Gott fyrir börnin að æfa gönguleiðina í skólann Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 12:32 Í þessari viku hefst kennsla á ný í flestum grunnskólum landsins og mörg börn ganga í skólann. Vísir/Vilhelm Nú eru skólarnir að fara aftur af stað og mörg börn að fara í fyrsta sinn ein út í umferðina. Hildur Guðjónsdóttir, hópstjóri í Öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, segir mikilvægt að æfa gönguleiðina áður en börnin byrja að ganga ein í skólann. „Foreldrar og þau sem eru að senda börnin af stað þurfa að hafa það í huga að undirbúa þau vel,“ sagði Hildur í viðtali á Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er frábær hugmynd að æfa leiðina til og frá skóla og velja öruggustu leiðina, því stysta leiðin er ekkert endilega sú öruggasta.“ Hildur segir að ef það sé gata á gönguleiðinni í skólann sé gott að æfa að fara yfir hana og velja staðsetningu þar sem er kannski gangbraut eða ljós. „Við erum að reyna að höfða til foreldra að taka þessa ábyrgð og reyna að æfa börnin og að allir sem eru á ferðinni, taki tillit til þessara krakka. Þetta er á fimmta þúsund um land allt og þetta eru óttaleg kríli.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Augun á umhverfinu en ekki símanum Það er líka mikið um rafhlaupahjól og önnur farartæki í umferðinni og geta foreldrar líka rætt við eldri börn um notkun þeirra. „Við erum búin að taka saman slysin yfir fyrsta hálfa árið á þessu ári og það er alveg áberandi að það er þessi yngsti hópur, sem er til dæmis á rafhlaupahjólunum, sem að er kannski að lenda í óhöppum af því að þjálfunin hefur ekki verið næg.“ Hún hvetur ökumenn allra ökutækja til að horfa vel í kringum sig, sérstaklega nú þegar skólarnir eru að hefjast og börnin flykkjast út í umferðina. „Það þarf að vera með athyglina á veginum og gangstéttunum og alls ekki á símanum.“ Hildur segir að foreldrar geti gert ýmislegt annað til þess að tryggja öryggi barnanna í umferðinni eins og að velja frekar skæra liti en dökka þegar kaupa á útiföt. Einnig sé mikilvægt að nota endurskynsmerki og á vef Samgöngustofu má finna lista yfir söluaðila. Leiðbeiningar um notkun endurskinsmerkja.Samgöngustofa Börn og uppeldi Umferðaröryggi Bítið Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira
„Foreldrar og þau sem eru að senda börnin af stað þurfa að hafa það í huga að undirbúa þau vel,“ sagði Hildur í viðtali á Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er frábær hugmynd að æfa leiðina til og frá skóla og velja öruggustu leiðina, því stysta leiðin er ekkert endilega sú öruggasta.“ Hildur segir að ef það sé gata á gönguleiðinni í skólann sé gott að æfa að fara yfir hana og velja staðsetningu þar sem er kannski gangbraut eða ljós. „Við erum að reyna að höfða til foreldra að taka þessa ábyrgð og reyna að æfa börnin og að allir sem eru á ferðinni, taki tillit til þessara krakka. Þetta er á fimmta þúsund um land allt og þetta eru óttaleg kríli.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Augun á umhverfinu en ekki símanum Það er líka mikið um rafhlaupahjól og önnur farartæki í umferðinni og geta foreldrar líka rætt við eldri börn um notkun þeirra. „Við erum búin að taka saman slysin yfir fyrsta hálfa árið á þessu ári og það er alveg áberandi að það er þessi yngsti hópur, sem er til dæmis á rafhlaupahjólunum, sem að er kannski að lenda í óhöppum af því að þjálfunin hefur ekki verið næg.“ Hún hvetur ökumenn allra ökutækja til að horfa vel í kringum sig, sérstaklega nú þegar skólarnir eru að hefjast og börnin flykkjast út í umferðina. „Það þarf að vera með athyglina á veginum og gangstéttunum og alls ekki á símanum.“ Hildur segir að foreldrar geti gert ýmislegt annað til þess að tryggja öryggi barnanna í umferðinni eins og að velja frekar skæra liti en dökka þegar kaupa á útiföt. Einnig sé mikilvægt að nota endurskynsmerki og á vef Samgöngustofu má finna lista yfir söluaðila. Leiðbeiningar um notkun endurskinsmerkja.Samgöngustofa
Börn og uppeldi Umferðaröryggi Bítið Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira