Van Dijk eltir met fyrrum leikmanns Grindavíkur Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2021 22:31 Virgil van Dijk á enn eftir að tapa heimaleik í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool. Catherine Ivill/Getty Images Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk hefur átt góðu gengi að fagna frá því að hann gekk í raðir Liverpool frá Southampton árið 2018. Hann á enn eftir að tapa heimaleik með liðinu. Van Dijk er kominn aftur á gott ról eftir að hafa verið frá gott sem allt tímabilið í fyrra. Hann varð fyrir fyrir meiðslum í grannaslag Liverpool gegn Everton. Hann lék sinn fyrsta deildarleik á Anfield í tæpt ár er Liverpool vann 2-0 sigur á Burnley um helgina og bætti þar við framúrskarandi árangur sinn á Anfield. Van Dijk hefur með leik helgarinnar spilað 48 heimaleiki fyrir Liverpool á Anfield í deildinni og ekki enn tapað leik. 43 leikjanna hafa unnist en fimm hafa farið jafntefli. 48 - Virgil van Dijk has now made 48 Premier League appearances for Liverpool at Anfield, losing none of those games (W43 D5); only Lee Sharpe played more home games for one club in the competition without losing any of them (59 with Manchester United). Charm. #LIVBUR pic.twitter.com/YwR6UHesV8— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2021 Aðeins einn leikmaður hefur spilað fleiri heimaleiki fyrir eitt og sama liðið án þess að tapa leik. Það afrekaði Lee Sharpe með Manchester United. Hann lék 59 heimaleiki fyrir Manchester United án þess að tapa frá því að enska úrvalsdeildin var stofnuð þar til hann yfirgaf liðið árið 1996. Sharpe tapaði vitaskuld heimaleikjum í deild með United en gerði hann í gömlu ensku 1. deildinni, fyrir stofnun úrvalsdeildarinnar. Sharpe lék með Manchester United frá 1988 til 1996 en gekk eftir það erfiðlega að fóta sig. Hann spilaði aðeins 30 leiki á þremur árum hjá Leeds United í kjölfarið, lék með Bradford frá 1999 til 2002 og samdi svo við lið Grindavíkur í úrvalsdeild karla á Íslandi sumarið 2003 eftir misheppnaða dvöl hjá Exeter. Lee Sharpe fagnar Evróputitli bikarhafa árið 1991.Simon Bruty/Allsport/Getty Images Sharpe entist ekki lengi hjá Grindavík, spilaði aðeins sjö deildarleiki, og tilkynnti að hann væri hættur knattspyrnuiðkun í júní 2003, aðeins 32 ára að aldri. Hann tók skóna stuttlega fram með Garforth United í utandeildinni ensku ári síðar þar sem hann lék sína síðustu fótboltaleiki. Hann var valinn besti ungi leikmaðurinn á Englandi árið 1991 og vann þrjá Englandsmeistaratitla hjá Manchester United. Þá lék hann átta landsleiki fyrir England frá 1991 til 1993. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Van Dijk er kominn aftur á gott ról eftir að hafa verið frá gott sem allt tímabilið í fyrra. Hann varð fyrir fyrir meiðslum í grannaslag Liverpool gegn Everton. Hann lék sinn fyrsta deildarleik á Anfield í tæpt ár er Liverpool vann 2-0 sigur á Burnley um helgina og bætti þar við framúrskarandi árangur sinn á Anfield. Van Dijk hefur með leik helgarinnar spilað 48 heimaleiki fyrir Liverpool á Anfield í deildinni og ekki enn tapað leik. 43 leikjanna hafa unnist en fimm hafa farið jafntefli. 48 - Virgil van Dijk has now made 48 Premier League appearances for Liverpool at Anfield, losing none of those games (W43 D5); only Lee Sharpe played more home games for one club in the competition without losing any of them (59 with Manchester United). Charm. #LIVBUR pic.twitter.com/YwR6UHesV8— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2021 Aðeins einn leikmaður hefur spilað fleiri heimaleiki fyrir eitt og sama liðið án þess að tapa leik. Það afrekaði Lee Sharpe með Manchester United. Hann lék 59 heimaleiki fyrir Manchester United án þess að tapa frá því að enska úrvalsdeildin var stofnuð þar til hann yfirgaf liðið árið 1996. Sharpe tapaði vitaskuld heimaleikjum í deild með United en gerði hann í gömlu ensku 1. deildinni, fyrir stofnun úrvalsdeildarinnar. Sharpe lék með Manchester United frá 1988 til 1996 en gekk eftir það erfiðlega að fóta sig. Hann spilaði aðeins 30 leiki á þremur árum hjá Leeds United í kjölfarið, lék með Bradford frá 1999 til 2002 og samdi svo við lið Grindavíkur í úrvalsdeild karla á Íslandi sumarið 2003 eftir misheppnaða dvöl hjá Exeter. Lee Sharpe fagnar Evróputitli bikarhafa árið 1991.Simon Bruty/Allsport/Getty Images Sharpe entist ekki lengi hjá Grindavík, spilaði aðeins sjö deildarleiki, og tilkynnti að hann væri hættur knattspyrnuiðkun í júní 2003, aðeins 32 ára að aldri. Hann tók skóna stuttlega fram með Garforth United í utandeildinni ensku ári síðar þar sem hann lék sína síðustu fótboltaleiki. Hann var valinn besti ungi leikmaðurinn á Englandi árið 1991 og vann þrjá Englandsmeistaratitla hjá Manchester United. Þá lék hann átta landsleiki fyrir England frá 1991 til 1993.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira