Lífið

Fæddi stúlku á leiðinni frá Afgan­istan til Banda­ríkjanna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hér má sjá móðurina á sjúkrabörum á Ramstein flugvellinum.
Hér má sjá móðurina á sjúkrabörum á Ramstein flugvellinum. Twitter/Air Mobility Command

Afgönsk kona, sem fékk flugfar með bandaríska hernum frá Afganistan, fæddi barn í flugvélinni. Konan fór í hríðir á leiðinni til Ramstein herstöðvarinnar í Þýskalandi, þar sem gera átti stutt stopp, og lítil stúlka kom í heiminn þegar flugvélin lenti.

Heilbrigðisstarfsmenn voru tilbúnir á flugvellinum þar sem vélin lenti og hlupu um borð í flugvélina um leið og hún var komin til jarðar. Konan fæddi þá barnið með aðstoð heilbrigðisstarfsfólksins um borð í vélinni.

Nýfædd stúlkan og móðirin eru báðar við hestaheilsu og hvílast nú á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Bandaríski flugherinn greindi frá þessu á Twitter.

Í tístinu segir að einhverjar flækjur hafi komið upp hjá móðurinni á meðan flugvélin var enn í loftinu og þurfti vélin því að lækka flugið til að minnka þrýstinginn „sem hjálpaði að bjarga lífi móðurinnar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.