Kasper Dolberg hafði komið heimamönnum í Nice yfir á 49.mínútu eftir stoðsendingu frá Jordan Lotomba.
Á 74. mínútu fengu gestirnir hornspyrnu. Payet var að búa sig undir að taka spyrnuna þegar að hann fékk vatnsflösku fljúgandi úr áhorfendastúkunni í bakið. Hann brást illa við og kastaði flöskunni til baka upp í stúku, í átt að stuðningsmönnum Nice.
Þetta fór ekki vel í stuðningsmennina sem réðust inn á völlinn. Alvaro Gonzalez og Matteo Guendouzi hlupu í átt að stuðningsmönnunum og Alvaro þrumaði bolta upp í stúku. Dante, fyrirliði Nice, reyndi að róa þá sem voru komnir inn á völlinn.
Ekki var annað í stöðunni en að stöðva leikinn en þetta furðulega atvik má sjá hér fyrir neðan.
Nice fans throw bottles
— Richie McCormack (@RichieMcCormack) August 22, 2021
Payet lobs one back
All hell breaks loose pic.twitter.com/YvtirkPyc8