Biðla til stjórnvalda að bjarga ættingjum sínum frá Afganistan Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 13:31 Nanna Hlín Halldórsdóttir og eiginmaður hennar Navid Nouri sem er íslenskur ríkisborgari frá Afganistan standa í dag fyrir samstöðufundi á Austurvelli klukkan fimm þar sem þess krafist að stjórnvöld bjargi ættingjum afganskra Íslendinga frá Afganistan. Vísir Hópur Afgana með íslenskan ríkisborgararétt krefst þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Fólkið sé í bráðri lífshættu eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Íslensk kona segir afganskan mág sinn í felum þar því hann óttist að verða tekinn af lífi vegna trúar sinnar. Það fer hver að verða síðastur að komast frá Afganistan en frestur fyrir algera brottför alþjóðlegra hersveita frá landinu rennur út 31. ágúst. Eftir það gæti reynst erfitt að koma fólki út úr landinu nema fresturinn verði framlengdur. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ekki útilokað það en talsmaður Talibana sagði í morgun að það kæmi ekki til greina og varaði við afleiðingunum. Nanna Hlín Halldórsdóttir og eiginmaður hennar Navid Nouri sem er íslenskur ríkisborgari frá Afganistan standa í dag fyrir samstöðufundi á Austurvelli klukkan fimm þar sem þess krafist að stjórnvöld bjargi ættingjum afganskra Íslendinga frá Afganistan. Mágur Nönnu er í felum í landinu. „Talibanar eru Súnní- múslimar en mágur minn er Sjía-múslími sem Talibanar hafa ofsótt. Og ef þeir komast að því hverrar trúar hann er þá er hann í bráðri lífshættu því þar með er hann orðinn skotmark þeirra. Þá missti hann starf sitt sem háskólakennari þegar Talibanar tóku yfir,“ segir Nanna. Um hundrað og þrjátíu Afganar eru búsettir hér á landi en stór hluti þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt. Nanna segir að þessi hópur hafi miklar áhyggjur af fólkinu sínu í Afganistan. „Navid eiginmaður minn er búinn að vera í sambandi við þetta afganska samfélagið hér á landi en flestir hafa komið hingað sem flóttafólk og hafa svo fengið ríkisborgararétt. Margir þeirra eiga ættingja í Afganistan sem þeir vilja fá hingað heim því þeir eru í mikilli hættu ,“ segir Nanna. Nanna segir að íslensk stjórnvöld þurfi að bregðast hratt við, málið þoli í raun enga bið. „Það eru aðeins nokkrir dagar þar til fólk lokast alveg inn í landinu sem gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir líf og limi þess,“ segir Nanna að lokum. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08 Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44 Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. 23. ágúst 2021 09:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Það fer hver að verða síðastur að komast frá Afganistan en frestur fyrir algera brottför alþjóðlegra hersveita frá landinu rennur út 31. ágúst. Eftir það gæti reynst erfitt að koma fólki út úr landinu nema fresturinn verði framlengdur. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ekki útilokað það en talsmaður Talibana sagði í morgun að það kæmi ekki til greina og varaði við afleiðingunum. Nanna Hlín Halldórsdóttir og eiginmaður hennar Navid Nouri sem er íslenskur ríkisborgari frá Afganistan standa í dag fyrir samstöðufundi á Austurvelli klukkan fimm þar sem þess krafist að stjórnvöld bjargi ættingjum afganskra Íslendinga frá Afganistan. Mágur Nönnu er í felum í landinu. „Talibanar eru Súnní- múslimar en mágur minn er Sjía-múslími sem Talibanar hafa ofsótt. Og ef þeir komast að því hverrar trúar hann er þá er hann í bráðri lífshættu því þar með er hann orðinn skotmark þeirra. Þá missti hann starf sitt sem háskólakennari þegar Talibanar tóku yfir,“ segir Nanna. Um hundrað og þrjátíu Afganar eru búsettir hér á landi en stór hluti þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt. Nanna segir að þessi hópur hafi miklar áhyggjur af fólkinu sínu í Afganistan. „Navid eiginmaður minn er búinn að vera í sambandi við þetta afganska samfélagið hér á landi en flestir hafa komið hingað sem flóttafólk og hafa svo fengið ríkisborgararétt. Margir þeirra eiga ættingja í Afganistan sem þeir vilja fá hingað heim því þeir eru í mikilli hættu ,“ segir Nanna. Nanna segir að íslensk stjórnvöld þurfi að bregðast hratt við, málið þoli í raun enga bið. „Það eru aðeins nokkrir dagar þar til fólk lokast alveg inn í landinu sem gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir líf og limi þess,“ segir Nanna að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08 Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44 Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. 23. ágúst 2021 09:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08
Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44
Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. 23. ágúst 2021 09:49