Hverjir eru andstæðingar Breiðabliks? Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 12:46 Blikakonur mæta króatísku meisturunum sem skoruðu 136 mörk í deildarkeppninni heima fyrir á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik dróst í dag gegn Króatíumeisturum Osijek í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðið sem vinnur einvígið fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðin drógust saman í dag og munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen í gær. En hvaða lið er Osijek? Skoruðu 136 mörk í 20 leikjum Osijek er það sigursælasta í heimalandinu en félagið varð Króatíumeistari samfleytt frá árinu 1994 til 2003 og einnig frá 2007 til 2018. Eftir silfur 2019 og 2020 varð liðið meistari leiktíðina 2020-2021. Titilinn vann Osjiek á markatölu en liðið endaði jafnt Split að stigum. Bæði unnu alla sína leiki, fyrir utan innbyrðis viðureignar sem báðar fóru jafntefli í átta liða deildarkeppninni í Króatíu. Liðin voru jöfn að stigum eftir fyrstu 14 leikina en eftir það tekur við sér keppni milli efstu fjögurra liða deildarinnar. Þar gerðu þau tvisvar jafntefli, líkt og þau höfðu gert fyrr í deildarkeppninni, og luku keppni með 52 stig hvort. Blikakonur þurfa að hafa sérstakar gætur á markavélinni Lorenu Balic.Mynd/sportalo.hr Osijek var hins vegar með betri markatölu, 136-11 eftir 20 leiki, á meðan Split var með 95-12 í markatölu. Liðin tvö eru, og hafa verið, með töluverða yfirburði í króatíska boltanum síðustu ár. Breiðablik mun þurfa að hafa sérstakar gætur á framherjanum Lorenu Balic. Hún hefur verið markahæst hjá liðinu síðustu fjögur tímabil í röð, með 171 mark á þeim fjórum leiktíðum. Hún var markahæst í króatísku deildinni í fyrra með 44 mörk en önnur var liðsfélagi hennar Izabela Lojna með 31 mark. Lojna skoraði sigurmark liðsins gegn Anderlecht í gær. Töpuðu fyrir Stjörnunni 2018 Osijek mætti þáverandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildarinnar árið 2018 en Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni þar 1-0 sigur á þeim króatísku ytra. Forkeppnin var þá í formi riðils en Stjarnan vann þann riðil með fullt hús stiga. Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni sigur á Osijek árið 2018.vísir/eyþór Stjörnukonur unnu þá rússneska liðið Rossiyanka í 32-liða úrslitum áður en þær féllu úr keppni fyrir Slavia Prag í 16-liða úrslitum keppninnar. Osijek hefur tvisvar komist upp úr þeim forkeppnisriðli og í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra fyrirkomulagi. Tímabilið 2011-12 tapaði liðið samanlagt 11-0 fyrir Gautaborg í 32-liða úrslitunum en 2014-15 tapaði það 7-2 fyrir Zurich frá Sviss. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Liðin drógust saman í dag og munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen í gær. En hvaða lið er Osijek? Skoruðu 136 mörk í 20 leikjum Osijek er það sigursælasta í heimalandinu en félagið varð Króatíumeistari samfleytt frá árinu 1994 til 2003 og einnig frá 2007 til 2018. Eftir silfur 2019 og 2020 varð liðið meistari leiktíðina 2020-2021. Titilinn vann Osjiek á markatölu en liðið endaði jafnt Split að stigum. Bæði unnu alla sína leiki, fyrir utan innbyrðis viðureignar sem báðar fóru jafntefli í átta liða deildarkeppninni í Króatíu. Liðin voru jöfn að stigum eftir fyrstu 14 leikina en eftir það tekur við sér keppni milli efstu fjögurra liða deildarinnar. Þar gerðu þau tvisvar jafntefli, líkt og þau höfðu gert fyrr í deildarkeppninni, og luku keppni með 52 stig hvort. Blikakonur þurfa að hafa sérstakar gætur á markavélinni Lorenu Balic.Mynd/sportalo.hr Osijek var hins vegar með betri markatölu, 136-11 eftir 20 leiki, á meðan Split var með 95-12 í markatölu. Liðin tvö eru, og hafa verið, með töluverða yfirburði í króatíska boltanum síðustu ár. Breiðablik mun þurfa að hafa sérstakar gætur á framherjanum Lorenu Balic. Hún hefur verið markahæst hjá liðinu síðustu fjögur tímabil í röð, með 171 mark á þeim fjórum leiktíðum. Hún var markahæst í króatísku deildinni í fyrra með 44 mörk en önnur var liðsfélagi hennar Izabela Lojna með 31 mark. Lojna skoraði sigurmark liðsins gegn Anderlecht í gær. Töpuðu fyrir Stjörnunni 2018 Osijek mætti þáverandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildarinnar árið 2018 en Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni þar 1-0 sigur á þeim króatísku ytra. Forkeppnin var þá í formi riðils en Stjarnan vann þann riðil með fullt hús stiga. Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni sigur á Osijek árið 2018.vísir/eyþór Stjörnukonur unnu þá rússneska liðið Rossiyanka í 32-liða úrslitum áður en þær féllu úr keppni fyrir Slavia Prag í 16-liða úrslitum keppninnar. Osijek hefur tvisvar komist upp úr þeim forkeppnisriðli og í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra fyrirkomulagi. Tímabilið 2011-12 tapaði liðið samanlagt 11-0 fyrir Gautaborg í 32-liða úrslitunum en 2014-15 tapaði það 7-2 fyrir Zurich frá Sviss.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira