Sama sagan hjá Skyttunum Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2021 22:00 Pierre-Emerick Aubameyang gæti verið á förum frá Norður-Lundúnum. Getty/Marc Atkins Breskir fjölmiðlar greina frá því að Gaboninn Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, sé til sölu. Stjórnendur liðsins hyggist losa hann af launaskrá áður en yfirstandandi félagsskiptagluggi lokar eftir rúma viku. Aubameyang er 32 ára gamall og gekk í raðir Skyttanna í janúar 2018 er hann var keyptur frá Borussia Dortmund fyrir 56 milljónir punda. Hann skoraði tíu mörk í 13 leikjum á sinni fyrstu leiktíð og fylgdi því eftir með 22 deildarmörkum næstu tvö tímabil þar á eftir þar sem hann deildi gullskó deildarinnar tímabilið 2018 til 2019. Hann var orðaður við brottför frá félaginu í fyrrahaust þar sem samningur hans var við að renna út í sumar. Stjórnarmenn liðsins lögðu mikla áherslu á að halda framherjanum og skrifaði hann undir nýjan þriggja ára samning í september í fyrra, sem rennur út sumarið 2023. Samningurinn veitir honum 350 þúsund pund í vikulaun en Aubameyang átti sitt versta tímabil fyrir félagið á síðustu leiktíð eftir að gengið var frá samningnum. Hann skoraði aðeins tíu mörk í deild og hefur sætt gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Á einu ári hefur hann því farið úr því að vera ómissandi lykilmaður í að fara á sölulista. Það minnir óneitanlega á sögu Þjóðverjans Mesut Özil hjá Arsenal. Sá átti sex mánuði eftir af samningi sínum þegar Arsenal gaf honum nýjan samning í janúar 2018 sem tvöfaldaði laun hans í svipaða vikulega upphæð og Aubameyang fær í dag. Özil varð að aukaleikara hjá félaginu eftir það og reyndi Arsenal ítrekað að selja hann. Það gekk illa þar sem sá þýski hafði lítinn áhuga á að sleppa frá sér gríðarháum launapakkanum. Hann fór loks til Fenebahce í Tyrklandi í janúar á þessu ári eftir að hafa verið utan úrvalsdeildarhóps Arsenal í hálft ár að telja peninga. Áhugavert verður að sjá hvort Arsenal gangi betur að losa sig við Aubameyang en Barcelona er sagt hafa áhuga á framherjanum. Hvort skuldum vafið Katalóníuliðið hafi einhver tök á að uppfylla launakröfur hans er svo önnur saga. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Sjá meira
Aubameyang er 32 ára gamall og gekk í raðir Skyttanna í janúar 2018 er hann var keyptur frá Borussia Dortmund fyrir 56 milljónir punda. Hann skoraði tíu mörk í 13 leikjum á sinni fyrstu leiktíð og fylgdi því eftir með 22 deildarmörkum næstu tvö tímabil þar á eftir þar sem hann deildi gullskó deildarinnar tímabilið 2018 til 2019. Hann var orðaður við brottför frá félaginu í fyrrahaust þar sem samningur hans var við að renna út í sumar. Stjórnarmenn liðsins lögðu mikla áherslu á að halda framherjanum og skrifaði hann undir nýjan þriggja ára samning í september í fyrra, sem rennur út sumarið 2023. Samningurinn veitir honum 350 þúsund pund í vikulaun en Aubameyang átti sitt versta tímabil fyrir félagið á síðustu leiktíð eftir að gengið var frá samningnum. Hann skoraði aðeins tíu mörk í deild og hefur sætt gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Á einu ári hefur hann því farið úr því að vera ómissandi lykilmaður í að fara á sölulista. Það minnir óneitanlega á sögu Þjóðverjans Mesut Özil hjá Arsenal. Sá átti sex mánuði eftir af samningi sínum þegar Arsenal gaf honum nýjan samning í janúar 2018 sem tvöfaldaði laun hans í svipaða vikulega upphæð og Aubameyang fær í dag. Özil varð að aukaleikara hjá félaginu eftir það og reyndi Arsenal ítrekað að selja hann. Það gekk illa þar sem sá þýski hafði lítinn áhuga á að sleppa frá sér gríðarháum launapakkanum. Hann fór loks til Fenebahce í Tyrklandi í janúar á þessu ári eftir að hafa verið utan úrvalsdeildarhóps Arsenal í hálft ár að telja peninga. Áhugavert verður að sjá hvort Arsenal gangi betur að losa sig við Aubameyang en Barcelona er sagt hafa áhuga á framherjanum. Hvort skuldum vafið Katalóníuliðið hafi einhver tök á að uppfylla launakröfur hans er svo önnur saga.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Sjá meira