Valskonur koma brosandi heim eftir góðan sigur á Zürich Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 13:53 Cyera Hintzen skorað tvö mörk í dag. Hér er hún á ferðinni á móti Blikum á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Valskonur tryggðu sér þriðja sætið í sínum riðli í undankeppni Meistaradeildarinnar með 3-1 sigri á heimakonum í Zürich í dag. Það var ljóst fyrir leikinn að hvorugt liðið gat komist áfram í aðra umferð en úrslitaleikurinn í riðlinum er seinna í kvöld á milli Hoffenheim og AC Milan. Fanndís Friðriksdóttir kom inn í byrjunarliðið og kom Valsliðinu síðan í 1-0 á 32. mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Bandaríski framherjinn Cyera Hintzen skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiksins og eftir það voru úrslitin nánast ráðin. Naomi Mégroz minnkaði muninn fyrir svissneska liðið á 59. mínútu en nær komust þær svissnesku ekki. Zürich endaði í öðru sæti í svissnesku deildinni á síðasta tímabili alveg eins og Valskonur hér heima í fyrrasumar. Valsliðið er aftur á móti komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn í ár enda með sjö stiga forskot á Breiðablik þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum. Líkt og í undanúrslitaleiknum sem tapaðist á móti Hoffenheim þá voru þær Elín Metta Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en báðar hafa verið að glíma við meiðsli. Vignola kom inn á sem varamaður átta mínútum fyrir leikslok um leið og Valsmenn skiptu um markmann. Hin unga Fanney Inga Birkisdóttir fékk þá að spila sinn fyrsta Evrópuleik. Elín Metta spilaði ekki. Lára Kristín Pedersen varð líka að fara meidd af velli eftir aðeins ellefu mínútna leik. Valsliðið á eftir þrjá leiki á mótinu og einn sigur í viðbót tryggir liðinu endanlega Íslandsmeistaratitilinn. Næsti leikur í Pepsi Max deildinni er á móti Tindastól á miðvikudaginn kemur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Það var ljóst fyrir leikinn að hvorugt liðið gat komist áfram í aðra umferð en úrslitaleikurinn í riðlinum er seinna í kvöld á milli Hoffenheim og AC Milan. Fanndís Friðriksdóttir kom inn í byrjunarliðið og kom Valsliðinu síðan í 1-0 á 32. mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Bandaríski framherjinn Cyera Hintzen skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiksins og eftir það voru úrslitin nánast ráðin. Naomi Mégroz minnkaði muninn fyrir svissneska liðið á 59. mínútu en nær komust þær svissnesku ekki. Zürich endaði í öðru sæti í svissnesku deildinni á síðasta tímabili alveg eins og Valskonur hér heima í fyrrasumar. Valsliðið er aftur á móti komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn í ár enda með sjö stiga forskot á Breiðablik þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum. Líkt og í undanúrslitaleiknum sem tapaðist á móti Hoffenheim þá voru þær Elín Metta Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en báðar hafa verið að glíma við meiðsli. Vignola kom inn á sem varamaður átta mínútum fyrir leikslok um leið og Valsmenn skiptu um markmann. Hin unga Fanney Inga Birkisdóttir fékk þá að spila sinn fyrsta Evrópuleik. Elín Metta spilaði ekki. Lára Kristín Pedersen varð líka að fara meidd af velli eftir aðeins ellefu mínútna leik. Valsliðið á eftir þrjá leiki á mótinu og einn sigur í viðbót tryggir liðinu endanlega Íslandsmeistaratitilinn. Næsti leikur í Pepsi Max deildinni er á móti Tindastól á miðvikudaginn kemur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira