Grealish komst á blað í stórsigri City Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 15:50 Heppnisstimpill var yfir marki Grealish en það var engu minna sætt. Shaun Botterill/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City eru komnir á sigurbraut eftir 5-0 heimasigur á nýliðum Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jack Grealish skoraði sitt fyrsta mark fyrir City eftir skiptin frá Aston Villa í sumar. City komst yfir eftir aðeins sjö mínútna leik með sjálfsmarki Tims Krul, markvarðar Norwich. Ferran Torres skoraði átta mínútum síðar en markið var dæmt af vegna brots Bernardo Silva í aðdragandanum eftir endurskoðun myndbandsdómara. Á 22. mínútu átti Gabriel Jesus fyrirgjöf fyrir mark Norwich sem féll fyrir fætur Jack Grealish. Boltinn fór af varnarmanni Norwich og Grealish náði tæplega að bregðast við en fékk boltann í lærið hvaðan hann skrölti yfir marklínuna. 2014 - Jack Grealish is the first English player to score on his home @premierleague debut for Manchester City since Frank Lampard against Chelsea in September 2014. Dream. pic.twitter.com/XyLZ8vwhJq— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2021 City leiddi 2-0 í hálfleik en Spánverjinn Aymeric Laporte breytti stöðunni í 3-0 með laglegu skoti úr teignum eftir að boltinn hafði borist til hans í kjölfar hornspyrnu. Raheem Sterling kom inn af varamannabekknum hjá City og skoraði fjórða markið á 71. mínútu. Jesus lagði þá upp öðru sinni með fínni fyrirgjöf sem Sterling var í litlum vandræðum með að setja í netið frá markteig. Annar varamaður, Riyad Mahrez, negldi svo síðasta naglann í kistu Norwich á 84. mínútu þegar rangstöðugildra Norwich klikkaði. Rúben Dias sendi Mahrez í gegn sem afgreiddi laglega í stöng og inn. City svarar því fyrir 1-0 tap fyrir Tottenham í fyrsta leik og er komið á blað. Norwich er hins vegar án stiga með markatöluna 0-8 eftir einkar erfiða byrjun á mótinu gegn Liverpool og svo City í dag. Fótbolti Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City eru komnir á sigurbraut eftir 5-0 heimasigur á nýliðum Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jack Grealish skoraði sitt fyrsta mark fyrir City eftir skiptin frá Aston Villa í sumar. City komst yfir eftir aðeins sjö mínútna leik með sjálfsmarki Tims Krul, markvarðar Norwich. Ferran Torres skoraði átta mínútum síðar en markið var dæmt af vegna brots Bernardo Silva í aðdragandanum eftir endurskoðun myndbandsdómara. Á 22. mínútu átti Gabriel Jesus fyrirgjöf fyrir mark Norwich sem féll fyrir fætur Jack Grealish. Boltinn fór af varnarmanni Norwich og Grealish náði tæplega að bregðast við en fékk boltann í lærið hvaðan hann skrölti yfir marklínuna. 2014 - Jack Grealish is the first English player to score on his home @premierleague debut for Manchester City since Frank Lampard against Chelsea in September 2014. Dream. pic.twitter.com/XyLZ8vwhJq— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2021 City leiddi 2-0 í hálfleik en Spánverjinn Aymeric Laporte breytti stöðunni í 3-0 með laglegu skoti úr teignum eftir að boltinn hafði borist til hans í kjölfar hornspyrnu. Raheem Sterling kom inn af varamannabekknum hjá City og skoraði fjórða markið á 71. mínútu. Jesus lagði þá upp öðru sinni með fínni fyrirgjöf sem Sterling var í litlum vandræðum með að setja í netið frá markteig. Annar varamaður, Riyad Mahrez, negldi svo síðasta naglann í kistu Norwich á 84. mínútu þegar rangstöðugildra Norwich klikkaði. Rúben Dias sendi Mahrez í gegn sem afgreiddi laglega í stöng og inn. City svarar því fyrir 1-0 tap fyrir Tottenham í fyrsta leik og er komið á blað. Norwich er hins vegar án stiga með markatöluna 0-8 eftir einkar erfiða byrjun á mótinu gegn Liverpool og svo City í dag.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti