Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2021 10:44 Hazarar eru af mongólskum og miðasískum uppruna. Þeir eru um 9% afgönsku þjóðarinnar og hafa sætt ofsóknum af hálfu talibana í gegnum tíðina. Þeir eru flestir sjíamúslima en meirihluti Afgana eru sunníar. Vísir/EPA Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. Frá því að þeir sölsuðu undir sig höfuðborgina Kabúl um síðustu helgi hafa leiðtogar talibana lofað öllu fögru um að þeir vilji aðeins frið og að þeir ætli að virða mannréttindi Afgana. Margir Afganar eru þó fullir efasemda enda minnugir ógnarstjórnar talibana síðast þegar þeir voru við völd frá 1996 til 2001. Amnesty International segist hafa rétt við vitni og séð myndir af fjöldamorði sem talibanar frömdu í Ghazni-héraði í austanverðu Afganistan í byrjun júlí. Þeir hafi myrt níu karlmenn af þjóðflokki hazara, þriðja fjölmennasta þjóðarbrotinu í landinu. Samtökin krefjast þess að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki morðin. Þorpsbúar lýsa því að þeir hafi flúið til fjalla þegar sló í brýnu á milli talibana og stjórnarhersins. Þegar þeir sneru aftur heim biðu talibanar sem höfðu farið ránshendi um heimili þeirra eftir þeim. Vitnin segja að talibanarnir hafi skotið sex menn til bana, suma þeirra í höfuðið. Þrír þeirra hafi verið pyntaðir til dauða, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Einn mannanna er sagður hafa verið kyrktur með eigin trefli og aðrir beittir hrottalegu ofbeldi. Agnes Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty, segir morðin áminningu um afrekaskrá talibana í gegnum tíðina og hrollvekjandi vísbendingu um hvernig stjórn þeirra í landinu verði. Samtök hennar telja að enn fleiri morð hafi verið framin en frásagnir berist ekki af þeim vegna þess að talibanar hafi víða skemmt fjarskiptasenda. Þúsundir Afgana hafa í örvæntingu reynt að flýja land í þessari viku af ótta við nýja stjórn talibana. Á annan tug þeirra hefur fallið í mannþröng og átökum við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl þar sem fólk reyndi að komast um borð í flugvélar með öllum ráðum fyrr í vikunni. Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins. 19. ágúst 2021 23:44 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Frá því að þeir sölsuðu undir sig höfuðborgina Kabúl um síðustu helgi hafa leiðtogar talibana lofað öllu fögru um að þeir vilji aðeins frið og að þeir ætli að virða mannréttindi Afgana. Margir Afganar eru þó fullir efasemda enda minnugir ógnarstjórnar talibana síðast þegar þeir voru við völd frá 1996 til 2001. Amnesty International segist hafa rétt við vitni og séð myndir af fjöldamorði sem talibanar frömdu í Ghazni-héraði í austanverðu Afganistan í byrjun júlí. Þeir hafi myrt níu karlmenn af þjóðflokki hazara, þriðja fjölmennasta þjóðarbrotinu í landinu. Samtökin krefjast þess að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki morðin. Þorpsbúar lýsa því að þeir hafi flúið til fjalla þegar sló í brýnu á milli talibana og stjórnarhersins. Þegar þeir sneru aftur heim biðu talibanar sem höfðu farið ránshendi um heimili þeirra eftir þeim. Vitnin segja að talibanarnir hafi skotið sex menn til bana, suma þeirra í höfuðið. Þrír þeirra hafi verið pyntaðir til dauða, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Einn mannanna er sagður hafa verið kyrktur með eigin trefli og aðrir beittir hrottalegu ofbeldi. Agnes Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty, segir morðin áminningu um afrekaskrá talibana í gegnum tíðina og hrollvekjandi vísbendingu um hvernig stjórn þeirra í landinu verði. Samtök hennar telja að enn fleiri morð hafi verið framin en frásagnir berist ekki af þeim vegna þess að talibanar hafi víða skemmt fjarskiptasenda. Þúsundir Afgana hafa í örvæntingu reynt að flýja land í þessari viku af ótta við nýja stjórn talibana. Á annan tug þeirra hefur fallið í mannþröng og átökum við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl þar sem fólk reyndi að komast um borð í flugvélar með öllum ráðum fyrr í vikunni.
Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins. 19. ágúst 2021 23:44 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19
Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins. 19. ágúst 2021 23:44
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent