„Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Snorri Másson skrifar 26. ágúst 2021 12:04 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hefur verið harðorð í garð forystu KSÍ og hún er óánægð með ummæli formannsins í gær. Vísir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. Hanna Björg hefur skrifað greinar á Vísi í mánuðinum þar sem hún vísar til sögusagna af alvarlegu kynferðisofbeldi af hálfu leikmanna landsliðsins. Þar eru leikmennirnir ekki nafngreindir en Hanna telur KSÍ hafa vitneskju um málin. Sambandið eigi því að bregðast við. Guðni Bergsson formaður sambandsins sagði í viðtali við fréttastofu í gær að mál af þessum toga væru ekki á borði sambandsins á þessari stundu en að ef þau væru það yrði brugðist við þeim. „Þeir ætla bara að standa fast við sína, ég kalla þetta afneitun. Og eru ekki reiðubúnir til að bregðast við, axla ábyrgð með einhverjum hætti, standa með þolendum og það er auðvitað í stóra samhenginu, þeir ætla að halda áfram að vera hluti af vandanum,“ sagði Hanna Björg í hádegisfréttum Bylgjunnar. Guðni sagði í gær að KSÍ vildi ekki hafa ofbeldi innan hreyfingarinnar. Hanna Björg: „Sko, það er pínu eins og hann vilji það samt sko, af því að hann er ekki tilbúinn til að axla ábyrgð. Hann segir að hann hafi ekki fengið neinar ábendingar, var þetta eitthvað annað en ábending frá mér í fyrsta pistlinum? Það er rosa skrýtið að horfa á manninn ljúga svona upp í opið geðið á þjóðinni, ég verð bara að segja það.“ Afneitun og meðvirkni Hanna Björg gerir þá athugasemd við orð Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara sem hann lét falla í viðtali við Stöð 2 í gær, um að í þessum málum sé sannleikurinn ekki alltaf til vinstri eða hægri heldur stundum í miðjunni. „Þetta er blaut tuska í andlitið á þolendum. Þetta er eins og að segja að nauðgun sé að fara yfir mörk, þegar við erum að tala bara um líkamsárás. Þetta er alveg skelfileg normalísering á ofbeldi gegn konum,“ segir Hanna. Hún segir meðvirkni ráða för. „Það er afneitun á náttúrulega því að þarna sé bara hrikaleg mál í gangi og hafa gerst, hrikaleg mál, sem eru hluti af stærra samhengi. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um KSÍ. Þetta snýst um samfélagið allt.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. 25. ágúst 2021 20:32 KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Hanna Björg hefur skrifað greinar á Vísi í mánuðinum þar sem hún vísar til sögusagna af alvarlegu kynferðisofbeldi af hálfu leikmanna landsliðsins. Þar eru leikmennirnir ekki nafngreindir en Hanna telur KSÍ hafa vitneskju um málin. Sambandið eigi því að bregðast við. Guðni Bergsson formaður sambandsins sagði í viðtali við fréttastofu í gær að mál af þessum toga væru ekki á borði sambandsins á þessari stundu en að ef þau væru það yrði brugðist við þeim. „Þeir ætla bara að standa fast við sína, ég kalla þetta afneitun. Og eru ekki reiðubúnir til að bregðast við, axla ábyrgð með einhverjum hætti, standa með þolendum og það er auðvitað í stóra samhenginu, þeir ætla að halda áfram að vera hluti af vandanum,“ sagði Hanna Björg í hádegisfréttum Bylgjunnar. Guðni sagði í gær að KSÍ vildi ekki hafa ofbeldi innan hreyfingarinnar. Hanna Björg: „Sko, það er pínu eins og hann vilji það samt sko, af því að hann er ekki tilbúinn til að axla ábyrgð. Hann segir að hann hafi ekki fengið neinar ábendingar, var þetta eitthvað annað en ábending frá mér í fyrsta pistlinum? Það er rosa skrýtið að horfa á manninn ljúga svona upp í opið geðið á þjóðinni, ég verð bara að segja það.“ Afneitun og meðvirkni Hanna Björg gerir þá athugasemd við orð Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara sem hann lét falla í viðtali við Stöð 2 í gær, um að í þessum málum sé sannleikurinn ekki alltaf til vinstri eða hægri heldur stundum í miðjunni. „Þetta er blaut tuska í andlitið á þolendum. Þetta er eins og að segja að nauðgun sé að fara yfir mörk, þegar við erum að tala bara um líkamsárás. Þetta er alveg skelfileg normalísering á ofbeldi gegn konum,“ segir Hanna. Hún segir meðvirkni ráða för. „Það er afneitun á náttúrulega því að þarna sé bara hrikaleg mál í gangi og hafa gerst, hrikaleg mál, sem eru hluti af stærra samhengi. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um KSÍ. Þetta snýst um samfélagið allt.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. 25. ágúst 2021 20:32 KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. 25. ágúst 2021 20:32
KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31