Hljóp maraþon í fyrsta skipti fyrir foreldra sem missa fóstur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 20:33 Vilhjálmur og kærasta hans Elín Edda í morgun. Vilhjálmur hljóp heilt maraþon í fyrsta skipti. facebook/Vilhjálmur Þór Svansson Vilhjálmur Þór Svansson hljóp maraþon í fyrsta skipti í dag til styrktar samtökunum Gleym mér ei. Hann hefur þegar safnað um 610 þúsund krónum fyrir félagið en vonast til að safna enn meiru þó hlaupinu sé lokið. Vilhjálmur ætlaði sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið er árlega og átti að fara fram í morgun en því var frestað vegna samkomutakmarkana. Margir hlupu sitt eigið hlaup í dag þrátt fyrir þetta og ákvað hlaupahópurinn HHHC að ganga skrefinu lengra og setja upp sömu hlaupaleið og Reykjavíkurmaraþon hefur gert, leigðu búnað til tímatöku og voru með drykkjarstöðvar á leiðinni. Þar gekk Vilhjálmi vel; hafði einsett sér að hlaupa fyrsta maraþonið á undir þremur klukkustundum sem hafðist en hann hljóp á 2:58:38 í morgun. „Ég ákvað að hlaupa fyrir þetta félag, Gleym mér ei, sem hafði hjálpað mér og minni kærustu eftir að við misstum fóstur í vor. Þetta er alveg ótrúlegt félag sem hefur hjálpað mörgum og mig langaði að safna pening fyrir það svo það gæti haldið starfi sínu áfram eftir erfitt síðasta ár vegna heimsfaraldursins,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur og Elín Edda kynntust samtökunum eftir að hafa misst fóstur í vor.aðsend Gefa foreldrum fallega minningarkassa „Þegar við misstum fóstur fengum við svona minningarkassa frá Gleym mér ei, sem við erum alveg ótrúlega þakklát fyrir. Þar var fótspor fóstursins, minningarbók og bangsi og alls konar sem hefur hjálpað okkur mjög í ferlinu,“ segir hann. Slíkir minningarkassar eru ekki ókeypis, kosta reyndar 25 þúsund krónur hver fyrir styrktarfélagið en foreldrar fá þá frítt. „Mig langaði að safna fyrir þau svo þau geti haldið þessu áfram og gefið fleiri foreldrum, sem munu því miður lenda í þessari stöðu, svona kassa.“ Hér má sjá minningarkassa frá Gleym mér ei.Gleym mér ei Gleym mér ei gaf Landspítalanum einnig kælivöggu nýlega en slíkar vöggur gefa foreldrum auka tíma með börnunum. Vilhjálmur hafði sett sér það markmið að safna 500 þúsund krónum fyrir félagið. Það hafðist og gott betur, því hann var búinn að safna um 610 þúsundum þegar hann athugaði síðast í dag. Söfnunin er þó enn opin næstu vikur og vonar Vilhjálmur að fleiri vilji styrkja félagið. „Ég mun bara halda ótrauður áfram að safna fyrir Gleym mér ei á meðan söfnunin er opin fram í september.“ Hér er hægt að styrkja Gleym mér ei í gegn um Vilhjálm Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Vilhjálmur ætlaði sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið er árlega og átti að fara fram í morgun en því var frestað vegna samkomutakmarkana. Margir hlupu sitt eigið hlaup í dag þrátt fyrir þetta og ákvað hlaupahópurinn HHHC að ganga skrefinu lengra og setja upp sömu hlaupaleið og Reykjavíkurmaraþon hefur gert, leigðu búnað til tímatöku og voru með drykkjarstöðvar á leiðinni. Þar gekk Vilhjálmi vel; hafði einsett sér að hlaupa fyrsta maraþonið á undir þremur klukkustundum sem hafðist en hann hljóp á 2:58:38 í morgun. „Ég ákvað að hlaupa fyrir þetta félag, Gleym mér ei, sem hafði hjálpað mér og minni kærustu eftir að við misstum fóstur í vor. Þetta er alveg ótrúlegt félag sem hefur hjálpað mörgum og mig langaði að safna pening fyrir það svo það gæti haldið starfi sínu áfram eftir erfitt síðasta ár vegna heimsfaraldursins,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur og Elín Edda kynntust samtökunum eftir að hafa misst fóstur í vor.aðsend Gefa foreldrum fallega minningarkassa „Þegar við misstum fóstur fengum við svona minningarkassa frá Gleym mér ei, sem við erum alveg ótrúlega þakklát fyrir. Þar var fótspor fóstursins, minningarbók og bangsi og alls konar sem hefur hjálpað okkur mjög í ferlinu,“ segir hann. Slíkir minningarkassar eru ekki ókeypis, kosta reyndar 25 þúsund krónur hver fyrir styrktarfélagið en foreldrar fá þá frítt. „Mig langaði að safna fyrir þau svo þau geti haldið þessu áfram og gefið fleiri foreldrum, sem munu því miður lenda í þessari stöðu, svona kassa.“ Hér má sjá minningarkassa frá Gleym mér ei.Gleym mér ei Gleym mér ei gaf Landspítalanum einnig kælivöggu nýlega en slíkar vöggur gefa foreldrum auka tíma með börnunum. Vilhjálmur hafði sett sér það markmið að safna 500 þúsund krónum fyrir félagið. Það hafðist og gott betur, því hann var búinn að safna um 610 þúsundum þegar hann athugaði síðast í dag. Söfnunin er þó enn opin næstu vikur og vonar Vilhjálmur að fleiri vilji styrkja félagið. „Ég mun bara halda ótrauður áfram að safna fyrir Gleym mér ei á meðan söfnunin er opin fram í september.“ Hér er hægt að styrkja Gleym mér ei í gegn um Vilhjálm
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira