Í tilkynningu frá stofnuninni segir að smitrakning hafi gengið vel og endurhæfingarstarf hafist aftur í gær. 52 eru nú í sóttkví vegna smitsins sem greindist á þriðjudag.
„Tilkynning barst í morgun frá smitrakningateymi ríkislögreglustjóra um annað smit sem er óskylt hinu fyrra. Unnið er að smitrakningu en ekki er talin þörf á að gera hlé á starfseminni.
Um er að ræða einstakling sem kom til dvalar sl. mánudag en fór af staðnum daginn eftir. Þrír starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví vegna þess,“ segir í tilkynningunni.