Íslensk hryllingsmynd frumsýnd á virtri kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 15:16 Frá stökustað íslensku kvikmyndarinnar It Hatched. Aðsent Kvikmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar, verður heimsfrumsýnd á hinni virtu Austin Film Festival í október næstkomandi. Þetta er í 28. sinn sem Austin kvikmyndahátíðin er haldin og voru fyrstu myndir hátíðarinnar tilkynntar í gær og var myndin sérstaklega nefnd í kynningartexta hátíðarinnar. Elvar á handrit myndarinnar og sá einnig um leikstjórn. It Hatched fjallar um Pétur og Miru sem flytja frá erilsamri stórborg í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Vestfjörðum í leit að frið og ró. Áform þeirra raskast þó þegar forn vættur gerir vart við sig undir kjallara hússins og Mira verpir eggi. Stilla úr It Hatched, sem frumsýnd verður á Austin Film Festival.Aðsent Með aðalhlutverk í myndinni fara Gunnar Kristinsson og Vivian Ólafsdóttir en önnur burðarhlutverk eru í höndum Þórs Túliníusar, Halldóru Geirharðsdóttur, Magnúsar "Móra" Ómarssonar, Björns Jörundar og Halldórs Gylfasonar. Myndin er framleidd af Vilius Petrikas, Bent Kingo Andersen, Guðfinn Ými Harðarsyni, Birki Sigurjónssyni, Heimi Bjarnasyni, Búa Baldvinssyni og í samstarfi við Hero Productions. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þetta er í 28. sinn sem Austin kvikmyndahátíðin er haldin og voru fyrstu myndir hátíðarinnar tilkynntar í gær og var myndin sérstaklega nefnd í kynningartexta hátíðarinnar. Elvar á handrit myndarinnar og sá einnig um leikstjórn. It Hatched fjallar um Pétur og Miru sem flytja frá erilsamri stórborg í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Vestfjörðum í leit að frið og ró. Áform þeirra raskast þó þegar forn vættur gerir vart við sig undir kjallara hússins og Mira verpir eggi. Stilla úr It Hatched, sem frumsýnd verður á Austin Film Festival.Aðsent Með aðalhlutverk í myndinni fara Gunnar Kristinsson og Vivian Ólafsdóttir en önnur burðarhlutverk eru í höndum Þórs Túliníusar, Halldóru Geirharðsdóttur, Magnúsar "Móra" Ómarssonar, Björns Jörundar og Halldórs Gylfasonar. Myndin er framleidd af Vilius Petrikas, Bent Kingo Andersen, Guðfinn Ými Harðarsyni, Birki Sigurjónssyni, Heimi Bjarnasyni, Búa Baldvinssyni og í samstarfi við Hero Productions.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein