Kanye vill verða Ye Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2021 11:30 Kanye hér í hlustunarpartíi fyrir óútgefna plötu sína, Donda, á Mercedes Benz leikvanginum í Atlanta í síðasta mánuði. Kevin Mazur/Getty Bandaríski rapparinn og tónskáldið Kanye West hefur sótt um að fá nafni sínu opinberlega breytt í Ye. West hefur gengið undir viðurnefninu til fjölda ára og virðist nú vilja ganga enn lengra og heita Ye samkvæmt lögum. Í umsókninni, sem hefur verið tekin til skoðunar hjá yfirvöldum í Los Angeles í Kaliforníu, vísar West til persónulegra ástæðna um hvers vegna hann vill fá nafninu breytt. Sumarið 2018 gaf rapparinn út plötu sem ber heitið Ye. Sama ár tók hann upp á því að segjast á Twitter vera „veran áður þekkt sem Kanye West.“ „Ég er YE,“ bætti hann svo við. the being formally known as Kanye West I am YE— ye (@kanyewest) September 29, 2018 Líkt og einhverjir gætu hafa tekið eftir er nafnið Ye einfaldlega stytting á nafninu Kanye. Tónlistarmaðurinn vinsæli segir þó að nafnið hafi líka trúarlegt gildi fyrir hann. „Mér skilst að „ye“ sé mest notaða orð Biblíunnar, og þar þýðir það „þú,“ sagði West árið 2018, þegar viðurnefnið var honum greinilega afar hugleikið, og vísaði þar væntanlega til enskrar þýðingar á bókinni góðu. „Þannig að ég er þú, ég er við, það er við. Ég fór úr Kanye, sem þýðir sá eini, yfir í Ye – endurspeglun af því góða í okkur, því vonda í okkur, því ringlaða, öllu.“ West hefur gengið undir fleiri viðurnefnum en Ye á síðustu árum. Meðal þeirra helstu má nefna Yeezy, Yeezus, Pablo og Mr. West. Aðdáendur Kanye, eða Ye, bíða nú með öndina í hálsinum eftir næstu plötu rapparans, sem ber heitið Donda. Útgáfa hennar er yfirvofandi, en hefur þó verið frestað nokkrum sinnum. Ekki liggur fyrir hvenær platan kemur út, en rapparinn hefur haldið þó nokkra viðburði þar sem hann hefur leikið valin brot af plötunni fyrir fullum tónleikahöllum. Tónlist Bandaríkin Mannanöfn Mest lesið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Fleiri fréttir Segir frumburðinn með nefið hans pabba Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Sjá meira
Í umsókninni, sem hefur verið tekin til skoðunar hjá yfirvöldum í Los Angeles í Kaliforníu, vísar West til persónulegra ástæðna um hvers vegna hann vill fá nafninu breytt. Sumarið 2018 gaf rapparinn út plötu sem ber heitið Ye. Sama ár tók hann upp á því að segjast á Twitter vera „veran áður þekkt sem Kanye West.“ „Ég er YE,“ bætti hann svo við. the being formally known as Kanye West I am YE— ye (@kanyewest) September 29, 2018 Líkt og einhverjir gætu hafa tekið eftir er nafnið Ye einfaldlega stytting á nafninu Kanye. Tónlistarmaðurinn vinsæli segir þó að nafnið hafi líka trúarlegt gildi fyrir hann. „Mér skilst að „ye“ sé mest notaða orð Biblíunnar, og þar þýðir það „þú,“ sagði West árið 2018, þegar viðurnefnið var honum greinilega afar hugleikið, og vísaði þar væntanlega til enskrar þýðingar á bókinni góðu. „Þannig að ég er þú, ég er við, það er við. Ég fór úr Kanye, sem þýðir sá eini, yfir í Ye – endurspeglun af því góða í okkur, því vonda í okkur, því ringlaða, öllu.“ West hefur gengið undir fleiri viðurnefnum en Ye á síðustu árum. Meðal þeirra helstu má nefna Yeezy, Yeezus, Pablo og Mr. West. Aðdáendur Kanye, eða Ye, bíða nú með öndina í hálsinum eftir næstu plötu rapparans, sem ber heitið Donda. Útgáfa hennar er yfirvofandi, en hefur þó verið frestað nokkrum sinnum. Ekki liggur fyrir hvenær platan kemur út, en rapparinn hefur haldið þó nokkra viðburði þar sem hann hefur leikið valin brot af plötunni fyrir fullum tónleikahöllum.
Tónlist Bandaríkin Mannanöfn Mest lesið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Fleiri fréttir Segir frumburðinn með nefið hans pabba Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið