taka spyrnuna. Í Birmingham gerðu Aston Villa og Brentford 1-1 jafntefli. Ivan Toney skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni er hann kom Brentford yfir á sjöundu mínútu leiksins en Argentínumaðurinn Emiliano Buendía jafnaði fyrir Aston Villa á 13. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið eftir skiptin frá Norwich í sumar. Brentford hefur enn ekki tapað leik og er með fimm stig en Aston Villa er með fjögur. Niðurbrotnir Newcastle-menn og Norwich enn stigalaust Mikil dramatík var í norðurhluta landsins þar sem Newcastle United tók á móti Southampton. Callum Wilson kom Newcastle yfir en Norðmaðurinn Mohamed Elyounoussi jafnaði fyrir gestina stundarfjórðungi fyrir leikslok. Frakkinn Allan Saint-Maximin virtist vera að tryggja Newcastle sigur með marki í uppbótartíma en undir lok hans dæmdi Paul Tierney, dómari leiksins, vítaspyrnu vegna tæklingar Jamals Lascelles á Adam Armstrong eftir endurskoðun brotsins á myndbandsskjá. James Ward-Prowse steig á punktinn og skoraði til að tryggja Southampton stig. Newcastle fékk þar sitt fyrsta stig í deildinni en Southampton er með tvö stig. 11 - Jamie Vardy has ended of a run of 11 away Premier League appearances without a goal, netting on the road in the top-flight for the first time since December 20th last season v Tottenham. Holiday. pic.twitter.com/pXrDhyBRgp— OptaJoe (@OptaJoe) August 28, 2021 Nýliðar Norwich eru enn án stiga í deildinni eftir 2-1 tap fyrir Leicester City á heimavelli. Jamie Vardy kom Leicester yfir snemma leiks með sínu fyrsta marki á útivelli í átta mánuði en Finninn Teemu Pukki jafnaði af vítapunktinum seint í fyrri hálfleik. Vardy lagði þá upp fyrir Marc Albrighton á 76. mínútu. Kenny McLean jafnaði fyrir Norwich skömmu síðar en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Enski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
West Ham hefur verið á miklu skriði í upphafi móts en liðið vann 4-2 sigur á Newcastle og 4-1 á Leicester City fyrir leik dagsins. Spánverjinn Pablo Fornals kom West Ham í forystu á 39. mínútu eftir stoðsendingu Michails Antonio. 1-0 stóð í hléi en Conor Gallagher jafnaði fyrir Crystal Palace á 58. mínútu. Tíu mínútum síðar, á 68. mínútu, kom Antonio West Ham í forystu á ný en Gallagher jafnaði öðru sinni aðeins tveimur mínútum síðar. 50 - Michail Antonio is the first player to hit 50 top-flight league goals for West Ham since Tony Cottee reached that landmark in the 1985-86 campaign. Legendary. pic.twitter.com/Mq1T67vaem— OptaJoe (@OptaJoe) August 28, 2021 Þar við sat og 2-2 jafntefli úrslit leiksins. Crystal Palace leitar síns fyrsta sigurs en er með tvö stig eftir þrjá leiki. West Ham er með sjö stig á toppi deildarinnar, fyrir ofan Everton vegna betri markatölu. Everton fór að hlið West Ham á toppnum með 2-0 útisigri á Brighton á Amex-vellinum á suðurströnd Englands. Demarai Gray skoraði fyrra mark liðsins eftir laglegan sprett í fyrri hálfleiknum og Dominic Calvert-Lewin tryggði 2-0 sigurinn úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Það gerði hann í óþökk liðsfélaga síns Richarlison sem var æfur yfir því að fá ekki að taka spyrnuna. Í Birmingham gerðu Aston Villa og Brentford 1-1 jafntefli. Ivan Toney skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni er hann kom Brentford yfir á sjöundu mínútu leiksins en Argentínumaðurinn Emiliano Buendía jafnaði fyrir Aston Villa á 13. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið eftir skiptin frá Norwich í sumar. Brentford hefur enn ekki tapað leik og er með fimm stig en Aston Villa er með fjögur. Niðurbrotnir Newcastle-menn og Norwich enn stigalaust Mikil dramatík var í norðurhluta landsins þar sem Newcastle United tók á móti Southampton. Callum Wilson kom Newcastle yfir en Norðmaðurinn Mohamed Elyounoussi jafnaði fyrir gestina stundarfjórðungi fyrir leikslok. Frakkinn Allan Saint-Maximin virtist vera að tryggja Newcastle sigur með marki í uppbótartíma en undir lok hans dæmdi Paul Tierney, dómari leiksins, vítaspyrnu vegna tæklingar Jamals Lascelles á Adam Armstrong eftir endurskoðun brotsins á myndbandsskjá. James Ward-Prowse steig á punktinn og skoraði til að tryggja Southampton stig. Newcastle fékk þar sitt fyrsta stig í deildinni en Southampton er með tvö stig. 11 - Jamie Vardy has ended of a run of 11 away Premier League appearances without a goal, netting on the road in the top-flight for the first time since December 20th last season v Tottenham. Holiday. pic.twitter.com/pXrDhyBRgp— OptaJoe (@OptaJoe) August 28, 2021 Nýliðar Norwich eru enn án stiga í deildinni eftir 2-1 tap fyrir Leicester City á heimavelli. Jamie Vardy kom Leicester yfir snemma leiks með sínu fyrsta marki á útivelli í átta mánuði en Finninn Teemu Pukki jafnaði af vítapunktinum seint í fyrri hálfleik. Vardy lagði þá upp fyrir Marc Albrighton á 76. mínútu. Kenny McLean jafnaði fyrir Norwich skömmu síðar en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara.
Enski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira