Sofia Vergara opnar sig um baráttu við krabbamein Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 21:10 Modern Family-leikkonan Sofia Vergara var kynnir á fjáröfluninni Stand Up to Cancer sem fór fram um helgina. Þar opnaði hún sig um baráttu við skjaldkirtilskrabbamein. Getty/Jon Kopaloff Leikkonan Sofia Vergara opnaði sig nýlega um að hafa greinst með skjaldkirtilskrabbamein þegar hún var 28 ára gömul. Vergara sagði frá þessu þegar hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni sem haldin var um helgina. „Ég var 28 ára gömul í reglubundinni heimsókn hjá lækni þegar læknirinn fann knút í hálsinum á mér. Það voru gerðar margar rannsóknir á mér og var mér loksins tilkynnt að ég væri með skjaldkirtilskrabbamein,“ segir Modern Family-leikkonan. „Þegar þú ert ungur og heyrir þetta orð - krabbamein - fer hugurinn á svo marga staði.“ Þegar Vergara greindist var ferill hennar rétt að hefjast og bjó hún ein ásamt tíu ára gömlum syni sínum í Miami. Hún reyndi því að halda ró sinni og ákvað að fræða sig. „Ég las allar bækur og lærði allt sem ég gat um þetta.“ Vergara lét fjarlægja skjaldkirtilinn en það dugði þó ekki til að fjarlægja krabbameinið alveg. Hún þurfti því að undirgangast geislameðferð. „Ég lærði margt á þessum tíma, ekki bara um skjaldkirtilskrabbamein, heldur líka það að á erfiðum tímum er betra að standa saman. Við höfum öll séð mátt samstöðunnar á þessu síðasta ári.“ Í dag er 21 ár síðan Vergara greindist og er hún í dag á lyfjum sem hjálpa líkama hennar að viðhalda eðlilegum efnaskiptum eftir að skjaldkirtillinn var fjarlægður. Vergara er mikill talsmaður krabbameinssjúklinga og gerir leggur sitt af mörkum til þess að styrkja málefnið. Hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni ásamt leikurunum Anthony Anderson, Ken Jeong og Tran Ho. Fjáröflunin gekk út á að safna fyrir rannsóknum og þróun meðferða við krabbameini. Hápunktur kvöldsins var flutningur söngkonunnar Taylor Simone Ledward Boseman á laginu I'll Be Seeing You sem hún tileinkaði eiginmanni sínum, Black Panther-leikaranum Chadwick Boseman. Hann lést á síðasta ári, aðeins 43 ára gamall, eftir baráttu við ristilkrabbamein. Hollywood Tengdar fréttir Black Panther-stjarnan látin Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall. 29. ágúst 2020 07:33 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Sjá meira
„Ég var 28 ára gömul í reglubundinni heimsókn hjá lækni þegar læknirinn fann knút í hálsinum á mér. Það voru gerðar margar rannsóknir á mér og var mér loksins tilkynnt að ég væri með skjaldkirtilskrabbamein,“ segir Modern Family-leikkonan. „Þegar þú ert ungur og heyrir þetta orð - krabbamein - fer hugurinn á svo marga staði.“ Þegar Vergara greindist var ferill hennar rétt að hefjast og bjó hún ein ásamt tíu ára gömlum syni sínum í Miami. Hún reyndi því að halda ró sinni og ákvað að fræða sig. „Ég las allar bækur og lærði allt sem ég gat um þetta.“ Vergara lét fjarlægja skjaldkirtilinn en það dugði þó ekki til að fjarlægja krabbameinið alveg. Hún þurfti því að undirgangast geislameðferð. „Ég lærði margt á þessum tíma, ekki bara um skjaldkirtilskrabbamein, heldur líka það að á erfiðum tímum er betra að standa saman. Við höfum öll séð mátt samstöðunnar á þessu síðasta ári.“ Í dag er 21 ár síðan Vergara greindist og er hún í dag á lyfjum sem hjálpa líkama hennar að viðhalda eðlilegum efnaskiptum eftir að skjaldkirtillinn var fjarlægður. Vergara er mikill talsmaður krabbameinssjúklinga og gerir leggur sitt af mörkum til þess að styrkja málefnið. Hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni ásamt leikurunum Anthony Anderson, Ken Jeong og Tran Ho. Fjáröflunin gekk út á að safna fyrir rannsóknum og þróun meðferða við krabbameini. Hápunktur kvöldsins var flutningur söngkonunnar Taylor Simone Ledward Boseman á laginu I'll Be Seeing You sem hún tileinkaði eiginmanni sínum, Black Panther-leikaranum Chadwick Boseman. Hann lést á síðasta ári, aðeins 43 ára gamall, eftir baráttu við ristilkrabbamein.
Hollywood Tengdar fréttir Black Panther-stjarnan látin Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall. 29. ágúst 2020 07:33 Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Sjá meira
Black Panther-stjarnan látin Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall. 29. ágúst 2020 07:33