Átta af níu úrvalsdeildarliðum áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir leiki kvöldsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2021 21:05 Kalvin Phillips skoraði fyrsta mark Leeds í kvöld. Stu Forster/Getty Images Það voru 22 leikir á dagskrá í 2. umferð enska deildarbikarsins í kvöld. Níu úrvalsdeildarlið voru í eldlínunni og komust þau öll áfram, nema Crystal Palace, sem féll úr leik gegn Watford. Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Millwall eru einnig komnir áfram í næstu umferð. Norwich vann 6-0 stórsigur gegn Bournemouth þar sem að Christos Tzolis, Kenny McLean og Lukas Rupp sáu um markaskorun í fyrri hálfleik. Joshua Sargent skoraði tvö í einni hálfleik og Tzolis skoraði sitt annað mark í millitíðinni. Atson Villa vann einnig 6-0 stórsigur í sínum leik þegar að þeir heimsóttu Barrow. Cameron Archer skoraði þrennu, Anwar El-Ghazi skoraði tvö og Frederic Guilbert eitt. Yoane Wissa, Bryan Mbeumo og Marcus Forss sáu um markaskorun Brentford í 3-1 sigri gegn Forest Green Rovers, og Jakub Moder og Andi Zeqiri skoruðu mörkin fyrir Brighton sem vann 2-0 sigur gegn Cardiff. Kalvin Phillips skoraði fyrsta mark Leeds gegn Crewe Alexandra og Jackk Harrison bætti við tveimur í 3-0 sigri. Öll mörk leiksins komu á seinustu tíu mínútum leiksins. Romain Saiss, Daniel Podence, Trincao og Morgan Gibbs-White skoruðu mörk Wolves í 4-0 sigri gegn Nottingham Forest þar sem að öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Everton rétt marði sigur gegn B-deildarliði Huddersfield, en hægt er að lesa um leikinn hér. Eina úrvalsdeildarliðið sem komst ekki áfram í kvöld var Crystal Palace, en þeir töpuðu gegn Watford, sem einnig leikur í úrvalsdeildinni. Ashley Fletcher skoraði eina mark leiksins þegar um fimm mínútur voru til leiksloka og tryggði Watford 1-0 sigur. Þá kom Jón Daði Böðvarsson inn á sem varamaður í liði Millwall sem vann 3-1 sigur gegn Cambridge United. Jökull Andrésson stóð í marki Morecambe sem féll úr leik eftir 4-2 tap gegn Preston North End. Enski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Norwich vann 6-0 stórsigur gegn Bournemouth þar sem að Christos Tzolis, Kenny McLean og Lukas Rupp sáu um markaskorun í fyrri hálfleik. Joshua Sargent skoraði tvö í einni hálfleik og Tzolis skoraði sitt annað mark í millitíðinni. Atson Villa vann einnig 6-0 stórsigur í sínum leik þegar að þeir heimsóttu Barrow. Cameron Archer skoraði þrennu, Anwar El-Ghazi skoraði tvö og Frederic Guilbert eitt. Yoane Wissa, Bryan Mbeumo og Marcus Forss sáu um markaskorun Brentford í 3-1 sigri gegn Forest Green Rovers, og Jakub Moder og Andi Zeqiri skoruðu mörkin fyrir Brighton sem vann 2-0 sigur gegn Cardiff. Kalvin Phillips skoraði fyrsta mark Leeds gegn Crewe Alexandra og Jackk Harrison bætti við tveimur í 3-0 sigri. Öll mörk leiksins komu á seinustu tíu mínútum leiksins. Romain Saiss, Daniel Podence, Trincao og Morgan Gibbs-White skoruðu mörk Wolves í 4-0 sigri gegn Nottingham Forest þar sem að öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Everton rétt marði sigur gegn B-deildarliði Huddersfield, en hægt er að lesa um leikinn hér. Eina úrvalsdeildarliðið sem komst ekki áfram í kvöld var Crystal Palace, en þeir töpuðu gegn Watford, sem einnig leikur í úrvalsdeildinni. Ashley Fletcher skoraði eina mark leiksins þegar um fimm mínútur voru til leiksloka og tryggði Watford 1-0 sigur. Þá kom Jón Daði Böðvarsson inn á sem varamaður í liði Millwall sem vann 3-1 sigur gegn Cambridge United. Jökull Andrésson stóð í marki Morecambe sem féll úr leik eftir 4-2 tap gegn Preston North End.
Enski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira