Rauði krossinn fagnar viðbrögðum stjórnvalda en bendir áfram á sára neyð í Afganistan Heimsljós 26. ágúst 2021 12:20 Rauði krossinn Rauði krossinn minnir á þau hundruð þúsunda sem reyna að flýja í átt að landamærum Írans og Pakistan. Rauði krossinn fagnar afgerandi viðbrögðum íslenskra stjórnvalda og þeirri ákvörðun að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan. Það sýnir að mati félagsins skýran vilja til að styðja við Afgani, bæði þá sem nú takast á við afleiðingar átaka, fæðuskort og alvarlegan heilbrigðisvanda í Afganistan sem og þá sem hingað kunna að koma á næstu dögum, vikum eða mánuðum í boði stjórnvalda. Rauði krossinn minnir einnig á þau hundruð þúsunda sem reyna að flýja í átt að landamærum Írans og Pakistan í von um að komast þannig frá Afganistan. „Á sama tíma hafa yfirvöld í Íran og Pakistan gefið út að þar verði ekki tekið á móti flóttafólki frá Afganistan en það sem af er árinu 2021 hefur um 600 þúsund afgönskum flóttamönnum verið snúið til baka. Átök, þurrkar og COVID-19 bætast svo ofan á þá sáru neyð sem fyrir ríkti í landinu,“ segir í frétt frá Rauða krossinum. Rauði krossinn lýsir þungum áhyggjum af þróun mála í Afganistan eftir að Talibanar náðu þar völdum og hóf félagið neyðarsöfnun fyrir íbúa Afganistans þann 17. ágúst síðastliðinn. Allt fé sem safnast rennur beint til mannúðaraðstoðar Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Afganistan en Rauði krossinn hefur einstakt aðgengi til að sinna mannúðaraðstoð til handa þolendum átaka í landinu og þess ástands sem þar hefur nú skapast. Þörfin fyrir lífsbjargandi aðstoð er gríðarleg en á bilinu 12-20 milljónir einstaklinga þarfnast nú mannúðaraðstoðar eða allt að helmingur afgönsku þjóðarinnar og má teljast líklegt að fjölga muni í þeim hópi á næstu vikum. Söfnunarfé Rauða krossins verður fyrst og fremst nýtt til að tryggja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu fyrir fólk á átakasvæðum en auk þess til að bregðast við þurrkum í landinu sem hafa leitt til þess að um 11 milljónir búa nú við fæðuskort. „Þó mikilvægt sé að Ísland og aðrar þjóðir taki flóttafólki frá Afganistan opnum örmum þá mun bróðurpartur afgönsku þjóðarinnar ekki fara neitt af ýmsum ástæðum. Þau sem eftir verða í heimalandi sínu eru því ekki síður í brýnni þörf fyrir mannúðaraðstoð og horfir Rauði krossinn því til þess hóps í von um að tryggja heilbrigðisþjónustu, COVID-forvarnir, aðgengi að hreinu vatni og fæðuöryggi,“ segir í fréttinni. Neyðarsöfnun Rauða krossins hefur gengið mjög vel til þessa og hafa fjölmargir lagt fram aðstoð sína. „Þá er sérstaklega ánægjulegt að ríkisstjórnin hafi ákveðið að veita 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan en því framlagi verður skipt jafnt á milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða krossins.“ Því er við að bæta að í tengslum við komu flóttafólks til Íslands leitar Rauði krossinn að sjálfboðaliðum til að styðja við einstaklinga og fjölskyldur fyrstu mánuðina í nýju landi. Skráðu þig hér ef þú hefur áhuga á að taka þátt í gefandi og áhugaverðu verkefni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent
Rauði krossinn fagnar afgerandi viðbrögðum íslenskra stjórnvalda og þeirri ákvörðun að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan. Það sýnir að mati félagsins skýran vilja til að styðja við Afgani, bæði þá sem nú takast á við afleiðingar átaka, fæðuskort og alvarlegan heilbrigðisvanda í Afganistan sem og þá sem hingað kunna að koma á næstu dögum, vikum eða mánuðum í boði stjórnvalda. Rauði krossinn minnir einnig á þau hundruð þúsunda sem reyna að flýja í átt að landamærum Írans og Pakistan í von um að komast þannig frá Afganistan. „Á sama tíma hafa yfirvöld í Íran og Pakistan gefið út að þar verði ekki tekið á móti flóttafólki frá Afganistan en það sem af er árinu 2021 hefur um 600 þúsund afgönskum flóttamönnum verið snúið til baka. Átök, þurrkar og COVID-19 bætast svo ofan á þá sáru neyð sem fyrir ríkti í landinu,“ segir í frétt frá Rauða krossinum. Rauði krossinn lýsir þungum áhyggjum af þróun mála í Afganistan eftir að Talibanar náðu þar völdum og hóf félagið neyðarsöfnun fyrir íbúa Afganistans þann 17. ágúst síðastliðinn. Allt fé sem safnast rennur beint til mannúðaraðstoðar Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Afganistan en Rauði krossinn hefur einstakt aðgengi til að sinna mannúðaraðstoð til handa þolendum átaka í landinu og þess ástands sem þar hefur nú skapast. Þörfin fyrir lífsbjargandi aðstoð er gríðarleg en á bilinu 12-20 milljónir einstaklinga þarfnast nú mannúðaraðstoðar eða allt að helmingur afgönsku þjóðarinnar og má teljast líklegt að fjölga muni í þeim hópi á næstu vikum. Söfnunarfé Rauða krossins verður fyrst og fremst nýtt til að tryggja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu fyrir fólk á átakasvæðum en auk þess til að bregðast við þurrkum í landinu sem hafa leitt til þess að um 11 milljónir búa nú við fæðuskort. „Þó mikilvægt sé að Ísland og aðrar þjóðir taki flóttafólki frá Afganistan opnum örmum þá mun bróðurpartur afgönsku þjóðarinnar ekki fara neitt af ýmsum ástæðum. Þau sem eftir verða í heimalandi sínu eru því ekki síður í brýnni þörf fyrir mannúðaraðstoð og horfir Rauði krossinn því til þess hóps í von um að tryggja heilbrigðisþjónustu, COVID-forvarnir, aðgengi að hreinu vatni og fæðuöryggi,“ segir í fréttinni. Neyðarsöfnun Rauða krossins hefur gengið mjög vel til þessa og hafa fjölmargir lagt fram aðstoð sína. „Þá er sérstaklega ánægjulegt að ríkisstjórnin hafi ákveðið að veita 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan en því framlagi verður skipt jafnt á milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða krossins.“ Því er við að bæta að í tengslum við komu flóttafólks til Íslands leitar Rauði krossinn að sjálfboðaliðum til að styðja við einstaklinga og fjölskyldur fyrstu mánuðina í nýju landi. Skráðu þig hér ef þú hefur áhuga á að taka þátt í gefandi og áhugaverðu verkefni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent