Ísland á að sýna gott fordæmi sem öflugur málsvari barna og kvenna Heimsljós 25. ágúst 2021 10:01 UNICEF/UN0502861/Kohsar/AFP UNICEF og UN Women á Íslandi vilja undirstrika að aðstoð við Afgani er langtímaverkefni Í yfirlýsingu sem UNICEF á Íslandi og UN Women á Íslandi hafa sent frá sér segja samtökin jákvætt að sjá að ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögur flóttamannanefndar vegna neyðarástandsins í Afganistan. Samtökin segja að þau viðbrögð og aðgerðir sem koma þar fram séu góð fyrstu skref en þau treysti því jafnframt að ákvörðunin sé ekki endastöð heldur varða í viðbrögðum Íslands við neyð Afgana. Samtökin minna á að um langtímaverkefni sé að ræða. „Ísland á að sýna gott fordæmi sem öflugur málsvari barna og kvenna á alþjóðavettvangi og taka á móti fólki í leit að alþjóðlegri vernd. Samtökin kalla eftir því að þeir Afganir sem sækja hér um alþjóðlega vernd njóti verndar hér á landi, að gerðar verði skýrar áætlanir um móttöku kvótaflóttafólks og að hlúð verði vel að þeim Afgönum sem eru hér nú þegar,“ segir í yfirlýsingunni. Einnig minna samtökin stjórnvöld á að halda áfram stuðningi við neyðar- og mannúðarstarf í Afganistan. „Neyðin í landinu var gríðarleg fyrir þar sem átök, fátækt, miklir þurrkar og áhrif COVID-19 stefndu lífi milljóna í hættu. Ljóst er að neyð fólks í Afganistan er mikil og fer versnandi því lengur sem óvissuástand varir.“ UN Women og UNICEF hafa starfað lengi í Afganistan í þágu kvenna og barna. „Á því verður engin breyting. Samtökin leggja allt kapp á að vernda konur og börn, tryggja þeim öruggt skjól og lífsnauðsynjar á borð við hreint vatn, næringu og heilsugæslu. Samtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að beita sér af öllum krafti til að tryggja áfram öryggi Afgana.“ Samtökin hófu í síðustu viku neyðarsafnanir fyrir konur og börn í Afganistan sem hægt er að styðja hér og hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent
Í yfirlýsingu sem UNICEF á Íslandi og UN Women á Íslandi hafa sent frá sér segja samtökin jákvætt að sjá að ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögur flóttamannanefndar vegna neyðarástandsins í Afganistan. Samtökin segja að þau viðbrögð og aðgerðir sem koma þar fram séu góð fyrstu skref en þau treysti því jafnframt að ákvörðunin sé ekki endastöð heldur varða í viðbrögðum Íslands við neyð Afgana. Samtökin minna á að um langtímaverkefni sé að ræða. „Ísland á að sýna gott fordæmi sem öflugur málsvari barna og kvenna á alþjóðavettvangi og taka á móti fólki í leit að alþjóðlegri vernd. Samtökin kalla eftir því að þeir Afganir sem sækja hér um alþjóðlega vernd njóti verndar hér á landi, að gerðar verði skýrar áætlanir um móttöku kvótaflóttafólks og að hlúð verði vel að þeim Afgönum sem eru hér nú þegar,“ segir í yfirlýsingunni. Einnig minna samtökin stjórnvöld á að halda áfram stuðningi við neyðar- og mannúðarstarf í Afganistan. „Neyðin í landinu var gríðarleg fyrir þar sem átök, fátækt, miklir þurrkar og áhrif COVID-19 stefndu lífi milljóna í hættu. Ljóst er að neyð fólks í Afganistan er mikil og fer versnandi því lengur sem óvissuástand varir.“ UN Women og UNICEF hafa starfað lengi í Afganistan í þágu kvenna og barna. „Á því verður engin breyting. Samtökin leggja allt kapp á að vernda konur og börn, tryggja þeim öruggt skjól og lífsnauðsynjar á borð við hreint vatn, næringu og heilsugæslu. Samtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að beita sér af öllum krafti til að tryggja áfram öryggi Afgana.“ Samtökin hófu í síðustu viku neyðarsafnanir fyrir konur og börn í Afganistan sem hægt er að styðja hér og hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent