Gefur öllum aukna von Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2021 17:15 Ronaldo og Neville léku saman hjá United á sínum tíma. Matthew Peters/Manchester United via Getty Images Gary Neville, fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports, og fyrrum leikmaður Manchester United, kveðst himinlifandi með skipti portúgölsku stjörnunnar Cristiano Ronaldo til félagsins. Ronaldo spilaði áður en með Neville hjá félaginu en snýr nú aftur eftir 13 ára fjarveru. Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid sumarið 2008 eftir fimm tímabil með Rauðu djöflunum. Hann hefur síðan unnið allt sem hægt er að vinna með Real Madrid og síðar Juventus. Alls benti til að hann væri á leið í bláa hluta Manchester-borgar, til Manchester City, en United gekk frá kaupum á honum í dag. Aðspurður um við hverju mætti búast frá Ronaldo segir Neville: „Hann mun spila reglulega og spila sem nía, sem framherji, ég er viss um að það verði duglegir menn í kringum hann. Hann mun skora mörk og Cristiano Ronaldo mun mæta til að vinna titla, vinna einstaklingsverðlaun og kveikja í ensku úrvalsdeildinni.“ „Þetta er annar Cristiano Ronaldo [frábrugðinn þeim sem spilaði fyrir United frá 2003 til 2008] allir sætta sit við það, hann spilar sem nía og tekur þessa stuttu spretti sem munu valda alls kyns usla. Hann er góður að hreyfa sig við teiginn og er góður í að meta hvar boltinn mun falla. Svo er spurt er hvað hann mun gefa Manchester United, hann mun gefa þeim eitthvað sem þá skortir sem stendur,“ "This news gives me more hope that United can have a great season." @GNev2 answers whether Cristiano Ronaldo makes Manchester United one of the title favourites in the Premier League. pic.twitter.com/MF5bHQ9frv— Football Daily (@footballdaily) August 27, 2021 Neville segir þá að þetta geti verið það sem United hafi skort til að taka næsta skref. Liðið hefur hafnað í Meistaradeildarsæti undanfarin tvö ár og komist í undanúrslit beggja bikarkeppna á Englandi og tapað í úrslitum í Evrópudeildinni. Ronaldo geti hjálpað við lokaskrefið í átt að því að vinna titla. „Ég sagði á dögunum að Manchester United ætti að kaupa Harry Kane, til að keppa og komast upp fyrir Manchester City og Liverpool, þyrfti að gera eitthvað stórt og þetta gæti gefið þeim það spark í rassinn sem þarf til að liðið komist í toppbaráttuna á þessu ári,“ „Þessar fréttir gefa mér sterkari von um að Manchester United muni eiga góða leiktíð og færir hverjum stuðningsmanni Manchester United aukna von, vegna þess að þetta er einn af bestu leikmönnum sem nokkurn tíma hefur verið,“ Manchester United er með fjögur stig eftir tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni. Liðið vann 5-1 sigur á Leeds United í fyrstu umferð en gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi. Liðið sækir Úlfanna frá Wolverhampton heim á sunnudag. Enski boltinn Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Ronaldo fór frá Manchester United til Real Madrid sumarið 2008 eftir fimm tímabil með Rauðu djöflunum. Hann hefur síðan unnið allt sem hægt er að vinna með Real Madrid og síðar Juventus. Alls benti til að hann væri á leið í bláa hluta Manchester-borgar, til Manchester City, en United gekk frá kaupum á honum í dag. Aðspurður um við hverju mætti búast frá Ronaldo segir Neville: „Hann mun spila reglulega og spila sem nía, sem framherji, ég er viss um að það verði duglegir menn í kringum hann. Hann mun skora mörk og Cristiano Ronaldo mun mæta til að vinna titla, vinna einstaklingsverðlaun og kveikja í ensku úrvalsdeildinni.“ „Þetta er annar Cristiano Ronaldo [frábrugðinn þeim sem spilaði fyrir United frá 2003 til 2008] allir sætta sit við það, hann spilar sem nía og tekur þessa stuttu spretti sem munu valda alls kyns usla. Hann er góður að hreyfa sig við teiginn og er góður í að meta hvar boltinn mun falla. Svo er spurt er hvað hann mun gefa Manchester United, hann mun gefa þeim eitthvað sem þá skortir sem stendur,“ "This news gives me more hope that United can have a great season." @GNev2 answers whether Cristiano Ronaldo makes Manchester United one of the title favourites in the Premier League. pic.twitter.com/MF5bHQ9frv— Football Daily (@footballdaily) August 27, 2021 Neville segir þá að þetta geti verið það sem United hafi skort til að taka næsta skref. Liðið hefur hafnað í Meistaradeildarsæti undanfarin tvö ár og komist í undanúrslit beggja bikarkeppna á Englandi og tapað í úrslitum í Evrópudeildinni. Ronaldo geti hjálpað við lokaskrefið í átt að því að vinna titla. „Ég sagði á dögunum að Manchester United ætti að kaupa Harry Kane, til að keppa og komast upp fyrir Manchester City og Liverpool, þyrfti að gera eitthvað stórt og þetta gæti gefið þeim það spark í rassinn sem þarf til að liðið komist í toppbaráttuna á þessu ári,“ „Þessar fréttir gefa mér sterkari von um að Manchester United muni eiga góða leiktíð og færir hverjum stuðningsmanni Manchester United aukna von, vegna þess að þetta er einn af bestu leikmönnum sem nokkurn tíma hefur verið,“ Manchester United er með fjögur stig eftir tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni. Liðið vann 5-1 sigur á Leeds United í fyrstu umferð en gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi. Liðið sækir Úlfanna frá Wolverhampton heim á sunnudag.
Enski boltinn Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira