Mourinho fljótastur í fimmtíu sigra á Ítalíu, Spáni og Englandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. ágúst 2021 23:01 Jose Mourinho byrjaði stjóratíð sína hjá Roma á sigri. Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images Roma vann 3-1 heimasigur gegn Fiorentina í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Jose Mourinho var að stýra Roma í fyrsta skipti í deildarkeppni, en þetta var sigur númer fimmtíu hjá Portúgalanum sem stjóri í ítölsku deildinni. Bartlomiej Dragowski fékk að líta beint rautt spjald í liði gestanna eftir aðeins 17 mínútna leik og Henrikh Mkhitaryan nýtti sér liðsmuninn og kom Roma yfir níu mínútum síðar. Nicolo Zaniolo jafnaði liðsmuninn þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir rúmlega 50 mínútna leik. Nikola Milenkovic jafnaði metin fyrir gestina nokkrum mínútum seinna, en Jordan Veretout tryggði 3-1 sigur Roma með tveimur mörkum. Eins og áður segir var þetta sigur númer fimmtíu hjá Mourinho sem stjóri í ítölsku deildinni, en hann var áður með 49 sigra í 76 leikjum með Inter. Engum stjóra hefur tekist að vinna fimmtíu sinnum í færri leikjum en Mourinho síðan að þriggja stiga kerfið var tekið upp á Ítalíu tímabilið 1994-1995. 50 - José #Mourinho has become the fastest manager to reach 50 Serie A wins (77 games) in the three points for a win era (since 1994-95). The Portuguese coach is also the fastest manager to have reached 50 wins both in Premier League (63 games) and in LaLiga (62). Perfectionist. pic.twitter.com/4rv8AOGX1l— OptaPaolo (@OptaPaolo) August 22, 2021 Þrátt fyrir að stuðningsmenn bæði Tottenham og Manchester United hafi oft á tíðum verið þreyttir og pirraðir út í leikstíl Mourinho þegar hann var við stjórnvölin hjá þeirra liðum, er erfitt að neita því að hann hefur náð gríðarlegum árangri á sínum ferli. Ásamt þeim fjölmörgu titlum sem Portúgalinn hefur unnið, er hann einnig sá stjóri sem er fljótastur upp í fimmtíu sigra bæði í ensku úrvalsdeildinni, sem og spænsku úrvalsdeildinni. Það tók hann 63 leiki á Englandi og aðeins 62 leiki á Spáni. Ítalski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Bartlomiej Dragowski fékk að líta beint rautt spjald í liði gestanna eftir aðeins 17 mínútna leik og Henrikh Mkhitaryan nýtti sér liðsmuninn og kom Roma yfir níu mínútum síðar. Nicolo Zaniolo jafnaði liðsmuninn þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir rúmlega 50 mínútna leik. Nikola Milenkovic jafnaði metin fyrir gestina nokkrum mínútum seinna, en Jordan Veretout tryggði 3-1 sigur Roma með tveimur mörkum. Eins og áður segir var þetta sigur númer fimmtíu hjá Mourinho sem stjóri í ítölsku deildinni, en hann var áður með 49 sigra í 76 leikjum með Inter. Engum stjóra hefur tekist að vinna fimmtíu sinnum í færri leikjum en Mourinho síðan að þriggja stiga kerfið var tekið upp á Ítalíu tímabilið 1994-1995. 50 - José #Mourinho has become the fastest manager to reach 50 Serie A wins (77 games) in the three points for a win era (since 1994-95). The Portuguese coach is also the fastest manager to have reached 50 wins both in Premier League (63 games) and in LaLiga (62). Perfectionist. pic.twitter.com/4rv8AOGX1l— OptaPaolo (@OptaPaolo) August 22, 2021 Þrátt fyrir að stuðningsmenn bæði Tottenham og Manchester United hafi oft á tíðum verið þreyttir og pirraðir út í leikstíl Mourinho þegar hann var við stjórnvölin hjá þeirra liðum, er erfitt að neita því að hann hefur náð gríðarlegum árangri á sínum ferli. Ásamt þeim fjölmörgu titlum sem Portúgalinn hefur unnið, er hann einnig sá stjóri sem er fljótastur upp í fimmtíu sigra bæði í ensku úrvalsdeildinni, sem og spænsku úrvalsdeildinni. Það tók hann 63 leiki á Englandi og aðeins 62 leiki á Spáni.
Ítalski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira