Arsenal að ganga frá kaupum á Ramsdale Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2021 22:30 Ramsdale hefur staðið sig vel síðustu tvö tímabil í úrvalsdeildinni en fallið í bæði skipti. Fyrst með Bournemouth og svo með Sheffield United í vor. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er við það að ganga frá kaupum á markverðinum Aaron Ramsdale frá Sheffield United. Kaupverðið er talið nema 24 milljónum punda sem geti hækkað í 30 milljónir. Ramsdale var valinn leikmaður tímabilsins hjá Sheffield United er liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Hann hafði árið áður varið mark Bournemouth, sem einnig féll, tímabilið 2019-20. Arsenal hefur verið á höttunum eftir Ramsdale í allt sumar en viðræður milli félaganna virtust hafa runnið út í sandinn þar sem Sheffield vildi og háa fjárhæð fyrir kappann. Samkomulag virðist hins vegar nú vera í höfn ef marka má David Ornstein, blaðamann The Athletic. Ramsdale mun skrifa undir fjögurra ára samning með möguleika á árs framlengingu. NEWS | Arsenal on verge of finalising agreement worth initial £24m for Aaron RamsdaleThe four-year contract, with an option of a fifth year, is subject to agreeing personal terms and a medical...More from @David_Ornstein & @gunnerbloghttps://t.co/6KWuwurEBl— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 18, 2021 Ramsdale mun veita Bernd Leno samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Arsenal en sá síðarnefndi hefur sætt gagnrýni síðustu misseri. Rúnar Alex Rúnarsson mun eflaust falla aftar í goggunarröðina við skiptin en hann hefur verið orðaður við brottför frá enska liðinu. Arsenal er einnig nálægt því að ganga frá kaupum á Norðmanninum Martin Ödegaard frá Real Madrid en sá var á láni í Lundúnum á síðustu leiktíð. 2-0 tap fyrir Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina virðist hafa hvatt stjórnarmenn hjá félaginu til að spíta í lófana á markaðnum en fyrsti heimaleikur liðsins á leiktíðinni er um helgina þar sem meistaraefni Chelsea koma í heimsókn í Lundúnaslag á Emirates-leikvangnum. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Ramsdale var valinn leikmaður tímabilsins hjá Sheffield United er liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Hann hafði árið áður varið mark Bournemouth, sem einnig féll, tímabilið 2019-20. Arsenal hefur verið á höttunum eftir Ramsdale í allt sumar en viðræður milli félaganna virtust hafa runnið út í sandinn þar sem Sheffield vildi og háa fjárhæð fyrir kappann. Samkomulag virðist hins vegar nú vera í höfn ef marka má David Ornstein, blaðamann The Athletic. Ramsdale mun skrifa undir fjögurra ára samning með möguleika á árs framlengingu. NEWS | Arsenal on verge of finalising agreement worth initial £24m for Aaron RamsdaleThe four-year contract, with an option of a fifth year, is subject to agreeing personal terms and a medical...More from @David_Ornstein & @gunnerbloghttps://t.co/6KWuwurEBl— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 18, 2021 Ramsdale mun veita Bernd Leno samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Arsenal en sá síðarnefndi hefur sætt gagnrýni síðustu misseri. Rúnar Alex Rúnarsson mun eflaust falla aftar í goggunarröðina við skiptin en hann hefur verið orðaður við brottför frá enska liðinu. Arsenal er einnig nálægt því að ganga frá kaupum á Norðmanninum Martin Ödegaard frá Real Madrid en sá var á láni í Lundúnum á síðustu leiktíð. 2-0 tap fyrir Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina virðist hafa hvatt stjórnarmenn hjá félaginu til að spíta í lófana á markaðnum en fyrsti heimaleikur liðsins á leiktíðinni er um helgina þar sem meistaraefni Chelsea koma í heimsókn í Lundúnaslag á Emirates-leikvangnum.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira