Stóðst pressuna í bráðabananum og fór með sigur af hólmi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 09:02 Tony Finau með sigurverðlaunin. Tracy Wilcox/Getty Images Tony Finau fékk örn og þrjá fugla er hann fór í bráðabana gegn Cameron Smith um hver myndi fara með sigur af hólmi í Northern Trust-golfmótinu um helgina. Fimm ára bið Finau eftir sigri á PGA-mótaröðinni er því loks lokið. Finau hefur spilað 142 mót síðan hann bar sigur úr býtum í Púertó Ríkó. Hann hefur tíu sinnum lent í 2. sæti á þeim tíma og oft verið nálægt sigrinum en aldrei komist þangað. Það var því talið að pressan myndi mögulega ná til hans enn á ný eftir því sem leið á Northern Trust-mótið. Sérstaklega fyrst fresta þurfti lokadeginum vegna veðurs. Spánverjinn Jon Rahm var reyndar líklegastur á lokahringnum og virtist ætla að sigla sigrinum heim en hann lenti í glompu á 15. holu og missti þar niður forystu sína. Finau og Cameron Smith náðu henni og voru jafnir á 20 höggum undir pari þegar lokahringnum var lokið. Því þurfti að grípa til bráðabana, Þar spilaði Finau nær óaðfinnanlega og tryggði sér langþráðan sigur. Hann viðurkenndi í kjölfarið að hann hefði dreymt um þennan sigur lengur en hann vildi viðurkenna. "I only own one NBA jersey ... to give you an idea of how much Kobe meant to me." @TonyFinauGolf broke a 5-year winless drought @TheNTGolf on what would've been Kobe Bryant's 43rd birthday. pic.twitter.com/JZ2V1fulUO— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2021 „Mér líður eins og þetta hafi verið á leiðinni í heila eilífð en að sama skapi þarf maður að vinna sér inn fyrir öllu úti á vellinum. Maður fær ekkert gefins og ég vann fyrir þessum sigri, vonandi verður meira af því sama í framtíðinni. Ég er að spila vel. Það er tvö stórmót framundan svo ég ætla að njóta sigursins. Mér líður eins og ég geti haldið þessu áfram,“ sagði sigurreifur Finau að loknum bráðabananum. Gracious in defeat.Cameron Smith and @JonRahmPGA both congratulated @TonyFinauGolf after his win @TheNTGolf. pic.twitter.com/RWZyQMH5um— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2021 Jon Rahm endaði í 3. sæti á 18 höggum undir pari á meðan Justin Thomas og Tom Hoge voru jafnir í 4. sæti á 15 höggum undir pari. Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Finau hefur spilað 142 mót síðan hann bar sigur úr býtum í Púertó Ríkó. Hann hefur tíu sinnum lent í 2. sæti á þeim tíma og oft verið nálægt sigrinum en aldrei komist þangað. Það var því talið að pressan myndi mögulega ná til hans enn á ný eftir því sem leið á Northern Trust-mótið. Sérstaklega fyrst fresta þurfti lokadeginum vegna veðurs. Spánverjinn Jon Rahm var reyndar líklegastur á lokahringnum og virtist ætla að sigla sigrinum heim en hann lenti í glompu á 15. holu og missti þar niður forystu sína. Finau og Cameron Smith náðu henni og voru jafnir á 20 höggum undir pari þegar lokahringnum var lokið. Því þurfti að grípa til bráðabana, Þar spilaði Finau nær óaðfinnanlega og tryggði sér langþráðan sigur. Hann viðurkenndi í kjölfarið að hann hefði dreymt um þennan sigur lengur en hann vildi viðurkenna. "I only own one NBA jersey ... to give you an idea of how much Kobe meant to me." @TonyFinauGolf broke a 5-year winless drought @TheNTGolf on what would've been Kobe Bryant's 43rd birthday. pic.twitter.com/JZ2V1fulUO— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2021 „Mér líður eins og þetta hafi verið á leiðinni í heila eilífð en að sama skapi þarf maður að vinna sér inn fyrir öllu úti á vellinum. Maður fær ekkert gefins og ég vann fyrir þessum sigri, vonandi verður meira af því sama í framtíðinni. Ég er að spila vel. Það er tvö stórmót framundan svo ég ætla að njóta sigursins. Mér líður eins og ég geti haldið þessu áfram,“ sagði sigurreifur Finau að loknum bráðabananum. Gracious in defeat.Cameron Smith and @JonRahmPGA both congratulated @TonyFinauGolf after his win @TheNTGolf. pic.twitter.com/RWZyQMH5um— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2021 Jon Rahm endaði í 3. sæti á 18 höggum undir pari á meðan Justin Thomas og Tom Hoge voru jafnir í 4. sæti á 15 höggum undir pari.
Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira